Fréttablaðið - 14.01.2020, Qupperneq 17
Steinþóra segir að sem barn og unglingur hafi hún ekki hreyft sig skipulega eða
verið að að taka þátt í íþróttum.
„Þegar ég varð eldri keypti ég mér
einstaka árskort sem lágu ónotuð
ofan í skúffu. Ég var að kljást við
verki í baki í mörg ár og fleiri kvilla
vegna hreyfingarskorts,“ segir
hún. „Maðurinn minn var alltaf í
formi og reyndi að draga mig með
í gönguferðir og fjallgöngur sem
sjaldan tókst. Hann var duglegur
að hlaupa og reyndi á hverju ári að
draga mig með í Reykjavíkurmara-
þon, sem gekk bara alls ekki.“
Árið 2012 tók Steinþóra þá
ákvörðun, of þung að eigin mati,
og verkjuð að taka þátt í átta vikna
æfingaplani sem nefnist „upp úr
sófanum og í 5 km“ sem hún fékk
óvænt upp í hendurnar. „Ég og
vinkona mín byrjuðum að ganga
og hlaupa milli ljósastaura. Sam-
kvæmt þessu plani átti að minnka
gönguna og lengja hlaupin. Þegar
komið var í viku 4 var þetta svo
erfitt að við endurtókum hverja
viku mörgum sinnum. Þannig
gekk þetta í átta mánuði í stað 8
vikna, en hafðist að lokum en því
miður þurfti vinkonan að hætta
vegna bílslyss og nú voru góð ráð
dýr. Ég skráði mig því í hlaupahóp
í hverfinu. Það hafði svona dásam-
lega hvetjandi áhrif að síðan þá hef
ég hlaupið þrjú maraþon, nokkuð
mörg hálfmaraþon, eitt ultramara-
þon og stefni á annað.
Hlaupafélagar eru svo hvetjandi
að ég er núna að hlaupa með
Hlaupahópi Breiðabliks tvisvar
til þrisvar í viku en þar að auki
er ég að hjóla með hjólreiðadeild
Breiðabliks og ég mæti í styrkt-
aræfingar hjá frábærum þjálfara
í Sporthúsinu tvisvar í viku. Ég er
47 ára og öll þessi hreyfing er að
sjálfsögðu að segja aðeins til sín, ég
finn alveg fyrir því að liðirnir eru
ekki 20 ára,“ segir hún.
„Liðaktín Forte frá Gula Mið-
anum er ný og kraftmikil blanda
virkra efna sem vinna
að bættri liðheilsu
og hámarks árangri.
Þessi blanda inni-
heldur glúkósamín,
kondrótín, MSM,
túrmerik og C-víta-
mín en saman eru
þessi efni öflug
hjálp fyrir þá sem
þjást af liðverkjum
og brjóskeyðingu.
Glúkósamín,
kondrótín og MSM
eru einstaklega
gott teymi þegar
kemur að verkja-
stillingu, viðhaldi
og uppbyggingu á
brjóski og vefjum.
Rannsóknir
hafa sýnt fram
á að blanda
glúkósamíns,
kondrótíns og
MSM dregur úr
óþægindum og
verkjum, dregur
úr bólgu og auki
hreyfigetu.
Eins virðist
blandan mögu-
lega draga úr
frekara niður-
broti á brjóski í
liðum. Túrmerik
er andoxandi
og hafa rannsóknir sýnt að það
virðist geta dregið úr bólgum í
líkamanum. C-vítamín er andox-
unarefni sem eykur bæði myndun
kollagens og virðast beinbrot gróa
hraðar við inntöku þess,“ upp-
lýsir hún og bætir við. „Fulla ferð
áfram í leik og starfi með Gula
miðanum.“
Ráðlögð inntaka: 3 töflur á dag,
með mat. Töflustærðin er þægileg
til inntöku. Búast má við merkjan-
legum árangri eftir 1-3 mánuði.
