Fréttablaðið - 31.01.2020, Page 22

Fréttablaðið - 31.01.2020, Page 22
er talsverður áhugi á að nýta vind- orku hér á landi nú þegar kostn- aður þeirrar tækni hefur lækkað,“ segir Ketill. „Fyrir um áratug reisti Landsvirkjun líka tvær vindmyllur fyrir ofan Búrfell og reynslan af rekstri þeirra hefur til þessa verið góð.“ Ketill segir sérstöðu Zephyr vera margvíslega. Fyrirtækið vilji f lýta sér hægt og leggi mikla áherslu á sem breiðasta sátt um hvert verkefni. „Zephyr samanstendur af mjög þéttu teymi fólks með góða þekkingu og reynslu af vindorku og það mun efalítið reynast upp- byggingu Zephyr Iceland vel,“ segir Ketill. „Reynslan af verkefnum Zephyr í Noregi sýnir að þar hefur tekist vel til í samskiptum bæði við landeigendur og nágranna verk- efnanna. Enda er algjört grund- vallaratriði að fólkið sem býr í nágrenni verkefnanna sé sátt við framkvæmdirnar og að þær skili nærsamfélaginu sem mestu.“ Sérlega hagkvæmt á Íslandi „Nú erum við að byrja að setja upp fyrsta vindmælingamastrið og mögulega verður svo annað sett upp næsta sumar eða í haust,“ segir Ketill. „Svo er fjórði áfangi ramma- áætlunar að fara af stað núna, sem þýðir að það er hægt að byrja verk- efni innan hennar. Og vindorka er hagkvæm og endurnýjanleg orka sem er sérlega áhugaverð fyrir Ísland. Það getur nefnilega verið hagkvæmt fyrir kerfi sem byggir að stórum hluta á vatnsafli með miðlun, líkt og Ísland gerir, að bæta vindmyllum við kerfið. Með slíku samspili vatnsafls og vindafls er mögulegt að fá betri nýtingu úr kerfinu og auka tekjur af núverandi vatnsaflskerfi,“ segir Ketill. „Íslenska raforkukerfið er heldur ekki stórt og því sérlega mikilvægt Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í virkjun vindsins í mörgum löndum og meðal annars í Noregi, enda hefur hagkvæmni vindorku aukist mikið á síðustu árum. Nú er vindorka orðin svo hagkvæm að hún er á mörgum svæðum orðin ódýrasta tegund nýrrar raforku- framleiðslu. Hér á Íslandi eru vindaðstæður víða með því sem best gerist í heiminum og vindorka því vafalítið samkeppnishæf á íslenskum raforkumarkaði. Það er því tímabært að vindurinn verði virkjaður hér á landi. „Vindorkufyrirtækið Zephyr Iceland var stofnað síðla árs 2018 og á næstu misserum og árum hyggst fyrirtækið ráðast í umtals- verðar rannsóknir á íslenskum vindi með það að markmiði að reisa vindmyllugarð eða vind- myllugarða á Íslandi,“ segir Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Zephyr er brautryðjandi í nýtingu vindorku í Noregi Zephyr Iceland er í meirihlutaeigu næststærsta vindorkufyrirtækis- ins í Noregi, sem heitir Zephyr. Einungis ríkisfyrirtækið Statkraft er umsvifameira í vindorkunni í Noregi. Zephyr er í eigu þriggja norskra vatnsaflsfyrirtækja, sem öll eru í eigu norskra sveitarfélaga og fylkja og er Zephyr því 100% í opinberri eigu. „Zephyr hefur verið brautryðj- andi í nýtingu á norskri vindorku og er eitt reynslumesta vindorku- fyrirtækið þar í landi,“ segir Ketill. „Vindmyllugarðar Zephyr í Noregi eru nú alls um 600 MW og brátt bætast um 200 MW við á fjalllend- inu upp af vesturströnd landsins. Til samanburðar má nefna að allt uppsett rafafl HS Orku er um eða innan við 200 MW og hjá Orku- veitu Reykjavíkur er aflið um 450 MW.