Fréttablaðið - 10.12.2019, Side 25
Heilkornabrauð er hollur kostur.
NORDICPHOTOS/GETTY
Það er heilsufarslegur ávinn-ingur af því að auka neyslu á heilkornabrauði og heil-
kornavörum. Rannsóknir benda
til að neysla á grófu kornmeti dragi
úr líkum á hjarta- og æðasjúk-
dómum og áunninni sykursýki.
Grófa kornmetið veitir auk þess
meiri mettunartilfinningu og fyll-
ingu og hjálpar þannig til við að
halda þyngdinni innan eðlilegra
marka. Að auki hefur lengi verið
vitað að trefjaríkar vörur hafa
góð áhrif á meltinguna og benda
rannsóknir til að neysla trefjaríkra
vara úr jurtaríkinu dragi úr líkum
á krabbameini í ristli.
Æskilegt er að landsmenn
borði meira af grófum heilkorna-
brauðum og heilkornavörum til
að stuðla að bættri heilsu. Talað er
um heilkornavörur þegar allt sem
var upphaf lega í korninu er enn
til staðar og ekkert hefur verið
sigtað frá eftir mölun. Heilkorna-
vörur geta því ýmist innihaldið
heil og ómöluð korn eða fínmalað
mjöl og eru þá enn öll næringar-
efni kornsins til staðar; vítamín,
steinefni, trefjar, andoxunarefni
og plöntusterólar.
Heimild: Embætti landlæknis
Heilkornavörur
fyrir betri heilsu
Þá er runninn upp tími flensu, kvefs og annarra veikinda. Það þarf vart að fjölyrða
um mikilvægi þess að klæða sig
vel, þvo hendurnar oft vandlega
og nota sótthreinsigel, en það er
ýmislegt annað sem ágætt er að
hafa í huga.
n Haltu þig í hæfilegri fjarlægð frá
fólki sem er hóstandi eða hnerr
andi. Sýklar eru fljótir að berast
langar leiðir með þessum máta.
n Ekki fikta í andlitinu á þér. Þú
veist aldrei hvaða sýkla þú
kemst í snertingu við, bara með
því að taka í hurðarhún eða
kveikja á ljósi, svo eitthvað sé
nefnt.
n Slakaðu á. Streita getur haft
hræðileg áhrif á heilsuna og
er talin veikja ónæmiskerfið.
Rannsóknir hafa til dæmis sýnt
að streita dragi úr myndun mót
efna hjá fólki sem fær flensu
sprautu.
Þrjú góð ráð
gegn veikindum
Norðmenn keyra til Svíþjóðar til að
fara í vínbúð og kaupa ódýrara vín.
Áfengisgjöld eru mjög há í Noregi en þar í landi eru miklar áhyggjur af auknum
áfengiskaupum frá Svíþjóð þar
sem gjöld eru lægri og áfengið
ódýrara. Þessi landamæravið-
skipti hafa aukist um rúm 15
prósent á síðustu tólf mánuðum.
Bent er á að Danir hafi brugðist
við slíkum áfengiskaupum þegar
þeim fór að blöskra áfengiskaup
frá Þýskalandi. Rætt er um að
Norðmenn tapi háum fjárhæðum
vegna áfengiskaupa í Svíþjóð. Þá
hefur lýðheilsustofnun áhyggjur
af því að ekki sé hægt að vita
hversu mikils víns Norðmenn
neyta þar sem engin stjórn er á
sölunni. Áfengisgjöld í Danmörku
og Svíþjóð eru mun hóf legri en
í Noregi. Þá segja bjórframleið-
endur að áfengisgjöldin skerði
mjög samkeppni þeirra við önnur
lönd, að því er kemur fram í
Dagbladet. no. Talið er að níu af
hverjum tíu viðskiptavinum í vín-
búðinni í Strömstad í Svíþjóð séu
Norðmenn enda liggur bærinn
nálægt landamærunum.
Samkvæmt nýrri norskri
rannsókn drekka þrír af hverjum
fjórum fullorðnum alkóhól um
helgar. Þá kemur fram að karlar
drekka meira en konur. Um 60
prósent aðspurðra drekka áfengi
einn dag um helgar en um 30 pró-
sent sögðust drekka tvo daga um
helgar. Karlmenn drekka frekar
bjór á meðan konur fá sér léttvín.
Tapa miklu á háu áfengisgjaldi
Y F I R F A N N H V Í T A J Ö R Ð
J Ó L A T Ó N L E I K A R Í H Ö R P U
13. D E S E M B E R
Pálmi
Gunnarsson
tix.is/palmi
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 11 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9