Fréttablaðið - 14.01.2020, Side 4

Fréttablaðið - 14.01.2020, Side 4
Réttarbeiðnir frá er- lendum yfirvöldum varða meðal annars öflun gagna hér á landi og skýrslutökur af vitnum og sakborningum. LÖGREGLUMÁL Málum sem koma inn á borð Ríkissaksóknara fjölgar mikið milli ára. Áfrýjuðum málum fjölgaði um tæplega þriðjung í fyrra frá því árinu þar á undan en áfrýj- anir voru 100 árið 2017, 105 árið 2018 en fóru í 147 í fyrra. Kærum til Ríkissaksóknara hefur að sama skapi fjölgað umtalsvert milli ára. Þá fer beiðnum frá öðrum ríkjum um framsal sakaðra manna einnig fjölgandi. Slíkar beiðnir voru fimm árið 2017, níu árið 2018 en 14 í fyrra. Á síðasta ári bárust ríkissaksókn- ara alls 76 réttarbeiðnir frá erlend- um yfirvöldum sem er líka fjölgun því þær voru 58 árið 2018. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að verkefni að baki réttarbeiðnunum séu fjölbreytt og misumfangsmikil, en um þær gilda lög um framsal sakamanna og aðra aðstoð í saka- málum. Á meðal verkefna slíkra beiðna eru skýrslutökur af vitnum eða sakborningum, gagnaöflun og birting gagna. Af þeim 76 réttar- beiðnum sem bárust í fyrra sé 41 lokið en 35 ólokið. Fyrir kemur að dómstólar leysi úr ágreiningi um hvort orðið er við réttarbeiðni. Í apríl á þessu ári hafn- aði Landsréttur til að mynda kröfu um afhendingu upplýsinga um IP- tölu hér á landi vegna rannsóknar á meintum ærumeiðingum í garð opinbers starfsmanns í tengslum við ætlaðar mútugreiðslur. Voru hinar meintu ærumeiðingar birtar á vefsíðu sem tengist IP-tölu skráðri hér á landi. – aá Beiðnum frá erlendum lögregluyfirvöldum fjölgar Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina RAUÐMAGIER FARINNAÐ KOMA HROGN & LIFUR Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is MINJAR „Flugskýlið er búið að standa þarna frá 1940, þar inni er rekstur sem stendur mjög vel. Með friðuninni er búið að skapa stöðug- leika, þetta er mjög mikill léttir að vita að það verði ekki rifið,“ segir Hilmar Á. Hilmarsson, athafna- maður og eigandi f lugskýlis 1 á Reykjavíkurflugvelli. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur mennta- og menn- ingarmálaráðherra samþykkt til- lögu Minjastofnunar um að friða flugskýlið. Ekki hefur verið gengið formlega frá friðlýsingunni. Hilmar segir friðlýsingu ekki breyta neinu fyrir starfsemina, það sem hún geri sé að skapa stöðug- leika um starfsemina. „Þetta er í rauninni trygging fyrir því að skýlið fari ekki neitt. Það hefur reglulega verið skipt um stjórnendur hjá Isavia á meðan við höfum verið með rekstur í skýlinu, annað slagið koma upp hugmyndir um að rífa skýlið,“ segir Hilmar. Margþættur f lugrekstur er nú til staðar í skýlinu. „Skýlið er 3.000 fermetrar. Í norðurendanum er Flugfélagið Ernir. Flugvirkjar eru þarna með starfsemi. Svo eru líka geymdar þyrlur þarna inni, annað slagið eru þarna einkaþotur.“ Forsendur Minjastofnunar fyrir friðun eru að skýlið sé með elstu mannvirkjum á flugvellinum, smíð- að af Bretum í síðari heimsstyrjöld og burðarvirkið kunni að hafa varð- veislugildi á heimsvísu. „Nánast hvert einasta f lugfélag sem hefur verið stofnað hér á landi hefur verið með starfsemi í skýlinu. Loftleiðir byrjuðu í þessu skýli,“ segir Hilmar. Hilmar segir ferlið hafa tekið langan tíma. Reykjavíkurborg hafi ekki sett sig upp á móti friðun en málið hafi verið lengi inni í ráðu- neyti. Hilmar segir að það kunni að skýrast af því að ríkið eigi lóðina sem skýlið stendur á. „Reykjavíkur- flugvöllur er sérstakur að því leyti að þar eru engar lóðir fyrir hús- næði. Lóðin sem flugskýlið stendur á  heyrir undir f jármálaráðu- neytið,“ segir Hilmar. Isavia sendi frá sér erindi til Minjastofnunar vorið 2018 þar sem lögð voru fram gagnrök fyrir friðun. „Isavia hefur barist á móti friðuninni. Þeir fóru með þetta til fjármálaráðuneytisins til að koma í veg fyrir friðun. Ég er glaður að vita að þessu sé lokið.