Fréttablaðið - 10.12.2019, Blaðsíða 20
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Í stað þess að forðast fínu veislurnar væri kannski sniðugt að borða aðeins minna og fara
færri ferðir að jólahlaðborðinu.
Einnig er ágætt ráð að borða léttari
mat á milli veislnanna. Veljið
frekar kalkún af jólaborðinu, roast
beef eða annað magurt kjöt. Einn-
ig er fínt að fá sér graflax og síld.
Setjið ríkulega af grænmeti á disk-
inn og ávexti ef þeir eru til staðar.
Það er fínt að velja rósakál, súrkál
eða rauðkál. Einnig hrásalat ef það
býðst. Núna er tími fyrir klem-
entínur og það má borða mikið af
þeim, sömuleiðis góðu jólaeplin.
Eftir góða jólaveislu er fínt
að fara í göngutúr og brenna
nokkrum hitaeiningum í leiðinni.
Mörgum finnst þeir melta betur
þungan mat með því að fara í röska
göngu. Jólamatur getur verið bæði
saltur og feitur sem er ekki gott í
magann. Borðaðu hollan og góðan
morgunmat sama dag og þú ert að
fara á jólahlaðborð. Alls ekki spara
að borða þann daginn því ekki er
gott að koma mikið hungraður í
veislusal þar sem borðin svigna
undan kræsingunum.
Ef fólk vill varast að borða of
mikið er sniðugt að velja lítinn
disk. Þá er minni hætta á að hlaða
of miklu á diskinn og borða yfir
sig. Takið ykkur góðan tíma til
að borða og þá verður meltingin
betri. Það þarf enginn að stressa
sig yfir jólamatnum og það má
taka hlé á milli ferða. Athugið að
jólaglögg, jólabjór og léttvín er
ríkt af kaloríum. Drekkið mikið af
vatni eða sódavatni með áfenginu.
Sparið sæta eftirrétti.
Á milli þess sem farið er í jóla-
veislur þar sem mikill matur er á
borðum er ágætt að borða léttan
mat. Hafið fisk oft í viku, borðið
mikið af ávöxtum og hnetur í
millimál. Aðventan er auðvitað
til að njóta góðs matar en líka
til að eiga skemmtilegar stundir
með fjölskyldunni, til dæmis fara
í göngutúr og skoða jólaljósin hjá
nágrönnunum eða í miðbænum.
Ef maður reynir að koma til mót-
vægis við feitan mat með göngu-
túrum verður samviskan betri
og kílóin hrannast síður upp á
vigtinni. Hér eru tvær uppskriftir
af hollu góðgæti.
Nokkur góð ráð fyrir léttari jól
Desember er óneitanlega mánuður þegar fólk leyfir sér meira en venjulega í mat og drykk.
Jólaveislur eru margar og það getur verið erfitt að halda jafnvægi á vigtinni. En hvað er til ráða?
Kalkúnn er
hollur og fitu-
lítill matur sem
er góður kostur
á jólum.
NORDICPHOTOS/
GETTY
Konfekt með döðlum og kókos.
Pistasíukaramellur
með chilli og hunangi
Uppskriftin gefur 20 karamellur
og hver og ein er 85 hitaeiningar
200 g ósaltaðar pistasíuhnetur
6 msk. púðursykur
4 msk. hunang
2 tsk. chilli-duft
½ tsk. cayennepipar
Grófhakkið pistasíurnar og ristið
þær síðan á þurri pönnu. Bætið
púðursykri við og látið bráðna en
bætið þá við hunangi og kryddi.
Látið malla í 2-3 mínútur þar til
blandan þykknar en hellið þá á
bökunarpappír og kælið. Skerið í
bita.
Konfekt með
döðlum og hnetum
Um það bil 35 kúlur
85 hitaeiningar hver kúla
100 g ósaltaðar kasjúhnetur
70 g heslihnetur
13 döðlur
3 msk. kakó
1 tsk. vanillusykur
50 g kókosmjöl
1 tsk. kanill
Setjið heslihnetur í ofnskúffu í
140°C heitan ofn í 15-20 mínútur.
Fjarlægið húðina af hnetunum.
Fjarlægið steininn úr döðlunum.
Setjið döðlur, hnetur, kakó og
vanillusykur í matvinnsluvél og
hrærið þar til að úr verði þykkt
deig. Vætið hendurnar og mótið
kúlur og veltið þeim síðan upp úr
kókosmjöli sem kanill hefur verið
hrærður saman við.
Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra
barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu
fyrir unglinga til að keppa um Íslensku
barnabókaverðlaunin 2020.
Skilafrestur er til og með 10. janúar.
Allar upplýsingar á www.forlagid.is
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R