Fréttablaðið - 10.12.2019, Síða 1

Fréttablaðið - 10.12.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 8 8 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is Glæsileiki 3990 EITT VERÐ - ALLAR STÆRÐIR KR.STK OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN FÓTBOLTI Í gær bárust fréttir af því að barna- og unglingaráð knatt- spyrnudeildar FH hefði fyrr í vik- unni sagt sig frá öllum trúnaðar- störfum fyrir knattspyrnudeildina eftir að stjórn deildarinnar tók pening af reikningum sem ráðið vildi ekki lána. Viðar Halldórsson, formaður FH, segir að enginn peningur hafi verið tekinn. „Þetta var lán, það var ekki verið að taka neina peninga. En þau sem voru í barna- og unglinga- ráðinu vildu ekki lána peninginn. Það var ágreiningur um upphæðir. Smáar í mínum huga í félagi sem hefur fjárstreymi upp á einn og hálfan milljarð,“ segir Viðar. Fjár- mál FH hafa verið töluvert í fréttum að undanförnu. – bb / sjá síðu 14 Fengu milljónir að láni frá börnum í FH DÓMSMÁL Íslenskur karlmaður og unnusta hans, kona frá Perú, hlutu hvort um sig sex mánaða skilorðs- bundinn dóm í Héraðsdómi Reykja- víkur í síðustu viku fyrir milligöngu um vændi. Rannsókn málsins hjá lögreglu var mjög umfangsmikil og voru ákærðu meðal annars undir grun um mansal sem er mun alvarlegra brot og getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Var parið látið sæta þungum rannsóknarráðstöfunum meðan á rannsókninni stóð. Voru þau bæði úrskurðuð í gæsluvarð- hald og látin sæta einangrun um tveggja vikna skeið. Þrjár húsleitir voru framkvæmdar vegna málsins auk þess sem lögregla hafði áður fengið heimild til símhlustunar. Mikið magn gagna var lagt fram við fyrirtöku málsins í gær og mun töluverður hluti þeirra vera eftir- ritanir úr símhlustunum. Þá hafa Fá skilorð fyrir milligöngu um vændi Par hlaut skilorðsbundinn sex mánaða dóm fyrir milligöngu um vændi í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Verjandi parsins gagnrýnir lögreglu og dómsvald fyrir að hafa farið offari í rannsóknaraðgerðum og fyrir mannorðsmorð í fjölmiðlum. Steinbergur Finnbogason, lögmaður. verið teknar skýrslur fyrir dómi af vændiskonunum þremur en tvær þeirra eru farnar af landi brott. Þegar til kom var parið hins vegar eingöngu ákært fyrir hagnýtingu vændis með því að hafa frá lokum september og fram yfir miðjan nóv- ember 2017 í sameiningu stuðlað að og haft viðurværi sitt og atvinnu af vændisstarfsemi sem þrjár útlendar konur stunduðu hér á landi. „Þetta er enn eitt dæmið um hvernig lögreglan leyfir sér að fara offari í rannsóknum sínum með góðu fulltingi héraðsdóms. Það var aldrei um mansal að ræða og margra vikna gæsluvarðhald þess- ara tveggja einstaklinga er hreinn fantaskapur,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi parsins, og bætir við: „Mannorðsmorðið í fjöl- miðlum er svo önnur saga. Það var reitt hátt til höggs en dómurinn talar sínu máli um að allt of langt var gengið í rannsóknarferlinu.“ – aá Sjá nánar á frettabladid.is Það var napurt bæði fyrir hesta og menn á Hjaltadal í austanverðum Skagafirði þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti þar leið um í gær. Í dag er spáð aftakaveðri víða á landinu. Verst verður veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra þar sem búist er við norðan stórhríð, ofsaveðri eða fárviðri. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK NÁTTÚRUVERND Samkvæmt nýjum tillögum Garðabæjar mun golfvöllur GKG stækka inn á 15 hektara af skóg- ræktarlandi í Smalaholti. Skógrækt- arfélag bæjarins mótmælir harðlega þessum tillögum og segir bæinn hafa lítið samráð haft við félagið. „Þetta er mikið notaður útivistar- skógur, ekki aðeins fyrir Garðbæinga heldur landsmenn alla,“ segir Krist- rún Sigurðardóttir, formaður félags- ins. Garðabær fékk landið af ríkinu og ríkisspítölunum fyrir 30 árum til að rækta skóg. – khg / sjá síðu 2 Skógi fórnað fyrir golfvöll Kristrún Sigurðardóttir, formaður Skóg- ræktarfélags Garðabæjar,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.