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi bréf á mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið í október í fyrra þar sem lýst er yfir andstöðu við friðlýsingu. Segir að f lugskýlið standi á einu verðmætasta bygg- ingarsvæði landsins. Geti friðlýsing takmarkað „eðlilega og skynsam- lega uppbyggingu“ á landinu, það myndi þá einnig búa til eignaverð- mæti sem voru ekki áður til staðar. Varðandi minjavernd segir í bréf- inu að frekar ætti að friðlýsa eitthvað annað flugskýli sem sé í eigu ríkisins og koma þeim fyrir nálægt f lug- turninum ef f lugstarfsemi leggst af á Reykjavíkurflugvelli. Það sé „mun eðlilegra“ en að friðlýsa f lugskýli 1 sem sé í eigu einkaaðila. Hilmar segir að nú sé kominn þrýstingur á lóðaúthlutun innan f lugvallarins. „Við myndum þá fá lóðarleigusamning, þeir myndu áfram eiga lóðina, við þyrftum bara að greiða leigu. Ég veit ekki af hverju það er ekki þannig núna.“ arib@ frettabladid.is Friðlýsing skapar stöðugleika um starfsemina í flugskýli 1 Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu á flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Eigandi skýlisins segir það létti að starfsemin þar geti haldið áfram í friði fyrir hugmyndum um niðurrif. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vildi frekar friðlýsa skýli í eigu ríkisins. Flugskýlið er um þrjú þúsund fermetrar að stærð og stendur fyrir aftan Hótel Natura. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Grímur Grímsson, tengsla full trúi Ís lands hjá Europol, er á meðal um sækjanda um starf Ríkis lög reglu stjóra. Sjö sóttu um starfið og voru nöfn þeirra birt á vef dómsmálaráðuneytisins í gær. Auk Gríms sóttu um þau Arnar Ágústs son öryggis vörður, Halla Berg þóra Björns dóttir, lög reglu- stjóri á Norður landi eystra, Kristín Jóhannes dóttir lög fræðingur, Logi Kjartans son, lög fræðingur, Páll Win kel fangelsis mála stjóri og Sig- ríður Björk Guð jóns dóttir, lög reglu- stjóri á höfuð borgar svæðinu. Em bætti ríkis lög reglu stjóra var aug lýst laust til um sóknar eftir að dómsmálaráðherra samdi um starfslok við Harald Johannes sen sem gegnt hefur embættinu í tæpan aldarfjórðung. Nokkur styr stóð um störf Haralds í aðdraganda starfs- loka hans og lýstu meðal annars allir lögreglustjórar á landinu, að einum undanskildum, vantrausti á Harald fyrr í vetur. – aá Grímur meðal umsækjenda Grímur Grímsson. 1 Harm leikurinn í Tor revi eja: Kona hins látna segir sorgina ó bæri lega Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um að hafa orðið manni að bana heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 2 Grímur Gríms son sækir um stöðu ríkis lög reglu stjóra Grímur Gríms son er á meðal um­ sækjanda um stöðuna. 3 „Þetta eru flókin mál fyrir fjölskylduna að leysa“ Elísa­ bet II sendi frá sér yfirlýsingu um ákvörðun Harrys og Meghan um að láta af opinberum störfum sínum fyrir konungsfjölskylduna. SAMFÉLAG Erlendum ríkisborg- urum búsettum hér á landi fjölgaði um 59 frá desember 2019 til janúar 2020. Alls voru 49.403 erlendir ríkis- borgarar búsettir á Íslandi þann 1. janúar á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Þjóð- skrár Íslands. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum búsett- um hér á landi um 247. Langstærstur hluti erlendra rík- isborgara er frá Póllandi eða 20.655 manns. Pólverjum búsettum á Íslandi fækkaði um nítján frá desember til janúar. Þótt aðeins sé um fáeina að ræða er það í fyrsta skipti í nokkur ár sem fækkar í þessum hópi. Næststærsti hópur erlendra rík- isborgara búsettra á Íslandi er frá Litháen eða 4.629 manns. Í þeim hópi f jölgaði um þrettán frá 1. desember 2019 til 1. janúar á þessu ári. – bdj Pólverjum á Íslandi fækkaði lítillega Frá Fullveldishlaupi Pólverja á Íslandi 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.