Fréttablaðið - 09.01.2020, Page 16

Fréttablaðið - 09.01.2020, Page 16
Íslandstorg og Íslandsgata eru þekkt kennileiti í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna. Þar eru áletraðir skildir, sem tjá þakklæti til Íslendinga, fyrir frumkvæði og inn- grip Jóns Baldvins Hannibalssonar á ögurstundu í sjálfstæðisbaráttu ríkjanna. Við þinghúsið í Vilníus er höggvið í stein: „Til Íslands, sem þorði þegar aðrir þögðu.“ Fyrir framlag sitt á alþjóðavett- vangi ber Jón Baldvin nú heiðurs- orðu forseta Lettlands, Eistlands, Litháen, Króatíu og Slóveníu ásamt mörgum öðrum sæmdar- og heið- urstitlum. Upphaf þessara atburða má rekja til NATO-fundar 22. ágúst 1991. þegar Jón Baldvin reis einn gegn vilja annarra NATO-þjóða. Þrem dögum síðar komu utan- ríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna til fundar í Höfða og þáðu úr hendi Jóns Baldvins fyrstu viðurkenning- una um sjálfstæði ríkja sinna. Það var söguleg stund á heims- vísu. Síðar gerðust aðrar þjóðir spor- göngumenn Íslendinga. Í bók sinni, Tæpitungulaust – Lífs- skoðun jafnaðarmanns, sem kom út í desember 2019, segir Jón Baldvin frá tildrögum og baksviði þessara atburða. Afrek á heimavelli Góður efnahagur sem Íslendingar búa að í dag er fyrst og fremst að þakka samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Það var ekki um það deilt, að samningurinn náðist í höfn fyrir atbeina og málafylgju Jóns Bald- vins. Samningurinn mætti andstöðu í öllum f lokkum á Alþingi utan Alþýðuflokksins. Við stjórnarmynd- un náði Jón Baldvin svo að sínu borði þeim stuðningi sem þurfti. Spurning og svar Bókin Tæpitungulaust er yfir 600 síður. Hún er spurning og svar um markmið og leiðir jafnaðarmanna. Lífsskoðun þeirra, sem berjast fyrir jafnaðarstefnuna. Hverjir eiga jörð- ina? Hvernig ógnar auðræðið lýð- ræðinu? Óvinir velferðarríkisins. Um skautun þjóðfélaga, makráðir og auðugir, stritandi og snauðir. Norræna módelið og óvinir þess. Og fleira og fleira. Hvað er fram undan? Hvað geta jafnaðarmenn gert? Svarið er í bók Jóns Baldvins. Ég hvet alla, sem kjósa lýðræði og jafnræði að lesa þá bók. Að lokum Bókin er ekki síður fróðlegur minn- isvarði um mörg af þeim verkum Jóns Baldvins, sem skipt hafa sköpum fyrir núverandi velmegun Íslendinga. Á þeim afrekalista er af mörgu að taka. Ég læt nægja að nefna þá stað- reynd, að á Íslandi eru tekjur á hvern mann með þeim bestu í heiminum. Flestir vita en fáir nefna, að sá fádæma góði árangur er af leiðing EES-samningsins. Sá samningur er engum Íslend- ingi jafn mikið að þakka og Jóni Baldvini. Og sú staðreynd nægir til að full- yrða; að íslenska þjóðin á engum núlifandi manni jafn mikið að þakka velsæld sína og góðan efnahag og Jóni Baldvini Hannibalssyni. Hafðu heila þökk, Jón Baldvin, fyrir þá þjóðarheill, og bókina þína góðu. Jón Baldvin, þakka þér fyrir Sjálf boðaliðasamtök létu til sín taka fyrir og um nýliðna jóla-hátíð, eins og oft áður. Mesta athygli vakti vaskleg framganga björgunarsveita við að bjarga mönnum og dýrum og forða eigna- tjóni. Titill greinarinnar er einmitt fenginn að láni úr uppgjöri einnar útvarpsstöðvar á glímunni við des- emberóveðrið. Ýmsum kom á óvart hve árvekni og af l viðbragðsaðila var mikið. En f leiri sjálf boðaliða- samtök létu til sín taka; hjálpar- og stuðningssamtök hópa, sem eiga í vök að verjast, léttu sínu fólki byrðarnar af krafti — bentu okkur hinum um leið á