Fréttablaðið - 14.01.2020, Page 13
Hu g t a k ið n á m s -orða forði hef u r feng ið va x a nd i athygli í umræðu hér á landi. Kemur það til vegna þess
að rannsóknir, erlendar og inn-
lendar, sýna sterk tengsl á milli
orðaforða nemenda og árangurs í
námi. Menntamálaráðherra, Lilja
Alfreðsdóttir, leggur áherslu á
mikilvægi þess að efla námsorða-
forða íslenskra nemenda, til að þeir
standist alþjóðlegan samanburð í
lesskilningi.
En hver er íslenskur námsorða-
forði, hvernig lærist hann og hvern-
ig getum við metið hann?
Námsorðaforði tilheyrir tungu-
máli skólastarfsins og liggur til
grundvallar námsframvindu á
öllum sviðum.
Með námsorðaforða er átt við
þekkingu á orðum sem eru umfram
algengustu orð tungumálsins. Þau
eru notuð og eru nauðsynleg þegar
fjallað er um ákveðin efni á djúpan,
innihaldsríkan hátt. Slík orð koma
sjaldan fyrir hvert og eitt og eru ótal
mörg. Námsorðaforða má skipta
upp í nokkra flokka:
1 samheiti algengra orða með
einfalda merkingu: piltur í stað
strákur;
2 orð með flóknari merkingu: or-
sakir og afleiðingar, framvinda
og velgengni;
3 orð sem tengjast áhugamálum
eða ýmsum daglegum störfum:
skíðasvæði, naglbítur, pipar-
kvörn;
4 safn merkingarlega skyldra
hugtaka: leikföng, verkfæri og
matvæli;
5 orðasambönd: fara á fætur, taka
djúpt í árinni;
6 orðaforði tiltekinna náms-
greina: spendýr og ljóstillífun,
landbúnaður og iðnaður.
Ung börn bæta auðveldlega sjald-
gæfum orðum með einfalda merk-
ingu í safnið sitt. Ef þau umgangast
fólk sem notar orð eins og stúlka,
snæða, narta, kroppa og príla þá
læra þau slík orð og nota jafnvel
sjálf. Orð af þessu tagi bætast einn-
ig í safnið í gegnum lestur. Fái börn
að taka þátt í daglegu amstri með
fullorðnum læra þau enn fleiri orð:
steikarpanna, sláttuvél, skrúfjárn.
Við sjö til níu ára aldur geta börn
lýst hlutum, t.d. litum, stærð, lögun
og hraða, greint það sem er líkt og
ólíkt og f lokkað hluti eftir eigin-
leikum eða/og hlutverkum.
Í skólastarfi þarf að vinna mark-
visst með orð sem tilheyra náms-
orðaforðanum. Þau eru svo mörg
og koma svo sjaldan fyrir að lík-
urnar á að þau lærist af sjálfu sér
eru hverfandi. Ef námsorðaforða
er ekki sinnt er veruleg hætta á að
frumskógarlögmálið verði ríkjandi
í skólasamfélaginu.
Þegar orð með flókna merkingu
eru notuð og orð námsgreina eru
tekin fyrir eiga börn með góðan
orðaforða auðveldara með að til-
einka sér efnið og læra ný orð. Börn
sem hafa ekki fengið ríkulegt mál-
uppeldi og börn sem nota ekki
íslensku heima sitja eftir, þekking
þeirra vex hægar. Hin ríku verða
ríkari og hin fátæku fátækari.
Markviss vinna með námsorða-
forða byggir á vitneskju um það
hver íslenskur námsorðaforði er,
hvaða orð á að kenna á hverju stigi
námsins og hve mörg orð. Grund-
völlur að slíku starfi er að byggt sé
á orðasafni sem unnið er úr rituðu
efni samtímans, svokölluðum mál-
heildum. Íslensku málheildirnar
Mörkuð íslensk málheild og Risa-
málheildin geta nýst sem grunnur
að slíku starfi. Þar er orðum raðað
á lista eftir tíðni þeirra. Algengasta
orð íslenskunnar er númer eitt og
svo koll af kolli. Enskar rannsóknir
hafa leitt í ljós að algengustu 2000–
3000 ensku orðin tilheyra daglegu
máli. Það eru því orð sem eru sjald-
gæfari sem þarf að vinna með sér-
staklega. Enskar rannsóknir hafa
leitt í ljós að við 18 ára aldur þurfa
nemendur að þekkja 80.000 orð
til að ná tökum á framhaldsnámi.
Mörkuð íslensk málheild og Risa-
málheildin innihalda meira en
milljón íslensk orð.
