Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 15
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Bandaríkin eru mikilvæg vinaþjóð okkar og þeim sam- skiptum þarf að sinna. Staðan hefur aldrei verið jafn alvarleg að mati þeirra sem reyna að tryggja öryggi sjúklinga á bráðamót- töku. Allt frá upphafi forsetatíðar Donalds Trump hafa duttlungar og ofsafengnar tilfinningar stjórnað gjörðum hans. Fólk sem hann valdi til samstarfs við sig hrökklaðist fljótlega hvert á fætur öðru úr Hvíta húsinu. Skynsemi og yfirvegun viku fyrir ringulreið og upplausn. Þannig var staðan strax í byrjun og þannig er hún enn. Það sem helst virðist sýna hvernig vindar blása dag hvern í Hvíta húsinu eru æði skringilegar og ofsafengnar Twitter- færslur forsetans. Ekki verður sagt að þær endurspegli eftirsóknarverða sálarró. Þvert á móti bera þær vott um hvatvísi, móðgunargirni og heiftarhug. Þegar þessar til- finningar grassera innra með einum valdamesta manni heims þá er ekki von á góðu. Heimurinn er svo sannarlega fullur af hættum en er nú orðinn enn hættulegri en áður eftir morðið á íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði. Soleimani, sem mun ekki hafa verið friðarhöfðingi, varð samstundis að píslarvotti í hugum Írana og morðið á honum gæti kallað hefndaröldur yfir Bandaríkin. Trump er þó vitanlega hvergi banginn og hótaði eyðileggingu menningarverðmæta Írana yrði hefnt fyrir morðið. Einhverjum virðist hafa tekist að útskýra fyrir honum að slíkt flokkast sem stríðsglæpur því nýlega dró hann nokkuð í land, en greinilegt var af orðum hans og fasi að honum þætti stórfurðulegt að slík aðgerð væri talin glæpsamleg. Þetta minnir á orð sem hann viðhafði eitt sinn um Genfarsáttmálann sem hann sagði vera vandamál, því hann fæli í sér alls kyns reglur og reglugerðir sem gerðu að verkum að hermenn væru smeykir við að berjast almennilega. Það er með ólíkindum að maður eins og Trump skuli hafa orðið forseti Bandaríkjanna og þar með einn valdamesti maður heims. Það er með enn meiri ólíkindum að hann skuli, eftir skelfilega stjórnartíð, eiga möguleika á endurkjöri. Hugmyndaheimur hans er afar sérkennilegur. Í hans huga eru konur leikföng, innflytjendur hugsanlegir glæpamenn og múslimar alveg örugglega hryðjuverkamenn. Það er nokkur raun fyrir friðsamar þjóðir heims að þurfa að eiga samskipti við Donald Trump. Víst er að langstærsti hluti íslensku þjóðarinnar hefur á honum litlar mætur. Það breytir þó engu um það að Bandaríkin eru mikilvæg vinaþjóð okkar og þeim samskiptum þarf að sinna. Um leið þarf að gæta að því að leggja ekki blessun sína yfir gjörðir Bandaríkjaforseta, sem er tilbúinn að leggja mannkyn í stórhættu til þess eins að þjóna duttlungum sínum. Þingmaður Samfylkingar hafði orð á því á dögunum að Ísland ætti jafnvel að íhuga úrsögn úr NATO meðan Bandaríkjamenn væru þar svo fyrirferðarmiklir. Ekki er ástæða til að taka undir þau orð. Slíkt væri alls ekki gæfuspor fyrir Ísland. Einangrunarhyggja dugar ekki. Ljóst er að flestum NATO-þjóðum hugnast ekki nýjasta útspil Bandaríkjaforseta og vilja halda aftur af honum, en um leið er ljóst að það verður ærið verk. Íslendingar eiga ekki að flýja þann félagsskap heldur taka þátt í því að standa vaktina og sýna ábyrgð. Stjórnlaus Ástandið í heilbrigðiskerfinu verður ekki