Fréttablaðið - 14.01.2020, Page 16

Fréttablaðið - 14.01.2020, Page 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Mig langar að hjálpa öðrum við að ná tökum á fitu-púkanum því ég hef sjálf verið föst í óhamingjusömum skrokk og þegar ég kynntist því hvernig er að verða laus við þessa fíkn – já, ég kalla sykur fíkniefni, það eina löglega í heiminum að mínu mati, sem er sorglegt – þá upplifði ég hversu geggjað þetta frelsi er. Að geta gengið fram hjá fólki í náttfötunum að moka sykri í poka í Nammilandinu er til dæmis pínu sigur því ég tók þátt í þeirri vitleysu fyrir nokkrum árum, segir María Krista sem sendi fitu- púkann í sínu lífi í ævarandi útlegð fyrir sex árum. „Það setur mig fátt úr jafnvægi núna. Blóðsykur helst jafn og mér finnst ég hafa fulla stjórn á lífinu. Ég hef fallið en staðið upp aftur og er ekki að fara að snúa til baka. Ef ég get haldið öðrum við efnið með því að elda mat á Instagram eða setja inn uppskriftir á bloggið mitt, þá er ég hamingjusöm kona. Svo er ekki verra að ég er farin að vera í samstarfi með fyrirtækjum og heildsölum og get því haft smá áhrif á innkaup og úrval fyrir okkur öll. Það er snilld,“ segir María Krista sem tók meira að segja þátt í þróun á ís sem er nú seldur hjá Pizzunni og finnst gef- andi að hafa lagt sitt af mörkum. Sleppum sykrinum fyrst Nýja árið leggst þrusuvel í Maríu Kristu. „Ég gæti ekki verið spenntari. Ég er að endurheimta dóttur mína úr danskri útlegð eftir sex ára nám og í fjölskylduna bættist við tveggja ára barnabarn sem kemur til ömmu sinnar í febrúar. Mataræðið sem ég fylgi er líka á toppnum um þessar mundir og dásamlegt að sjá hvað margir eru að vakna og taka út sykur og rusl úr mataræði sínu. Ég sé því bara fram á góða tíma; spennandi hluti úti um allt og for- réttindi að geta unnið við það sem ég elska. MAT!“ segir María Krista og hlær. Hún kemur vel undan nýaf- stöðnum hátíðum. „Ég er kannski pínu þreytt eftir jólatörnina í versluninni enda eru jólin aðalsölutíminn hjá KristuDe- sign og framleiðslan tekur sinn toll. En skipulag, bæði á heimilinu og í matargerð, gerir það að verk- um að ég fer ekki út af sporinu. Það er bara áskorun að snúa jólahefð- unum í hollari útgáfur og ég fór létt með það enda enginn sykurpúki til staðar að rugla í mér,“ segir María Krista kát. Hún lumar á góðum heilræðum í upphafi nýs árs þegar mörgum blöskrar líkamsformið. „Mitt besta ráð er að gleypa ekki allan heiminn fyrstu þrjár vikurnar í janúar heldur hugsa þetta sem langhlaup og breyttan lífsstíl til framtíðar. Það flaska alltof margir á því að kaupa kort í ræktinni, kasta nammidunknum í ruslið og henda sér í ketólaugina eða á nýjasta safakúrinn án þess að undirbúa sig og gefast þá fljótt upp. Ég mundi algjörlega byrja á því að taka úr sykurinn, það er númer eitt, tvö og þrjú. Borða góðan mat á meðan til að fá orku og alls ekki svelta sig! Bara sleppa sykrinum.“ Leiðin liggi upp á við þegar við náum tökum á sykurpúkanum og áttum okkur á hvað þurfi að gera. „Maður kaupir ekki bara vikumatseðil, ýtir á „play“ og allt verður í lagi á einni viku. Það þarf að lesa sér til um það sem maður ætlar að gera og ekki velja bara það besta, eins og sumir sem bæta við rjómasósum og beikoni en halda áfram í sykrinum um helgar. Taktu ákvörðun og stattu við hana, en ekki fara of geyst. Stundaðu létta líkamsrækt á meðan líkaminn afeitrast, göngur og sund, og undir- búðu þig andlega því líkaminn er ekki að fara neitt eftir mánuð. Við búum flest þarna inni næstu ára- tugina. Vöndum okkur.