Fréttablaðið - 31.01.2020, Síða 18

Fréttablaðið - 31.01.2020, Síða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Regína Ósk viðurkennir að það hafi verið svolítið áfall að detta svona snemma úr keppni. „Ég var ekki tilbúin til þess og hefði viljað halda áfram,“ segir hún. „Það var mikil áskorun fyrir mig að taka þátt í þessari keppni, aðeins að fara út úr þægindaramm- anum og gera eitthvað nýtt. Þegar mér var boðið að vera með var ég í ákveðinni lægð þannig að það kom á hárréttum tíma. Mig langaði til að gera eitthvað sem ég hafði ekki gert áður. Þar fyrir utan vissi ég að þetta myndi gera líkama mínum gott. Ég var einmitt á þessum tíma- punkti að byrja að taka heilsuna í gegn og vissi að dansinn myndi hafa góð áhrif. Þetta var lærdóms- rík upplifun og auðgaði líf mitt. Ég hef aldrei fengið önnur eins viðbrögð frá ókunnugu fólki eftir að við duttum út. Sumir komu til okkar Max og lýstu yfir reiði og og ósanngirni yfir þessum úrslitum.“ Regína vissi ekki í upphafi hver yrði dansherrann en var að vonum ánægð þegar það kom í ljós. Hún kannaðist við Max þar sem hann hafði dansað í sýningum sem hún tók þátt í, til dæmis Freddie Mercury sýningu og á Fiskideg- inum á Dalvík. „Mér leist vel á Max enda góður kennari og yndislegur maður. Við hittumst fyrst í septem- ber en hann byrjaði á því að kenna mér grunnatriði. Dansinn varð strax hluti af lífi mínu og ég fann að það var einmitt hann sem vantaði í líf mitt. Það var þess vegna nett áfall að detta svona fljótt úr keppni,“ segir hún. 17 kíló farin síðasta árið Regína segist aldrei áður hafa lært samkvæmisdansa þótt hún hafi farið á alls kyns dansnámskeið, eins og Bollywood, magadans og þess háttar. „Mér fannst geggjað frá a-ö að læra samkvæmisdansa. Það tekur auðvitað tíma að læra dans, hann krefst mikillar ein- beitingar og þjálfunar. Ég gleymdi mér alveg í honum, þetta var svo skemmtilegt. Dansinn var góður skóli. Ég tók hann alla leið, fór í ræktina meðfram enda fann ég fljótt mun á liðleika og styrk auk þess sem kílóin hrundu. Ég var í þjálfun hjá Yesmine Olsson og ætla sko ekki að hætta hjá henni,“ segir Regína sem hefur misst 17 kíló á undanförnum mánuðum. „Maður verður heltekinn af þessu enda ákvað ég frá byrjun að taka mig í gegn fyrir sjálfa mig. Nú hreyfi ég mig á hverjum degi. Hreyfingin og breyttur lífsstíll gerir manni gott andlega og líkamlega.“ Alltaf umkringd börnum Regína á þrjú börn á aldrinum 5, 10 og 17 ára en hún er gift Sigursveini Þór Árnasyni tónlistarmanni. „Börnin eru á ólíkum aldri með ólíkar þarfir og það er aldrei logn- molla í kringum mig,“ segir hún. Regína er reyndar alltaf í kringum börn þar sem hún kennir þeim að syngja í Söngskóla Maríu. Þar hefur hún kennt í sautján ár jafnt börnum sem fullorðnum og finnst einstaklega skemmtilegt. Margar frábærar söngkonur hafa stigið sín fyrstu skref í skólanum og má þar nefna Jóhönnu Guðrúnu, Ragn- heiði Gröndal og fleiri. „Mæður barna sem koma í skólann hafa oft verið þar sjálfar svo þetta gengur kynslóð eftir kynslóð.