leyst á einum degi enda hefur heilbrigðiskerfið, líkt og aðrir innviðir landsins, verið vanrækt árum saman. Það er rándýr pólitísk ákvörðun sem verður að breyta en til þess þarf hugrekki og framtíðarsýn. En nú stöndum við frammi fyrir hættuástandi á bráðamóttöku Landspítala og um það vitnar starfsfólk spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa gefið út yfirlýs- ingu sem og læknaráð. Ástandið snýst hvorki um fyrir- sagnir í fjölmiðlum né hvar í flokki kjörnir fulltrúar standa. Þetta snýst um almannaheill og þar verðum við öll að snúa vörn í sókn, hætta að einblína á það sem mögulega hefur verið gert áður og hugsa hvað getum við gert núna til að bregðast við áður en verr fer. Staðan hefur aldrei verið jafn alvarleg að mati þeirra sem reyna að tryggja öryggi sjúklinga á bráðamóttöku. Bráðamóttakan er yfirfull á hverjum einasta degi. Deildir sjúkrahússins eru undirmann- aðar og vaktaplan næsta mánaðar sýnir starfsfólki að það verður að hlaupa meira og hraðar en áður. Undirmannaðar vaktir leiða til mistaka, pláss sem þó eru til á spítalanum eru ekki nýtt því ekki fæst starfs- fólk til að hlaupa sífellt hraðar og hraðar. Það leitar í önnur störf. Nú standa yfir samningaviðræður ríkisins við heilbrigðisstarfsfólk. Ein leið til að láta starfsfólk Landspítala vita að á það sé hlustað og eygja von um að laða fleiri að spítalanum er að stjórnvöld lýsi yfir vilja til að meta vaktavinnu þessara stétta í komandi kjarasamningum. Það er alveg ljóst að fólk sem gengur vaktir allan sólarhringinn getur ekki sinnt 100% starfi. Ef stjórnvöld senda skýr skilaboð til þessara stétta um að í komandi kjarasamningum verði tekið tillit til þessa munu vonandi einhverjir skila sér til baka til starfa þannig að hægt verði að manna spítalann. Það þarf að blása heilbrigðisstarfs- fólki von í brjóst. Það er hlutverk stjórnvalda. Boltinn er hjá þeim. Boltinn er hjá stjórnvöldum Helga Vala Helgadóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Krúnudjásnið Það eru stöðugar hræringar á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ein slík hræring hefur ekki farið hátt, en það er sú að útvarpsstöð­ in Bylgjan hefur misst toppsætið sem stöðin með mestu hlustun­ ina. Bylgjan hefur iðulega getað skákað ríkisstöðvunum tveimur, þessari sem gamla fólkið hlustar á og þessari sem miðaldra fólkið hlustar á. Því lauk hins vegar í desember. Bylgjan er eitt helsta krúnudjásn Vodafone­veldisins. Munu heyrast harmakvein af Suðurlandsbraut ef ríkið heldur áfram að taka fram úr þeim. Ekki benda á mig Ábyrgðarleysið í kringum ráðningu þjóðgarðsvarðar og þær bætur sem ríkið skapaði sér vegna vanhæfni er hreint út sagt hlægilegt. Ari Trausti nefndarfor­ maður ber fyrir sig að hafa ekki staðið í opinberum ráðningum áður og algerlega hlýtt ráðninga­ fyrirtækinu Capacent. Vaknar þá óneitanlega sú spurning af hverju maðurinn sé þarna yfir höfuð. Nefndarmenn hafa sagt að Capa­ cent skuldi ríkinu pening út af þessu klúðri, sem nefndin stimpl­ aði. Þá stígur framkvæmdastjóri Capacent fram, móðgaður, og segir það hafa legið fyrir að hlut­ verk fyrirtækisins væri að gefa ráðgjöf en ekki taka ákvörðun. Þessi ráðgjöf reyndist hins vegar býsna dýr. arib@frettabladid.is kristinnhaukur@frettabladid.is 9 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.