Fréttablaðið - 02.01.2020, Side 38

Fréttablaðið - 02.01.2020, Side 38
Íslenskt afreksfólk mun ræða leið sína að árangri, ásamt fagfólki í jafnvægislistinni um líf ið á fyrirlestradegi í Hörpu sunnudaginn 12. janúar. Landsmenn sem hafa belgt sig út af salti og sykri ætla að setja sér ný markmið fyrir komandi ár, sérstak- lega hvað heilsuna varðar. Á fyrirlestrinum Hamingja og árangur verður lögð áhersla á það að ná árangri í sínum markmiðum án þess að missa sjónar af því sem veitir manni hamingju. Sífellt f leiri falla í gryfju of þreytu og kulnunar í leik og starfi vegna of mikils álags og sjálfskrafna um meiri og betri árangur. Fagfólk hefur í sífellt meiri mæli bent á þetta og þeir sem f lytja erindi á þessum degi munu leitast eftir því að styrkja jafnvægið á milli árangurs og hamingju. Afreksfólk landsins deilir reynslu sinni Margt fremsta afreksfólk Íslands deilir reynslu sinni á fyrirlestra- degi í Hörpu þann 12. janúar sem ber heitið Hamingja og árangur. Guðni Gunnarson, eigandi Rope Yoga setursins Guðni hefur mikla reynslu af hug- og heilsurækt eftir að hafa starfað sem lífsráðgjafi í rúmlega 20 ár. Guðni er einstaklega kraftmikill lífsspekingur sem hefur mikil áhrif á þá sem hann umgengst. Fyrir jólin gaf hann út bókina Máttur hjartans. Elísabet Margeirsdóttir ofuríþróttakona Elísabet mun tala um utanvegahlaup, en síðustu ár hefur hún verið ein fremsta utanvega hlaupakona í heim- inum. Hún lauk, fyrst kvenna í heiminum, 400 kílómetra hlaupinu í Góbí-eyðimörkinni í Kína. Alls hófu 60 manns hlaupið, þar af sjö konur. Hún er jafnframt fyrsta konan í heiminum sem klárar þetta hlaup á undir 100 klukku- stundum. Afrek hennar á þessu sviði eru enn þá fleiri en saga hennar um árangur og umgengni við slík ofurverk- efni er mjög áhugaverð. Stutt ávörp og kveðjur Þá munu gestir Hamingju og árangurs fá stutt ávörp og kveðjur af vettvangi frá nokkrum Íslendingum í gegnum mynd- band. Þar á meðal John Snorra Sigurjónssyni, sem sendir stutta hugvekju frá grunnbúðum K2 í Pakistan sem er næst- hæsta fjall í heimi. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður og markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Skjern, mun einnig senda hugvekju. Nýlega kom út bókina Án filters þar sem hann greindi frá andlegum áskorunum sínum. Margrét Lára Viðarsdóttir, sálfræðingur og knattspyrnukona Ekki bara margfaldur Íslandsmeistari í knattspyrnu og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins heldur er hún íþróttafræðingur auk þess að vera með cand. psych. gráðu í sálfræði og ætlar hún að gera andlegan styrk að umræðu- efninu sínu og hvernig hreyfing getur stuðlað honum. Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður Sölvi gaf út bókina Á eigin skinni í fyrra, en þar lýsir hann því hvernig hann vann sig út úr kvíða og vanlíðan sökum ofkeyrslu. Sölvi hefur síðustu átta ár unnið sig markvisst til baka í átt að betra lífi. Saga hans er mjög áhugaverð og einlæg. Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur Vilborg er landsmönnum kunn sem ævintýrakona og pólfari. Vil- borg gekk ein síns liðs á suðurpólinn árið 2013. Þá náði hún á hátind Evrestfjalls árið 2017 fyrst íslenskra kvenna og lauk þar með sjö tinda verkefni sínu. 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.