Fréttablaðið - 31.01.2020, Side 8

Fréttablaðið - 31.01.2020, Side 8
Um er að ræða annars vegar einstaklings­ framboð vegna sjö sæta í aðalstjórn til tveggja ára, tveggja sæta í aðalstjórn til eins árs og þriggja sæta varamanna til eins árs. Skrifleg meðmæli 15 félagsmanna VR þarf vegna einstaklingsframboðs til stjórnar. Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista Uppstillinganefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 360 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Frambjóðendum er bent á www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegri upplýsingar birtar um framboð til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. 31. janúar 2020 Kjörstjórn VR VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is Vilt þú starfa í forystu VR? Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn VR eftir einstaklingsframboðum í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. Framboðsfrestur er til kl. 12.00 á hádegi, mánudaginn 10. febrúar 2020. Læknir í Víetnam hlúir að konu sem greindist með veiruna þar í landi. HEILBRIGÐISMÁL Fjöldi smitaðra af kórónaveirunni, sem á uppruna í Whuhan- borg í Kína, er nú að verða sá sami og fjöldi þeirra sem smituð- ust af HABL-veirunni í byrjun aldar- innar. Alls er búið að staðfesta tæp- lega átta þúsund smit og 170 manns hafa látist af völdum veirunnar. Áhrifa veirunnar gætir víða um heim en í gær var rúmlega sjö þús- und farþegum skemmtiferðaskips meinað að fara frá borði á Ítalíu meðan gengið var úr skugga um að tveir farþegar væru ekki smitaðir. Rússland hefur lokað landamærum sínum við Kína og nokkur flugfélög hafa fellt niður flug til Kína. Í Kína er búið að loka á samgöngur milli nokkurra borga og hefur verið hætt við ýmsar fjöldasamkomur, þá er búið að blása af alla knattspyrnu- leiki í landinu. Flest smit eru í Kína en þau hafa einnig komið upp í Taívan, Taílandi, Ástralíu, Malasíu, Singapúr, Frakk- landi, Japan, Suður-Kóreu, Banda- ríkjunum, Víetnam, Kanada, Nepal, Filippseyjum, Srí-Lanka, Kamb- ódíu, Indlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Þýskalandi og Finnlandi. Enginn hefur greinst með veiruna hér á landi en Heilsugæslan biður þá sem telja sig hafa einkenni hennar að leita ekki beint á heilsugæslu heldur hringja og leita ráðlegginga. Það er gert til að draga úr smithættu. Á vef Heilsugæslunnar er greint frá því að helstu einkenni kórónaveir- unnar séu hiti, hósti, beinverkir og öndunarerfiðleikar og að einkenn- unum geti svipað til inflúensuein- kenna. Þá er fólki ráðlagt að huga vel að handþvotti og spritta hendur sínar. Staðfest hefur verið að veiran smitast milli manna og að einstakl- ingar geti verið sýktir af veirunni í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Á þessu tíma- bili geti smit þó borist á milli fólks. Aðal smitleið kórónaveirunnar er snerti smit en smit getur einnig borist manna á milli með hósta eða hnerra en þó aðeins í mikilli nálægð við smitaðan einstakling, innan tveggja metra. Sóttvarnalæknir segir handþvott og notkun á spritti helstu leiðina til verndunar gegn smiti. „Hugsan- lega notkun á hönskum sem vernda, grímur kannski í einstaka tilfellum en það er ekki stóri þátturinn í þessu.“ arib@frettabladid.is birnadrofn@frettabladid.is Áhrifa kórónaveirunnar gætir víða Tæplega átta þúsund manns hafa smitast af kórónaveirunni og 170 hafa látist. Veiran hefur borist til fjölmargra landa og áhrifin eru margvísleg. Ekkert tilfelli hefur greinst hér á landi og hefur fólk verið hvatt til að huga vel að handþvotti og að spritta hendur sínar. Hafist var handa við byggingu nýs sjúkrahúss í Wuhan í síðustu viku. Áætlað er að sjúkrahúsið verði tilbúið 3. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Aðalsmitleið kóróna­ veirunnar er snertismit. Fólk er hvatt til að huga vel að handþvotti og spritta hendur sínar. 3 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.