“ Tvö stærstu vindorkuverkefni Zephyr til þessa eru bygging 160 MW vindmyllugarðs við Tellenes og nú er verið að byggja annan á Guleslettene sem verður um 200 MW,“ segir Ketill. „Google kaupir alla raforkuna frá Tellenes næstu 12 árin og öll raforkan frá Gule-slet- tene hefur verið seld til Alcoa með langtímasamningi. Zephyr hefur öðlast gríðarlega reynslu af öllu því sem viðkemur vindorku og undir- búningi, fjármögnun, byggingu og rekstri vindmyllugarða.“ Sérfræðingar í undirbúningi, fjármögnun og rekstri Að sögn Ketils er það ekki skilyrði í rekstri Zephyr að fyrirtækið eigi vindmyllugarðana sem fyrir- tækið reisir. „Í dag eru það einkum elstu verkefnin sem Zephyr hefur eignarhald á. Sökum þess hversu þau gengu vel vakti Zephyr athygli bandaríska fjárfestingasjóðsins Black Rock, sem er einn stærsti fjárfestingasjóður í heimi, með um sex þúsund milljarða Banda- ríkjadollara í eignastýringu,“ segir Ketill. „Zephyr hefur nú selt tvo nýjustu vindmyllugarðana til Black Rock, sem hefur gert langtímasamning við Zephyr um rekstur þeirra. Hvaða viðskipta- módel hentar Íslandi best á eftir að koma í ljós, en það gæti til að mynda verið áhugavert að þróa og byggja vindmyllugarð fyrir eitt- hvert af rótgrónu íslensku raforku- fyrirtækjunum.“ Ábyrgt og áreiðanlegt „Opinbera eignarhaldið á Zephyr er vafalítið einn þáttur í því hversu mjög fyrirtækið hefur varfærni að leiðarljósi og leitast við að forðast áhættu. Þá er mikil áhersla lögð á samfélagslegt gildi verkefna og gott samstarf við heimafólk,“ útskýrir Ketill. „Það eru eðlilega fleiri fyrirtæki að skoða vindorku á Íslandi og hafa byrjað vindmælingar, enda Tellenes-vindmyllugarðurinn er nálægt vesturstönd Noregs, í nágrenni Stavanger. Google kaupir alla raforkuna sem er framleidd þar. Þessa mynd tók Ketill í Tellenes-vindmyllugarðinum í skammdeginu í desember síðastliðnum. Nánast allt vatns- afl með miðlun á Íslandi er í eigu Lands- virkjunar svo það fyrir- tæki ræður mjög miklu um það hvort eða hversu mikil vindorka verður nýtt hér á land. Verkefni Zephyr í Noregi n Mehuken-vindmyllugarður- inn 25 MW (2010 og stækkun 2015). n Midtfjellet-vindmyllugarður- inn 110 MW (2013). n Tellenes-vindmyllugarðurinn 160 MW (2017). n Kvitfjell og Raudfjell-vind- myllugarðurinn 280 MW (Ze- phyr rekstraraðili síðan 2019). n Guleslettene vindmyllugarð- urinn 200 MW (rís sumarið 2020). að forðast að byggja of stórar virkj- anir sem gætu skapað offramboð. Þess vegna er lítil fjárhagsleg skyn- semi í því að byggja til að mynda stórar vatnsaflsvirkjanir, því það er svo mikil viðbót í einu,“ segir Ketill. „En vindorka er þess eðlis að þar er hægt að bæta við afar hógværu afli í áföngum á sama eða á sitt hvoru svæðinu. Þannig er til dæmis hægt að stefna að 150 MW en byrja bara með 30 MW og svo er hægt að bæta við eftir þörfum í nokkrum áföngum. Þannig er unnt að skapa hógværan vöxt í fram- boði, samhliða hógværum vexti í eftirspurn eftir rafmagni.