Fréttablaðið - 31.01.2020, Side 24

Fréttablaðið - 31.01.2020, Side 24
Við hjá Landsneti höfum sett okkur stefnu þar sem sérstak- lega er greint frá því að við ætlum að lágmarka umhverfisáhrif í rekstri fyrirtækisins. Gnýr Guðmundsson, yfir-maður greininga og áætlana í raforkukerfinu hjá Lands- neti, segir að Íslendingar standi frammi fyrir frábæru tækifæri til að skipta yfir í innlenda endur- nýjanlega orkugjafa. „Þannig náum við að spara gjaldeyri og einnig að auka orku- öryggi landsins með því að gera okkur minna háð innfluttri olíu og öðru eldsneyti,“ segir hann. „Með orkuskiptunum er miðað að því að minnka losun og standa við Parísarsamkomulagið. Jafn- vel gera enn betur og gera Ísland kolefnalaust árið 2050 eins og stjórnvöld vilja.“ Gnýr segir að orkuskiptin snúist ekki bara um að rafvæða fólksbíla heldur sé málið mun viðameira en það. „Bara á síðasta ári var fjórð- ungur seldra bíla á Íslandi raf bílar eða tengiltvinnbílar. Þetta er að gerast hratt. En við eigum eftir að rafvæða sendibíla, vörubíla, rútur og vinnuvélar. Það verður líklega ekki bara rafvæðing heldur bland- aðar lausnir. Það er mikið talað um að fjöldi vetnisbíla eigi eftir að koma á markað en þeir eru í raun rafmagnsbílar. Vetnið er búið til með rafmagni og því breytt aftur í rafmagn í bílunum. Vetnið er bara orkuberi, eins konar millistig.“ Að sögn Gnýs eru orku- og veitu- fyrirtækin tilbúin fyrir raf bíla- væðingu. „Að sjálfsögðu eykst álag á kerfin en fyrirtækin gera öll ráð fyrir því í sínum uppbyggingar- áætlunum og eru að uppfæra sín kerfi, bæði dreifikerfin, f lutnings- kerfin og eins framleiðslu á orku.“ Getum hætt að flytja inn jarðefnaeldsneyti Gnýr segir aftur á móti að ef við ætlum að vera metnaðarfyllri hér á landi sé alveg hægt að taka orku- skiptin alla leið. „Ef markmiðið er sett á kolefnislaust Ísland árið 2050 þá erum við að tala um alla haftengda starfsemi, skip, mögu- lega flugvélar og allan pakkann. Þá getum við nánast alveg hætt að flytja inn jarðefnaeldsneyti. Við erum í alveg frábærri stöðu hérna á Íslandi til þess að gera það.“ Þessar breytingar kalla á aukið afhendingaröryggi í raforku- kerfinu að sögn Gnýs. „Það þarf að vera miklu betra en það er í dag ef við ætlum að stóla á rafmagn sem frumorkugjafann okkar. Það má ekki skapast ástand eins og skapaðist á landinu í vetur. Hús úti á landi eru víða eingöngu hituð með rafmagni og ef það verður rafmagnslaust í marga daga þá kólna þau niður eins og gerðist í desember. Það þýðir að við erum ekki að ná að viðhalda þessum orkuskiptum sem nú þegar eru orðin. Það þarf að setja fókusinn á að laga þessa innviði og byggja kerfin upp svo hægt sé að stóla á þau.“ Gnýr nefnir einnig að ef farið verður út í frekari orkuskipti, til dæmis að búa til eldsneyti eins og vetni og fljótandi eldsneyti, þá verði orkuþörfin meiri. „Ef við ætlum að nota vetni til að knýja farartæki þá þurfum við þrisvar sinnum meira rafmagn heldur en ef við notum rafmagnið beint. Það verður því meiri þörf fyrir orku. Sú orka mun mjög líklega koma að einhverju leyti frá vindorku og eins nýjum virkjunum. Ef við ætlum að nýta þessi tækifæri sem best þá skiptir öllu máli að raf- orkukerfin séu í lagi. Að þau hafi næga flutningsgetu, að skilvirknin sé góð og að landshlutar séu sam- tengdir.“ Gnýr segir að lokum að það sé mikilvægt að huga að framtíðinni „Við megum ekki loka á mögu- leikann á að skipta yfir í okkar eigin innlendu endurnýjanlegu orkugjafa. Við þurfum að hugsa um hvernig þetta verður eftir 10, 15 eða 20 ár. Afhendingaröryggið er mikilvægt en við þurfum líka að hugsa um hvar við ætlum að fram- leiða þessa orku og hvernig við ætlum að koma henni á milli staða á sem hagkvæmastan hátt.