Fréttablaðið - 09.01.2020, Side 5

Fréttablaðið - 09.01.2020, Side 5
Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is • Vegna fjölda jeppabreytingaverkefna vantar okkur aðila sem er vanur jeppabreytingum. Við erum að breyta RAM pallbílum, Jeep Grand Cherokee og Wrangler og svo eru fleiri Jeep breytingaverkefni í þróun. Við leitum að einstaklingi með reynslu og áhuga á jeppabreytingum. Verkefnin henta vel bifreiðasmið. • Við leitum af bifreiðasmið til að vinna að breytingum, úrklippum o.fl. • Við erum að vaxa og okkur vantar fleiri bifvélavirkja í hópinn. Starfið felst í almennum viðgerðum á öllum gerðum bifreiða. LEITAR AÐ STARFSMÖNNUM Í JEPPABREYTINGAR, BIFREIÐASMIÐ OG ALMENNAR VIÐGERÐIR ÍSLENSK-BANDARÍSKA • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 534 4433 • WWW.ISBAND.IS ÍSBAND er umboðsaðili fyrir FCA og flytur inn og þjónustar bíla frá Alfa Romeo, Chrysler, Fiat, Dodge, Jeep og RAM. Verkstæðið þjónustar flestar tegundir bifreiða. Varahlutaverslunin flytur inn original varahluti og aukahluti frá Mopar og breytingafyrirtækjunum, AEV og Teraflex, Falcon dempara, ARE pallhús og palllok og Bakflip palllok. Starfsstöðvar ÍSBAND eru tvær, Smiðshöfða 5 þar sem verkstæði og varahlutaverslun eru til húsa og Þverholti 6 í Mosfellsbæ þar sem söludeild nýrra bíla er. Upplýsingar um störfin gefur johannes@isband.is UMHVERFISMÁL Tilraunaverkefni um söfnun lítilla raftækja í versl- unum hefur verið hleypt af stokk- unum. Sérstökum söfnunarkössum hefur verið komið fyrir í sjö versl- unum þar sem hægt verður að skila ónýtum raftækjum, rafhlöðum og ljósaperum. Verslanirnar sem um ræðir eru Krónan í Lindum, Nettó í Búðakór í Kópavogi, Nettó í Grindavík, Bónus og Nettó á Egilsstöðum og Bónus og Krónan í Vestmannaeyjum. Það eru Úrvinnslusjóður og Umhverfisstofnun sem standa að verkefninu en í tilkynningu segir að vonandi geti verkefnið orðið fyrirmynd fyrir viðlíka söfnun í framtíðinni. Áætlað er að um 7.200 tonn af raf- tækjaúrgangi falli til á Íslandi á ári en einungis 37 prósent skiluðu sér til endurvinnslu árið 2018. Söfn- unarkössunum er ætlað að auka það hlutfall með því að færa söfnunina nær almenningi. Á síðasta ári lauk tilraunverkefni Reykjavíkurborgar, Sorpu og Efna- móttökunnar um spillivagninn sem ferðaðist milli hverfa borgarinnar og tók á móti spilliefnum og raf- tækjum frá heimilum. Samkvæmt upplýsingum frá umhver f is- og sk ipulagssviði borgarinnar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu. Fara þurfi yfir árang- ur og kostnað áður en það verði ákveðið. – sar Söfnunarkassar fyrir raftæki í verslanir GRENIVÍK Sveitarstjórn Grýtu- bakkahrepps kveðst taka heilshug- ar undir bókun stjórnar Atvinnu- þróunarfélags Eyjafjarðar vegna aðstæðna sem sköpuðust í óveðrinu í desember. Í bókun AFE segir að opinberir innviðir samfélagsins hafi brugðist í veðrinu og að það ætti ekki að hafa komið á óvart. „Í yfir áratug hefur verið bent á nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku. Öryggi íbúa, hvar svo sem þeir búa, þarf að vera forgangsmál þjóðarinnar,“ segir í bókuninni. Sveitarstjórn Grýtabakkahrepps skorar af þessu tilefni „á stjórn- völd að f lytja höfuðstöðvar Rarik inn á starfssvæði Rarik, til dæmis á Norðurland, enda er það í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda að flytja opinber störf út á land“. – gar Flytji Rarik út á starfssvæðið 1 Neita að tjá sig um ferðina upp á Langjökul Forsvars- menn Mountaineers of Iceland segjast ætla að rannsaka sjálfir hvað varð til þess að fjörutíu manna hópur var sendur í vél- sleðaferð á Langjökul. 