“ Kollagen frábær heilsubót María Krista aðhyllist lágkol- vetnamataræði sem gjörbreytti lífi hennar og heilsufari. „Lágkolvetnamataræði gerir okkur ótrúlega gott. Það gefur að skilja að ruslmatur og sykur flokkast ekki undir lágkolvetna- mataræði svo það eitt að sleppa því er nóg til að bæta heilsuna svo um munar. Þá gerist ótrúlega margt í líkamanum annað en fitutap og ég hef fundið það best sjálf á síðustu árum,“ segir María Krista sem á árum áður kvaðst vera Íslands- meistari í megrun. „Ég hafði stokkið á alla þá kúra og æði sem fundin hafa verið upp. Ég léttist jú og bætti á mig aftur, varð ægilega mjó en samt þreytt því ég borðaði nammi bara á laugar- dögum. Ég hef líka æft átta sinnum í viku og leyft mér að borða eins og svín í staðinn. Lágkolvetna- mataræði kallar á miklu meira jafnvægi og ró. Blóðsykurinn helst jafn, skapið lagast, svefninn verður frábær, liðverkir og bólgur hverfa og heilinn vinnur betur, svo ég tali nú ekki um orkuna sem maður fær þegar sykurinn er settur ofan í skúffu,“ segir María Krista sem notar kollagen frá Feel Iceland með góðum árangri. „Kollagen hefur átt sinn þátt í að bæta liðverki sem ég hef lengi þjáðst af, sérstaklega í ökklum en ég hef átt það til að missa fæturna undan mér og átti auðvelt með að togna. Ég hef ekki fundið fyrir slíku síðan ég byrjaði að taka inn Feel Iceland kollagenið og svo er kollagen auðvitað bara gott prótín sem er frábær viðbót við fæðuna okkar,“ segir María Krista og árangur af inntöku kollagens kemur fljótt fram. „Ég hef heyrt fólk finna mun eftir notkun kollagen vegna hárloss á þremur til fjórum vikum. Þeir sem fylgja ketómataræði hafa sumir upplifað hárlos og því mæli ég sérstaklega með notkun kollagens fyrir þá aðila. Ég fann mjög fljótt mun á liðunum á mér og neglurnar styrktust sem og þurrkublettir í andliti sem hurfu mjög snemma. Árangur af fráhvarfi sykurs og rusls kemur hins vegar strax fram hjá flestum, við losnum við mikinn bjúg og vökva á fyrstu dögunum og ég hef heyrt fleiri en mig tala um að það sé eins og dregið sé frá gluggatjöldum og við sjáum loksins út. Doðinn hverfur og þungt skap sömuleiðis, ég finn til dæmis aldrei fyrir neinu skammdegisþung- lyndi; ég kveiki bara á kerti og hef það kósí í janúarrökkrinu og er 100 prósent viss um að þar hefur mataræðið mikið að segja.“ Byrjar hvern dag á kollageni María Krista tekur Feel Iceland kollagen fram yfir erlent kollagen. „Ég hef svosem enga vitneskju fyrir því að erlent kollagen sé verra en ég veit að það er oft búið til úr nautgripum sem ræktuð eru ytra og maður veit ósköp lítið um upprunann og gæðin. Ég vel Feel Iceland þar sem ég veit að um íslenskan þorsk er að ræða þó svo að hann sé fluttur utan til vinnslu. Mér finnst bara betra að vita eins mikið og ég get um hráefnið og mér finnst skipta máli að notuð sé hrein, íslensk náttúruafurð í kollagenið, svo ég tali nú ekki um nýtinguna á okkar auðlindum,“ segir María Krista sem notar Feel Iceland kollagen daglega út í Bulletproof-kakóbollann sinn. „Ég hreinlega get ekki byrjað dag- inn án þess. Kollagenið þykkir líka drykkinn og gerir hann saðsamari, enda 100 prósent hreint prótín. Ég hef sleppt kollageni á ferðalögum til útlanda og fann þá strax að liðirnir urðu stífir og þreyttir,“ segir María Krista. Hún er stundum spurð hvers vegna hún borði ekki harðfisk til að fá sitt kollagen. „Ég vel að taka kollagen inn sem bætiefni þar sem ég borða ekki fisk. Ég er víst með eitthvert heilkenni sem kallast „fish odour syndrome“ og brýt ekki niður ensímin. Ef ég borða fisk skilst mér að ég angi eins og fiskur næsta dag, sem er ekki svo huggulegt, ekki satt? Sonur minn er í sömu sporum svo kollagen fyrir mér er góð leið til að fá mitt fiski- prótín. Það er formelt og því finn ég ekki þessi áhrif af því,“ útskýrir María Krista. Inntaka á kollageni er rétt eins og að taka inn D-vítamín vegna sólarleysis. „Eftir 25 ára aldur minnkar fram- leiðsla kollagens í líkamanum. Því þarf annað hvort að neyta töluvert meira af fiski, drekka beinasoð eða taka það hreinlega inn í formi bæti- efnis ef þörf krefur. Það er svo val hvers og eins, eins og að taka víta- mínin sín,“ upplýsir María Krista sem notar líka kollagen í matar- gerð og bakstur. „Það er hægt að setja kollagen í ótrúlegasta mat. Ég bakaði til dæmis bolludagsbollur úr kollageni og notaði MCT-olíu í glassúrinn svo það eru senni- lega hollustu bolludagsbollur sem finnast. Ég hef líka notað kollagen í kalda frappa, pönnukökur, kleinu- hringi, chia-grauta og boost og það hentar einmitt mjög vel í bakstur.