Fréttablaðið - 31.01.2020, Side 26
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða | Gagnheiði 35 | 800 Selfossi
Sími 480 8500 / 860 2054 | raekto@raekto.is | raekto.is
Jarðborar á ferðinni
Vantar vatn
eða varma?
Borum eftir heitu og köldu vatni, varmadæluholur, rannsóknar-
holur, metangasholur og sjóholur. Allt frá grunnum holum til
djúpra og grannra til víðra.
Erum með borverkefni í gangi víðsvegar um landið og mætum
óskum verkkaupa um boranir hvar sem er.
Endilega hað samband ef ykkur vantar holu.
Áratuga reynsla við jarðboranir.
Ég er 29 ára Kópavogsbúi sem hefur áhuga á að takast á við brýn umhverfisvanda-
mál samtímans. Til þessa hefur
háskólanám mitt verið í Banda-
ríkjunum þar sem ég kláraði
bakkalárs próf í umhverfis- og
jarðvísindum frá Furman-háskóla
í Suður-Karólínu og meistara-
próf í umhverfisstjórnsýslu frá
Columbia-háskóla í New York.“
Þróar sjálfbærnivísa
„Ég náði að nýta mér það að vera
ágæt í golfi til að fá tækifæri til
að læra við flotta skóla í Banda-
ríkjunum og er núna doktorsnemi
í umhverfis- og auðlindafræði
við Háskóla Íslands að rannsaka
sjálfbæra orkuþróun. Um tíma
vann ég hjá Umhverfisstofnun
sem sérfræðingur í úrgangsmálum
þar sem ég stýrði meðal annars
vitundarvakningarherferð gegn
matarsóun.“
Ingunn hefur löngum haft áhuga
á þessum mikilvæga málaflokki.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á orkumálum, sérstaklega í ljósi
þess hversu stóran sess þau skipa
í íslensku samfélagi. Mér fannst
ég hafa góðan grunn í umhverfis-
málum og stefnumótun en vanta
frekari þekkingu á orkumálum.
Þá var ekki verra að viðfangs-
efnið yrði íslenska orkukerfið sem
stendur einstaklega vel í alþjóð-
legum samanburði að mörgu leyti.
Þessi doktorsrannsókn hefur leitt
mig lengra út í félagsvísindi en ég
bjóst við sem hefur verið lærdóms-
ríkt,“ skýrir hún frá.
„Meginmarkmið rannsóknar-
innar er að þróa sjálfbærnivísa
fyrir íslenska orkukerfið. Sjálf-
bærni vísar eru í rauninni mæli-
kvarðar á árangur í átt að sjálf-
bærri orkuþróun eða sjálfbærri
orkuframtíð. Fyrsta skrefið var því
að skilgreina hvað sjálfbær orku-
þróun á Íslandi fæli í sér sem ég
Mikilvægt að við deilum þekkingu
Ingunn Gunnarsdóttir nam við virta háskóla í Bandaríkjunum þar sem golfhæfileikar henn-
ar komu sér vel. Hún vinnur nú að doktorsrannsókn í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ.
Ingunn Gunn-
arsdóttir,
doktorsnemi í
umhverfis- og
auðlindafræði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
gerði með samtali við hagsmuna-
aðila. Í kjölfarið hef ég þróað sjálf-
bærnivísa sem endurspegla þær
áskoranir sem íslenska orkukerfið
stendur frammi fyrir.“
Þá bendir Ingunn á samspil
umhverfis- og þróunarmála. „Á
alþjóðavísu er mest áríðandi að ná
sjöunda heimsmarkmiði Samein-
uðu þjóðanna um að tryggja öllum
aðgang að öruggri og sjálfbærri
orku á viðráðanlegu verði. Aðgengi
að orku er grundvöllur fyrir sam-
félagslegri og efnahagslegri þróun
og bættum lífsgæðum. Því spilar
orka stórt hlutverk í því að takast á
við þróunarvandamál heimsins.“
Tækifæri og áskoranir
Ingunn segir Ísland búa yfir mikilli
sérstöðu í þessum málaflokki. „Í
rauninni mætti segja að Ísland sé
með eitt sjálfbærasta orkukerfi
í heiminum vegna hás hlutfalls
endur nýjanlegra orkugjafa í því
sem er kallað frumorkunotkun. Við
erum rík af náttúru- og orkuauð-
lindum sem hafa gefið okkur sér-
stöðu í þessum málaflokki og því er
mikilvægt að við deilum þekkingu
okkar með þeim sem eru eftirbátar
okkar, að því marki sem auðið er.“
Viðfangsefnið er hvorki einfalt
né auðvelt. „Við stöndum samt
frammi fyrir ýmsum áskorunum.
Má þar helst nefna orkuskipti í
samgöngum og sjávarútvegi. Með
orkuskiptum má minnka losun en
einnig myndi orkuöryggi aukast
þar sem við þyrftum ekki að reiða
okkur á innflutt jarðefnaeldsneyti.
Sömu framsýni þarf og var sýnd við
hitaveituvæðingu á sínum tíma til
að leitast við að losna við það sem
enn er notað af jarðefnaeldsneyti.
Hversu flott væri að geta sagt að
Ísland sé að öllu leyti knúið af inn-
lendri og endurnýjanlegri orku?“
Gera þurfi betur á mörgum
sviðum. „Hlutfall endurnýjanlegra
orkugjafa í frumorkunotkun okkar
hefur minnkað á undanförnum
árum, aðallega vegna aukningar
í flugi, sem er alfarið rekið á jarð-
efnaeldsneyti. Þetta er slæm þróun.
Aðrar áskoranir sem mætti nefna er
styrking flutnings- og dreifikerfis
fyrir raforku. Óveðrin undanfarið
hafa sýnt greinilega fram á þörf
þess. Einnig finnst mér varhugavert
hversu hátt hlutfall stóriðjan hefur í
raforkunotkun landsins. Mér finnst
fullmörg egg í þeirri körfu.“
6 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RORKA ÍSLANDS