vanda þessa fólks. Ýmis önnur samtök notuðu tæki- færið til að kynna hugmyndir sínar og drauma um lausnir á þrálátum vandamálum — bentu á hvernig gera megi samfélagið mannvæn- legra, samheldnara, sjálf bærara og betur búið undir framtíðina ef við beitum af li okkar og tíma með jákvæðari hætti en við eigum vanda til. Þannig bir tist með sk ý rar i hætti en venjulega hve mikilvægu hlutverki almannaheillasamtök, eins og þau eru nú nefnd, gegna í íslensku samfélagi. Þau bregðast við, búa til lausnir og hafa áhrif á þjóðfélagsþróunina til lengri tíma — má rifja upp að 12 samtök kvenna hrintu af stað byggingu Landspítalans, þeirrar undirstöðu- stofnunar samfélagsins. Almannaheillasamtaka bíða á nýju ári margar áskoranir og óleyst mál, ekki síst brýn vandamál margs ungs og eldra fólks, sem á erfitt með að fóta sig við núverandi aðstæður. Samtökin munu, ein og sér eða í samstarfi, án efa leita að betri úrræðum; lofi þau góðu munu samtökin eins og endranær leita stuðnings almennings með tíma, vinnu, ráðgjöf, hluti og fjármuni til að koma verkefnum í framkvæmd. Almenningur hefur hingað til verið örlátur á stuðning við góð málefni sem bæta brotalamir í samfélaginu. Það myndi líka hjálpa til ef Alþingi yrði við óskum um að bæta starfsumhverf i almannaheilla- samtaka. Nokkuð hefur þokast á undanförnum árum með að bæta skattaumhverfi slíkra samtaka, sem enn er talsvert lakara en geng- ur og gerist í helstu samanburðar- löndum; nefnd á vegum fjármála- ráðherra er að skoða hvað hægt er að gera frekar í þeim efnum. En almannaheillasamtök bíða líka eftir lagasetningu sem skilgreinir raunverulegt rekstrarform þessara samtaka. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um félög til almannaheilla, f lutt af iðnaðarráðherra. Þetta er þriðja frumvarpið sama efnis sem f lutt er af ráðherra málaf lokksins. Segja má að málið hafi verið á dag- skrá í áratug, en Almannaheill, samtök þriðja geirans, hvöttu fyrst til slíkrar lagasetningar. Síðan hefur málið verið vandlega undir- búið, m.a. af tveimur ráðherra- skipuðum nefndum. Það nýtur eindregins stuðnings Almanna- heilla og allra 35 aðildarfélaga þess, sem mörg eru landssamtök, með vel á annað hundrað þúsund félagsmenn, og margra annarra almannaheillasamtaka í landinu. Samt hefur leið þess í gegnum lög- gjafarsamkomuna reynst torfær. A lmannaheillasamtök ósk a eftir þessari lagasetningu til þess að starfsrammi þeirra verði skýr- ari; til þess að réttindi og skyldur þeirra verði betur skilgreind; til þess að stuðla að lýðræðislegri uppbyggingu slíkra samtaka og ýta undir góða stjórnarhætti þeirra; síðast en ekki síst til þess að traust á milli almannaheilla samtaka, almennings og opinberra aðila megi ef last — það gerði samtökin öf lugri til að taka á verkefnum sem bíða úrlausnar. Sjálfboðaliðasamtökin stóðu vaktina Þannig birtist með skýr- ari hætti en venjulega hve mikilvægu hlutverki al- mannaheillasamtök, eins og þau eru nú nefnd, gegna í íslensku samfélagi. Jónas Guðmundsson stjórnar­ formaður Almannaheilla Birgir Dýrfjörð jafnaðarmaður Það má ýmislegt segja um leik-sýningu Þjóðleikhússins á Meistaranum og Margarítu. En það er eitt víst; Búlgakov komst til skila. Mikael Búlgakov rússneska skáldið sem var sérfræðingur í abs- úrdisma á dögum kommúnismans og t.a.m. bók hans Hundshjarta er eitt snilldarverkið enn. Í Meistar- anum og Margarítu spyr Búlgakov einfaldlega: Líður okkur best þegar við erum dáin, erum við kannski dáin, líður okkur best þegar við höfum gengist blekkingunni á vald; er lífið of sárt til að lifa því? Það dylst engum að hér er verið að tala um kerfi kommúnismans sem gerði manninum ókleift að lifa lífinu, kerfi sem afskræmir manneskjuna og hennar siðferði- legu gildi, píningar, mannshvörf og dauðsföll daglegt brauð. Þetta er kerfi sem gerir manneskjuna að djöf lum, tilfinningasnauðum, gráðugum, hégómlegum, spilltum manneskjum sem neita staðfastlega að horfast í augu við sjálfar sig. En jafnvel í þessari hamslausu græðgi verður manneskjan aumkunarverð, eins og hún hafi enga stjórn á eigin lífi, láti stjórnast af utanaðkomandi öflum. En nú bregður svo við að kerfi kapítalismans er tekið við og það er það sem verið er að segja í þess- ari sýningu. Djöfullinn er útsendari kapítalismans, allt í einu verður það svo augljóst hvernig er hægt að fara með okkur. Græðgin, ótti (kap- ítalismans), stjórnleysið, óvirðingin fyrir mannslífum og mannlegri reisn; og hvernig er svo farið með okkur? Það er hrun, Panamaskjöl, veikt kvótakerfi, f lóttamannamál, kynferðisof beldi, bætur öryrkja standa í stað, loftslagsvá, Klaustur- mál, Samherjamál, en það er sama hvað gerist, það gerist ekki neitt. Það er absúrd, einsog í Meistar- anum og Margarítu. Og af hverju skyldi það vera, er það út af því að við fáum nóg af kökum, nóg af afþreyingu, við erum pínd og kvalin í allsnægtunum, látum okkur í léttu rúmi liggja stríð og ofsóknir um allan heim, og hvar er okkar andlegi veruleiki? Við höfnum and- legum veruleika, tilfinningalegum veruleika, sameiginlegum veruleika, við gefumst loks upp fyrir þessu öllu, og í senunni milli Meistarans og Margarítu þá er búið að taka allt af þeim, það er búið að njósna um þau, dæma þau geðveik, kvelja þau, taka af þeim siðferðið, það er allt farið nema lífið og þá eru þau hreinlega drepin. Dauðanum fagna þau óskaplega. Og hvernig stendur á því, er allsherjar tómleiki tekinn við, er búið að tæma allar lindir; líður okkur best þegar við erum dáin. Erum við kannski dáin? Erum við kannski dáin? Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur En nú bregður svo við að kerfi kapítalismans er tekið við og það er það sem verið er að segja í þessari sýningu. Tilnefningarnefnd VÍS óskar eftir framboðum til stjórnar Tilnefningarnefnd VÍS auglýsir eftir framboðum eða tilnefningum til stjórnar VÍS vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 19. mars 2020. Frestur til að skila inn framboðum og tilnefningum sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningar- nefndar er til föstudagsins 31. janúar 2020. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem unnt er að nálgast á vef félagsins á slóðinni www.vis.is/media/174900/frambod-til-stjornarsetu.pdf og skal skila á netfangið tilnefningarnefnd@vis.is. Almennur framboðsfrestur til stjórnar samkvæmt samþykktum VÍS er fimm dögum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að því tímamarki, en um þau framboð verður ekki fjallað í tillögu tilnefningarnefndar. Rökstudd tillaga tilnefningarnefndar um bestu samsetningu stjórnar verður birt samhliða aðalfundarboði Vátryggingafélag Íslands | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis@vis.is | vis.is S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 9 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.