Fréttablaðið - 10.12.2019, Side 6

Fréttablaðið - 10.12.2019, Side 6
Ef byggja á rekstur miðhálendisþjóð- garðs á þjónustugjöldum þarf að koma til massatúr- ismi inn á allt hálendið, en það hlýtur að stangast verulega á við markmið í umhverfis- og loftslags- málum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar Þarna er verið að ganga verulega inn á eignarrétt landeigenda með því að skauta fram hjá dýptarreglunni. Erla Friðriksdóttir, eigandi sjávarjarða í Breiðafirði SKIPULAGSMÁL Sveitarstjórn Blá- skógabyggðar segist alfarið leggj- ast gegn stofnun þjóðgarðs á mið- hálendinu eins og boðað er með frumvarpi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. „Ítrekað er að samráð um það hvort yfirhöfuð skuli stofna þjóð- garð á miðhálendinu hefur aldrei farið fram og því ekki tímabært að leggja fram frumvarp um að stofna skuli slíkan þjóðgarð. Að mörgu leyti eru það sporin sem hræða, auk þess sem sveitarstjórn telur að inn- grip í skipulagsvald sveitarfélagsins verði of mikið og aðkoma þess að stjórnun á þeim svæðum sem liggja innan marka sveitarfélagsins verði ekki nægjanleg,“ segir sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það er mat sveitarstjórnar að fullyrðingar um verulegar tekjur af rekstri þjóðgarðs eigi helst við þar sem aðgengi að þjóðgarði er gott allt árið, þar sem eru fjölsóttir ferðamannastaðir (massatúrismi), þar sem samgöngur eru greiðar við höfuðborgarsvæðið og þar sem svæðin liggja nærri þjóðvegi 1,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar. Þá kveður sveitarstjórn það þver- sögn að þjóðgarður eigi að fela í sér mikla þjóðhagslega hagkvæmni á grundvelli þess að um ákveðið vörumerki verði að ræða sem laði að sér ferðamenn, á sama tíma og eitt af meginmarkmiðunum sé að vernda náttúru og víðerni og sinna umhverfis- og loftslagsmálum. „Ef byggja á rekstur miðhálendis- þjóðgarðs á þjónustugjöldum þarf að koma til massatúrismi inn á allt hálendið, en það hlýtur að stangast verulega á við markmið í umhverf- is- og loftslagsmálum,“ segir sveitar- stjórnin. Aðgengi almennings að svæðum á miðhálendinu takmark- ist meðal annars með aukinni gjald- töku. „Þar að auki mun skattfé lands- manna að hluta verða nýtt til að reka garðinn, en til þessa hafa almenn félög og samtök íbúa lagt verulegt f jármagn til gróður- verndar og uppgræðslu, merkinga og þjónustu við þá sem um svæðið fara. Viðbúið er að breyting verði á aðkomu slíkra aðila að fjármögnun verkefna sem koma til með að heyra alfarið undir ríkisstofnun,“ bendir sveitarstjórnin á. „Mikið verk er óunnið varðandi til dæmis samráð og samkomulag við sveitarfélög og hagsmunaaðila, svo sem hvað varð- ar mörk þjóðgarðs, fyrirkomulag skipulagsmála, stjórnfyrirkomu- lag og heimildir til hefðbundinna nytja.“ gar@frettabladid.is Segja samráðsleysi um miðhálendisþjóðgarð Stofnun þjóðgarðs mun takmarka aðgengi að svæðum á miðhálendinu meðal annars vegna aukinnar gjaldtöku, segir sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Frum- varp umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarðinn sé ekki tímabært. Svæði líkt og við Kjalveg þar sem illfærir vegir eru opnir aðeins nokkrar vikur á ári hafa afar takmarkaða möguleika til öflunar tekna segir sveitarstjórn Bláskógabyggðar í bókun vegna frumvarps umhverfisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BOSE NC 700 ÞRÁÐLAUS HEYRNARTÓL • Allt að 20 klst. rafhlöðuending • Google Assistant • Útiloka umhverfishljóð 7942970100 7942970300 7942970400 52.895 EÐA 4.967 KR. Í 12 MÁNUÐI Á 0% VÖXTUM - ALLS 59.606 KR. - ÁHK 24.15% ný vara heyrnartólin á elko.is þú færð öll bestu land allt sendum um SAMFÉLAG „Þetta bara bjargar jól- unum,“ segir Ragnheiður Soffía Georgsdóttir, sem vann 50 þúsund króna gjafakort í Bónus í Facebook- leik Fréttablaðsins. Hátt í tvö þúsund manns tóku þátt í leiknum og dregið var úr þátttakendum síðastliðinn fimmtudag. „Ég er einstæð með tvö börn og öryrki, og þess vegna mun þetta nýt- ast okkur einstaklega vel,“ segir hún. Ragnheiður segist verja jólunum með fjölskyldunni á heimili systur sinnar en mun sjálf bjóða heim á áramótun- um. „Ég er búinn að panta partíkjöt í matinn,“ segir Gabríel Erik, sonur Ragnheiðar, en þau mæðgin litu við á skrifstofu Fréttablaðsins við Kalk- ofnsveg síðdegis í gær til þess að vitja vinningsins. „Hann á við hamborgar- hrygg. Við köllum það partíkjöt því þessi matur er bara í boði í veislum,“ segir Ragnheiður hlæjandi. Gabríel fagnar átta ára afmæli sínu í dag og þau mæðgin undirstrika hversu vel gjafakortið mun koma sér, bæði fyrir afmælið og hátíðirnar. – sks Einstæð móðir segir vinninginn bjarga jólunum Vinningshafinn Ragnheiður Soffí a með syninum Gabríel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL „Þarna er verið að ganga verulega inn á eignarrétt landeigenda með því að skauta fram hjá dýptarreglunni,“ segir Erla Friðriksdóttir, eigandi sjávarjarða í Breiðafirði. Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á lögum um þjóðlendur er miðað við að landamerki sjávarjarða séu 115 metra frá landi. Eigendur sjávarjarða telja að þarna sé verið að breyta lögum frá árinu 1281 sem kveða á um að landamerki megi einnig miða við 6,88 metra dýpt frá landi og skerj- um. Samtök eigenda sjávarjarða, SES, hafa sent inn umsögn þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við breytingarnar. „Í uppsiglingu er bótalaus eigna- upptaka af hálfu ríkisins, sem er með öllu óheimil og kemur sérlega illa við landeigendur sjávarjarða, sérstaklega í og við Breiðafjörð, þar sem munur á f lóði og fjöru getur verið allt að 6 metrar þegar stór- streymt er og mælt frá þeirri fjöru út á 6,88 metra dýpi,“ segir í umsögn SES. Ekki er rætt um dýptarregluna í frumvarpinu. Telja frumvarp fela í sér bótalausa eignaupptöku Erla segir að breytingarnar geti haft áhrif á núgildandi netlög. „Í mörgum, en ekki öllum tilfellum, missir landeigandinn rétt sam- kvæmt netlögum og þá er öðrum heimilt að stunda þar veiðar,“ segir Erla. Getur þetta haft áhrif á stór svæði. „Þetta myndi líklega hafa mest áhrif í innanverðum Breiða- firðinum, þar er grunnt og mikill munur á f lóði og fjöru.“ – ab 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.