“ Lífið er núna; ekki seinna Undanfarin ár hefur María Krista rekið verslunina Systur og maka í félagi við Kötlu, systur sína. „Verslunin verður áfram í Síðu- múla 21 en ég ætla að draga mig úr rekstrinum á sjálfri búðinni. Katla systir og merkið hennar Volcano Design verður meira áberandi og svo munu einhverjar vörur frá mér haldast inni en ég stefni á að nota vefverslun meira og sinna matar- stússinu, námskeiðum og ömmu- barninu betur,“ upplýsir María Krista. Hún segir Kamillu hjá kakó.is hafa komið með góða útskýringu mála. „Kamilla taldi að ég væri með alltof marga krana í gangi í einu og að ef ég vildi ekki skrúfa fyrir einhverja þeirra yrði flæðið lélegt í öllum og það er staðreynd. Ég vil frekar taka að mér færri verkefni og gera þau vel en að segja já við öllu og rétt ná að sinna þeim 50 prósent. KristaDesign.is verður að vef- verslun og ég mun áfram vera með besta úrvalið af gjafavöru þar inni. Lífið er núna. Ekki seinna.“ Í nýju vefversluninni býður María Krista uppskriftaspjöld til kaups sem og möppur undir spjöldin og í vor bætast við Kristu- Design-vörurnar. „Ég held líka áfram með nám- skeiðið Lífsstíll til framtíðar sem ég setti á laggirnar í fyrra og hlaut frábærar viðtökur. Nú er ég búin að fylla öll námskeið í janúar og þetta er í raun kynning á mataræðinu LKL og ketó, hver ávinningur þess er að taka út sykur og drasl og svo fer ég yfir hráefni, uppskriftir, gef fólki að smakka lágkolvetna- bakstur og mat og svara öllum þeim spurningum sem brenna á þeim sem eru að taka fyrstu sporin í átt að bættri heilsu. Mér finnst hrikalega gaman að hitta hresst fólk og þetta endar yfirleitt eins og saumaklúbbur, kjams yfir matnum mínum og ánægjustunur sem gleðja mig óskaplega mikið,“ segir ástríðukokkurinn María Krista sem veit upp á hár hvað ætti alltaf að vera til í eldhúsinu til að seðja svanga maga með girnilegum og hollum krásum. „Það er smjör og aftur smjör, hnetur, möndlur, og góð sætuefni ef maður vill sætindi. Ég á alltaf rifinn ost, skinku og möndlumjöl ef ég vil útbúa mér sveitta vöfflusamloku.“ Þegar kemur að uppáhalds- sætindum til að seðja sykurlöngun- ina svara María Krista: „Ég elska að gera kókoskúlur sem eru hálfgerðar fitubombur og á til í frysti. Pekanpæ er í uppáhaldi og allt sem inniheldur sítrónur. Ann- ars er ég alltaf að gera eitthvað nýtt og kannski á ég eftir að finna mitt uppáhaldsnammi,“ segir María Krista og gefur hér uppskriftir af Bulletproof-kakóinu góða og dásamlegum chia-búðingi, og hvort tveggja inniheldur kollagen. Fylgstu með á mariakrista.com. Chia-búðingur, grunnur fyrir fjóra skammta: 40g Sukrin Melis 500 ml ósæt möndlumjólk 70g chia fræ 1 msk. kakóduft frá Nóa Síríus 4 mæliskeiðar Feel Iceland kollagen Blandið öllu í skál og pískið vel í nokkrar mínútur. Geymið blönduna í ísskáp í lokuðu íláti í sólarhring. Hrærið upp í grautnum daginn eftir og deilið í skálar. Æðislegt borið fram með rist- uðum kókosflögum, rjómaslettu og jarðarberjum. Léttur og góður morgunmatur, í hádegi og eftir matinn. Bulletproof kakó með Feel Iceland kollageni 1 risastór kaffibolli 2 mæliskeiðar kollagen frá Feel Iceland. 1 msk. Mct-olía frá Now 1 msk. saltlaust smjör eða Ghee 3-4 dropar Now stevía með french vanilla 1 msk. heilagt kakó frá kako.is Setjið í blandara, þeytið og njótið. Feel Iceland fæst meðal annars í Lyfju, Heilsuhúsinu, Lyf og heilsu, Fjarðarkaup, Apótekaranum, Frí- höfninni og Jurtaapótekinu. Chia-búðingur með kollageni er ljúffengur hvenær dagsins sem er. María Krista drekkur Feel Iceland kollagen í Bulletproof-kakóbolla. María Krista notar Feel Iceland kollagen í bakstur, drykki og matargerð með gómsætum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . JA N ÚA R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.