2 Fólkið á Langjökli kalið á fingrum Ferðalangar voru misvel á sig komnir eftir margra klukkutíma dvöl á Langjökli. 3 Íbúar segjast hafa fengið sig fullsadda af ólykt og óhrein- indum í Kjarvalsverslun Íbúar á Kirkjubæjarklaustri segja ástand verslunarinnar vera til skammar. Viðgerðir í Eyjafirði í desember. Söfnunarkassinn sem um ræðir. DÓMSMÁL „Þetta er svona mál sem ég mynda reka ókeypis, bara upp á von og óvon um að fá dæmdan málskostnað þegar þetta fyrirtæki yrði sakfellt,“ segir Ómar Valdi- marsson lögmaður um mál ferða- mannanna sem lentu í hrakningum í fyrrakvöld í vélsleðaferð á Lang- jökul með Mountaineers of Iceland. Björgunarsveitir þurftu að sel- f lytja vélsleðahópinn af Lang- jökli niður að Gullfossi og síðan til Reykjavíkur í gær. Margir voru mjög kaldir og höfðu óttast um líf sitt og sinna í þessari svaðilför. „Það er ótrúlegt að þessu fyrir- tæki skuli detta það í hug að þvæl- ast með allan þennan hóp af fólki upp á jökul þegar það er búið að spá meiriháttar vestanhvelli,“ segir Ómar. Það hafi alls ekki verið eins og veður hefðu skipast skjótt í lofti heldur hafi hver spáin á fætur ann- arri bent í sömu átt. „Í einhverri græðgi þá drattast þeir með fullt af fólki þarna upp og geta þakkað fyrir að hafa ekki drepið það. Ég held að það sé klár miskabótaskylda hjá þessu fyrir- tæki,“ segir Ómar og bendir á að ekki séu nema þrjú ár síðan sama fyrirtæki var dæmt til að greiða hjónum miskabætur eftir sambæri- lega ævintýraferð. „Ástæðan fyrir því að þeir fara upp á jökul hlýtur að vera sú eina að þeir vilja ekki aflýsa ferðinni og tapa þeim peningum sem er þarna um að ræða,“ segir Ómar sem kveðst telja að yfirvöld þurfi tæki til að geta stemmt stigu við slíku athæfi. „Það ætti að vera sektarheimild hjá yfirvöldum sem gerir það að verkum að þegar það er augljós- lega verið að fara með fólk upp á jökul þegar spáin er slæm sé hægt að hirða af þeim allan ágóða ferðar- innar, til þess að núlla út gróðavon- ina,“ segir Ómar. For ráða menn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið fyrri- partinn í gær. Var blaðamanni sagt að „grjót halda kjafti“ þegar óskað var eftir upplýsingum. Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri fyrir- tækisins, sagði svo í kvöldfréttum RÚV að allir hjá fyrirtækinu væru miður sín vegna málsins. Nokkrir ferðamannanna hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum, vegna málsins. Sagði hún í kvöld- fréttum Stöðvar 2 í gær að þeir sem hefðu leitað til hennar myndu gera kröfu á Mountaineers of Iceland. gar@frettabladid.is Kveður ljóst að bótaskylda sé í vélsleðamálinu á Langjökli Lögmaður segir ljóst að bótaskylda sé í máli fólksins sem lenti í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli á þriðjudagskvöldið. Kveðst hann reiðubúinn að veita fólkinu ókeypis aðstoð. Nokkrir ferðamenn hafa þegar leitað til lögmanns hjá Kötlu lögmönnum, munu þeir gera kröfu á Mountaineers of Iceland. Í einhverri græðgi þá drattast þeir með fullt af fólki þarna upp og geta þakkað fyrir að hafa ekki drepið það. Ómar Valdimarsson, lögmaður Aðstæður voru mjög erfiðar á Langjökli á þriðjudagskvöldið. Var skyggnið varla meira en nokkrir metrar. 9 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.