“ Regína er ekki bara með börnum í söngskólanum því hún sér um sunnudagaskóla í Lindakirkju í Kópavogi og hefur einstaklega gaman af því starfi. „Ég hef starfað í kirkjunni í tvö ár bæði með sunnudagaskólann og foreldra- morgna. Auk þess syng ég mikið í kirkjunni, var töluvert í messum um jólin,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvort hún ætli kannski í guðfræði, svarar hún: „Sú hug- mynd hefur alveg komið upp hjá mér svo ég segi bara hver veit? Mér finnst ótrúlega gaman að vinna í kirkjunni, þar er frábært starfs- fólk,“ segir Regína og telur það ekkert eftir sér að mæta snemma á sunnudagsmorgnum í kirkjuna, jafnvel þótt hún hafi sungið lengi kvöldinu áður. „Ég er A-manneskja og vakna alltaf snemma.“ Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Regína Ósk sér um sunnudagaskóla og foreldramorgna í Lindakirkju í Kópa- vogi. Hún þvertekur ekki fyrir að hana langi í guðfræði enda finnst henni kirkjustarfið skemmtilegt og vera með börnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Max og Regína voru glæsilegt par á dans- gólfinu. Þau verða ekki með í úrslitunum í kvöld. Einstök tilþrif á dansgólfinu. Regína Ósk ætlar að stofna danshóp nokkurra para og halda áfram að dansa samkvæmisdansa, Max ætlar að hjálpa til. Dansinn var tekinn alla leið þó ekki kæmi hann þeim í úrslit. Framhald af forsíðu ➛ Stofnar dansklúbb Regína segist ekki vera mikið fyrir matseld. Eiginmaðurinn sér frekar um þá hlið á heimilinu. „Mér finnst skemmtilegra að stússast í f lestu öðru,“ viðurkennir hún. „Eiginmaðurinn er sem betur fer góður kokkur. Ég fer í búðina og hann eldar,“ segir Regína Ósk en eiginmaðurinn verður brátt rifinn út á dansgólfið þar sem hún hefur sett saman hóp para sem ætla í danstíma. „Ég vil ekki hætta að dansa. Hef verið vængbrotin eftir að ég hætti í þáttunum þannig að ég varð bara að taka málin í mínar eigin hendur. Auður Haralds dans- kennari ætlar að vera okkur innan handar og Max kemur örugg- lega eitthvað líka. Þetta verður skemmtilegt.“ Nýtt lag í febrúar Það er líka alltaf nóg að gera í söngnum hjá Regínu Ósk. Hún er að gefa út nýtt lag í febrúar með eigin texta. „Ég er að leggja loka- hönd á lagið en þetta er fyrsta lagið mitt á plötu í þó nokkurn tíma. Stefnan er að taka upp aðeins meira. Ég var dugleg við þetta fyrir nokkrum árum en hef slegið slöku við,“ segir hún en Regína hefur gefið út fimm sólóplötur: „Regína Ósk“ árið 2005, „Í djúpum dal“ árið 2006, „Ef væri ég …“ árið 2007, „Reg- ína Ósk um gleðileg jól“ árið 2010 auk plötu með Eurobandinu, „This is my life“ árið 2008 og barnaplötu árið 2014, „Leiddu mig litla hendi“. Auk þess hefur hún sungið inn á tugi platna með öðrum. Regína Ósk hefur farið fjórum sinnum í Eurovision, þrisvar sem bakrödd og einu sinni með Friðriki Ómari og Eurobandinu. Hún segist ekki hafa haft áhuga á að senda lag inn í keppnina að þessu sinni. „Það verður að koma eitthvað alveg sér- stakt lag upp í hendurnar á mér ef ég fer aftur,“ segir hún. Regína kemur víða við í söngn- um, syngur við alls konar tilefni, þorrablót, árshátíðir, brúðkaup, afmæli, jarðarfarir og hvað eina. Auk þess sem hún hefur komið fram á fjölmörgum sýningum sem Rigg setur upp víða um landið. Þá mun hún fagna fimmtugsafmæli skærustu poppstjörnu landsins, Páls Óskars, á tónleikum hans í Háskólabíói 13. og 14. mars næst- komandi. Ég er að leggja lokahönd á lagið en þetta er fyrsta lagið mitt á plötu í þó nokk- urn tíma. Stefnan er að taka upp aðeins meira. Ég var dugleg við þetta fyrir nokkrum árum en hef slegið slöku við. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.