“ Raforkumál eru umhverfismál Engilráð Ósk Einarsdóttir, verk- efnastjóri gæðamála og samfélags- ábyrgðar hjá Landsneti, segir að raforkumál séu umhverfismál og að öflugt f lutningskerfi fyrir raforku sé forsenda sjálf bærni og umhverfisvænnar orkunýtingar. „Með því að styrkja flutnings- kerfið sjálft drögum við úr ákveðinni orkusóun og aukum þannig nýtingu á endurnýjanlegri orkuauðlind þjóðarinnar. Þannig gerum við samfélaginu kleift að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir raforku,“ segir hún. Landsnet hefur unnið að ýmsum verkefnum til að stuðla að orkuskiptum og fékk meðal annars umhverfisverðlaun Sam- taka atvinnulífsins árið 2017 fyrir framtak ársins á sviði loftslags- mála fyrir verkefnið Snjallnet á Austurlandi. „Við hjá Landsneti höfum sett okkur stefnu þar sem sérstaklega er greint frá því að við ætlum að lágmarka umhverfisáhrif í rekstri fyrirtækisins. Við erum að huga að samfélaginu með sjálf bærni að leiðarljósi,“ segir Engilráð. Landsnet hefur sett sér samfélags- ábyrgðarstefnu og umhverfis- stefnu og markmið til næstu ára um hvaða verkefni verður unnið að. „Helsta verkefnið okkar í umhverfismálum er að verða kolefnishlutlaust félag árið 2030,“ segir Engilráð. „Við erum með öflugt umbóta- starf sem er ein af undirstöðum framfara í umhverfismálum. Við reynum stöðugt að gera betur í dag en í gær og nýta lærdóm af þeim verkefnum sem við erum að vinna að í næstu verkefni.“ Greina árlega frá kolefnisspori sínu Fyrirtækið er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi en með því er umhverfismálum gert ennþá hærra undir höfði og stuðlað að markmiðum fyrirtækisins í þeim málum. „14001 ISO umhverfisstjórn- unarstaðall er alþjóðlegur og setur ramma um hvernig við getum starfað á árangursríkan og skilvirkan hátt. Með staðlinum höfum við náð að kortleggja helstu áhættuþætti sem tengjast umhverfismálum fyrirtækisins og greina mikilvæga umhverfisþætti sem við þurfum að huga að í starf- semi félagsins. Má þá helst nefna umhverfisrask vegna verkefna, loftslagsmál og umhverfisóhöpp, útskýrir Engilráð. Landsnet er eitt þeirra fyrir- tækja sem skrifuðu undir Parísar- sáttmálann og þar af leiðandi greinir fyrirtækið árlega frá kolefnisspori sínu í ársskýrslu. „Við erum búin að greina starf- semina eftir umfangi og skiptum henni í beina losun við rekstur fyrirtækisins og óbeina losun. Los- unarbókhald Landsnets er nokkuð frábrugðið öðrum fyrirtækjum, sem dæmi má nefna að við notum SF6 gas sem einangrunarmiðil í raf búnaði í tengivirki og er fylgst með leka á búnaði með mæli- tækjum. Varaafl kemur líka inn í losunarbókhaldið. Það var í sögulegu lágmarki 2018 en eftir óveðrið í desember má gera ráð fyrir mikilli losun vegna keyrslu á því. Flutningstöp eru skráð sem óbein losun og er einn stærsti losunarþáttur í bókhaldinu með SF6 gasinu. Það tapast rúmlega 2% af þeirri raforku sem er sett inn í kerfið á leiðinni til notenda, vegna viðnáms í raflínunum og spennu í raforkuflutningskerfinu. Við þurfum samkvæmt raforkulögum að útvega rafmagn fyrir það sem tapast,“ útskýrir Engilráð og bætir við að SF6 gas og flutningstöp séu þeir losunarþættir sem valda mestri losun í starfsemi félags- ins en töpin hafi farið vaxandi á undanförnum árum af því að kerfið er það lestað. Engilráð segir að lokum að Landsnet sé bæði með árlegar áætlanir um hvernig mögulegt sé að minnka losunina en það þurfi líka að huga að langtímaáætlun fyrir næstu 10 ár um hvernig á að ná kolefnishlutleysi. „Með því að styrkja flutnings- kerfið mun það leiða til ábyrgari meðferðar orkunnar og betri orkunýtingar og þar af leiðandi minnkar kolefnissporið okkar hjá Landsneti og samfélaginu í heild.“ Mikilvægt að hugsa um framtíðina Landsnet gerir sér grein fyrir mikilvægi umhverfisvænna lausna. Fyrirtækið hefur ákveðið að verða kolefnishlutlaust árið 2030 og er með skýra stefnu um hvernig á að ná því markmiði. Engilráð Ósk Einarsdóttir og Gnýr Guð- mundsson hjá Landsneti segja mikil- vægt að huga að umhverfinu og nota endur- nýjanlega orku. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 4 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RORKA ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.