“ Skýra þarf regluverkið „Vindmyllugarðar eru annars eðlis en vatnsaflsvirkjun með miðlunar- lón þar sem miðlunin er notuð til að tryggja stöðuga og jafna fram- leiðslu. Vindmyllugarðar eru eðli- lega háðir því að vindar blási,“ segir Ketill. „Til að tryggja megi stöðugt framboð frá vindorkufyrirtæki þarf traustan aðgang að jöfnunar- afli eða varaafli. Það er vara sem til að mynda gengur kaupum og sölu á opnum og skilvirkum raforku- markaði í Skandinavíu, en hér á landi erum við á ókortlögðu landi hvað þetta varðar. Við vitum sem sagt ekki hver kostnaðurinn af þessu afli verður, en það skiptir miklu fyrir vindorkuframleiðslu. Nánast allt vatnsafl með miðlun á Íslandi er í eigu Landsvirkjunar svo það fyrirtæki ræður mjög miklu um það hvort eða hversu mikil vindorka verður nýtt hér á landi. Það þarf að verða skýrar hvernig viðskiptum með slíkt afl verður háttað hér á landi. Og það mun örugglega brátt skýrast, enda hagkvæmt bæði fyrir vindorku- framleiðendur og vatnsaflsfyrir- tækið,“ segir Ketill. Það er líka ennþá óvissa um hvort eða með hvaða hætti vind- orka fari undir rammaáætlun. En það er verið að skoða þau mál af hálfu stjórnvalda og þetta mun eflaust skýrast f ljótlega,“ segir Ketill. „Regluverkið þarf einfald- lega að vera skýrt. Það er líka mögulegt að það séu einhver atriði sem sveitarfélög vilja fá skýrari leiðbeiningar um frá stjórnvöld- um, til dæmis hver fjarlægðin á að vera frá byggð. En það þarf ekki að vera neitt f lókið að skýra allan þennan lagaramma, það þarf bara að ganga í það.“ Mikilvægar mælingar „Vindmælingamastrið sem við erum að setja upp á Mosfellsheiði er nauðsynlegur þáttur í undir- búningi svona verkefna,“ segir Ket- ill. „Við erum með nokkuð góðar upplýsingar um vindaðstæður þarna, sem og á öðrum stöðum sem við erum að skoða. En rétt eins og þekkja þarf rennsli vatnsfalls og breytingar á því við undirbúning vatnsaflsvirkjunar, þarf að mæla vindinn af nákvæmni í að minnsta kosti heilt ár til að fá nákvæmar upplýsingar um orkuna. Svona mælingamöstur eru nokkuð há eða um 80 metrar. Enda þarf að mæla vindinn í svipaðri hæð eins og þeirri sem spaðarnir væru að snúast í. Það eru líklega mjög fá ef þá nokkur dæmi um að vindur hafi verið mældur í svo mikilli hæð á Íslandi fyrr en nú á allra síðustu misserum,“ segir Ketill. „Þetta eru sérhæfð mæli- tæki sem mæla vindstyrk, stefnu, úrkomu, hitastig og margt fleira. Það er norskt fyrirtæki með mikla reynslu af svona mælingum, sem sér um mælingarnar fyrir okkur.“ Vindmyllugarður á Íslandi innan nokkurra ára „Raforkan sem fæst úr vindorku er ýmist seld beint til tiltekinna notenda eða til milliliða sem selja rafmagnið áfram, til dæmis til raforkufyrirtækja sem sjá þannig tækifæri til að auka markaðshlut- deild sína,“ segir Ketill. „Við von- umst til að geta boðið Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum raforku frá íslenskum vindi á hagstæðu verði innan nokkurra ára. Ef allt gengur að óskum gætu vindmyllugarðar verið komnir í starfsemi eftir um það bil fimm ár. Um leið er mikilvægt að hafa í huga að orkuverkefni geta reynst mjög tímafrek í undirbúningi og ýmis lagaleg óvissuatriði geta tafið þau. Vindmyllugarðar hafa aftur á móti þá sérstöðu að þegar öll leyfi eru í höfn er unnt að reisa vind- myllurnar á skömmum tíma. Og það er full ástæða til bjartsýni um að verkefnin gangi vel,“ segir Ketill Sigurjónsson. 2 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RORKA ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.