Betri liðheilsa og hámarks árangur
Steinþóra Þórisdóttir hlaupari hefur prófað Liðaktín með góðum árangri en Liðaktín Forte er
kraftmikil blanda virkra efna sem vinna að bættri liðheilsu og dregur úr bólgum og verkjum.
Steinþóra
Þórisdóttir hefur
fundið fyrir lið-
verkjum vegna
mikillar hreyf-
ingar.FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Mælingar á útvíkkun á sjá-öldrum fólks getur gefið til kynna hvort það heyri
eða ekki. Hefðbundin heyrnar-
próf krefjast þess að manneskjan
sem prófuð er lyfti upp hönd eða
ýti á takka þegar hún heyrir hljóð.
Út frá því geta sérfræðingar skorið
úr um hversu vel hún heyrir
ákveðna tíðni.
Það gefur augaleið að slík próf
henta ekki fólki sem ekki getur
gefið til kynna með einhverju
merki að það heyri hljóðin. Eins
og til dæmis ungabörn eða fólk
sem hlotið hefur einhvers konar
heilaskaða. Hópur sérfræðinga
við taugavísindadeild háskólans í
Oregon hafa fundið upp aðferð til
að mæla heyrn þessara einstakl-
inga. Sérfræðingarnir höfðu tekið
eftir því að sjáöldrin á uglum
víkka þegar þær greina hljóð.
Þeir gáfu sér það því í þessari
nýju rannsókn að það sama ætti
við um mannfólk. Sérstök tækni
var notuð til að skoða augasteina
rúmlega 30 fullorðinna mann-
eskja sem voru að meðaltali 24
ára gamlar og ekki með heyrnar-
skerðingu.
Notast var við innrauða mynda-
vél til að fylgjast með augastein-
um þátttakenda á meðan þeir
tóku heyrnarpróf. Þátttakend-
urnir áttu að ýta á hnapp ef þeir
heyrðu hljóð og áttu á sama tíma
að horfa á tölvuskjá. Punktur
birtist á skjánum og honum fylgdi
svo hljóð eftir mislangan tíma.
Þátttakendurnir gátu því ekki
giskað á hvenær hljóðið myndi
heyrast. Þegar punkturinn breytt-
ist í spurningarmerki áttu þátt-
takendur að láta vita hvort þeir
hefðu heyrt hljóðin eða ekki.
Rannsakendur fylgdust með
augasteinum þátttakenda í að
minnsta kosti eina sekúndu fyrir
hljóðið og tvær sekúndur eftir
hljóðið. Þeir útilokuðu stækkun
á augasteinum sem gæti verið
af leiðing af heilastarfseminni sem
fer í það að þurfa að ýta á takka
eftir skipun. Niðurstaðan varð sú
að útvíkkun á augasteinum þátt-
takenda hófst eftir um fjórðung af
sekúndu eftir að hljóðið heyrðist.
Útvíkkunin var jafn áreiðanlegt
merki um að þátttakendur hefðu
heyrt hljóð og það þegar þeir ýttu
á takka.
Hægt er að mæla heyrnina
með því að horfa á augun
Ný rannsókn leiðir í ljós nýstárlega aðferð við að
mæla heyrn fólks sem ekki getur nýtt sér hefðbundin
heyrnarpróf. Prófið mælir útvíkkun á sjáöldrum.
Liðaktin Forte frá
Gula miðanum.
Liðaktín Forte fæst í
f lestum apótekum,
heilsuvöruverslunum og
heilsuhillum matvöru-
verslana.
Rannsóknirnar sýna nýja mögulega leið til að mæla heyrn ungbarna og ann-
arra sem ekki geta tekið hefðbundin heyrnarpróf. NORDICPHOTOS/GETTY
Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á miðvikudögum
Vettvangur
viðskiptafrétta
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 4 . JA N ÚA R 2 0 2 0