Enn hafa ekki verið gerðar rann-
sóknir á því hver íslenskur náms-
orðaforði er nákvæmlega og hvort
samræmi sé í tíðni orða í skólastarfi
og í ofangreindu íslensku mál-
heildunum. Við þurfum að auka
þekkingu okkar á íslenskum orða-
forða svo hægt sé að vinna með orð
í skólastarfi sem líklegt er að komi
fyrir náminu og í lífi og starfi í fram-
tíðinni. Óformleg könnun á meðal
háskólanema vakti efasemdir um
hvort þeir hafi fengið næg tækifæri
til að læra mikilvæg orð í grunn- og
framhaldsskóla. Nemendurnir voru
beðnir að hlusta á þáttinn Viku-
lokin á Rás 1 og skrá öll orð sem þeir
skildu ekki. Orðin framvinda, gró-
inn, stofnframlag, neyslustýring,
andagift, uppgangur, kapítalistar og
eldmóður komu oftast upp. Ekki var
kannað hvort þessi orð hafi leikið
það stórt hlutverk að umfjöllunar-
efnið hafi ekki skilist nægilega.
Það má ekki vera tilviljunum háð
hvaða orð og hversu mörg orð er
unnið með í skólastarfi. Við þurfum
líka að gæta þess að börn bæti jafnt
og þétt við námsorðaforða sinn til
að þau séu virkir námsmenn og nái
markmiðum sínum. Enn eru ekki
til íslensk orðaforðapróf sem taka
mið af málheildum, hvorki próf sem
meta orðskilning né orðanotkun, en
slíkt er til m.a. fyrir enskt tungumál.
Til að efla íslenskan námsorðaforða
þurfum við að rannsaka hver hann
er, þróa leiðir til að ef la hann og
meta framfarir nemenda.
Það má ekki vera tilviljun-
um háð hvaða orð og hversu
mörg orð er unnið með í
skólastarfi.
Íslenskur námsorðaforði:
Hvernig eflum við hann og metum?
Sigríður
Ólafsdóttir
lektor á
menntavísinda-
sviði Háskóla
Íslands.
Umr æða u m þær mik lu breytingar á þjóðfélaginu sem leiða af tæknivæðingu
nútímans – fjórðu iðnbyltingunni
– er vissulega tímabær. Í leiðara
Fréttablaðsins þann 11. janúar
,Auður í aldri, er vikið að atriðum
sem snerta vinnumarkaðinn á
tíma sem þjóðin eldist hratt. Það
þýðir, ef mannfjölgun samkvæmt
spám Hagstofunnar gengur eftir,
verði afar mikil stækkun á aldurs-
hópnum á þriðja aldursskeiðinu,
þ.e. fólki 65 ára og eldri. Og með
auknu langlíf i gæti æviskeiðið
eftir starfslok orðið álíka langt
þeim tíma, sem viðkomandi voru
á vinnumarkaði.
Mannfjöldinn á Íslandi 2019 var
361 þúsund og voru 230 þúsund
á höfuðborgarsvæðinu og 130
þúsund utan þess. Svokölluð mið-
spá fyrir árið 2069 er 436 þúsund
og gætu þá um 100 þúsund þeirra
verið 65 ára og eldri. En þótt þetta
séu aðeins ágiskanir og hugarf lug,
er full ástæða til að gera ráð fyrir
aukinni framfærslubyrði hinna
yngri vegna aukins fjölda hinna
eldri. Spurningin er því hvort eða
hvernig megi bregðast við, t.d.
einnig með því að eldri kynslóðin
megi staldra lengur við í atvinnu og
með lengri eigin framfærslu.
Fólk á aldrinum 65-70 ára býr
býsna oft við það atgervi að geta
mætt óskum um að vinna lengur;
um getur verið að ræða skort á sér-
fræðikunnáttu þeirra og eru lækn-
arnir væntanlega ekki eina dæmi
þess. En hver svo sem starfsgreinin
er, ætti það að spara hinum yngri
sporin, að geta notið fenginnar
langrar reynslu þeirra sem skila
af sér og hverfa frá. Í þeim anda er
lagafrumvarp, sem er komið fram
um að opinberir starfsmenn geti
unnið lengur en til sjötugs.
En að lokum þetta : Gleymum
því ekki að vaxandi hópur aldr-
aðra er stærsti kjósendahópurinn.
Ætti ekki að vera kominn tími
til að stjórnmálaf lokkar hef ji
innan eigin vébanda, umræðu um
hvernig auka megi atvinnuframlag
aldraðra í einkageiranum, þ.e. sem
mestu án ríkisforsjónar? Myndi
eldra fólk ekki meta mikils að
heyra eitthvað annað en hve mjög
þurfi að auka fjárframlög til elli-
umönnunar?
Fyrr og
síðar
Einar
Benediktsson
fyrrverandi
sendiherra
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir:
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is
ÞORRABLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
Kemur út föstudaginn 17. janúar.
Meðal efnis verður Guðni Ágústsson
í skemmtilegu forsíðuviðtali.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13Þ R I Ð J U D A G U R 1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0