Fréttablaðið - 10.12.2019, Page 36

Fréttablaðið - 10.12.2019, Page 36
11. des. mið. kl. 20:00 Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er aðalræðumaður kvöldsins og les úr bók sinni Um tímann og vatnið. Fram koma: Tríóið Fjarkar, Sönghópurinn við Tjörnina, Hljómsveitin Mantra ásamt Gunnari Gunnarssyni og barnakór Fríkirkjunnar undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina. 15. des. sun. kl. 14:00 Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Stundin hefst með samveru í kirkjunni. Síðan verður haldið upp í safnaðarheimili þar sem verður sungið og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir alla. 22. des. sun. kl. 14:00 Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknar- félags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins. 24. des. þri. kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadagskvöldi. Þóra Einarsdóttir sópran syngur einsöng. Sönghópurinn við Tjörnina ásamt strengjakvartett kirkjunnar syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina. 25. des. mið. kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni. 31. des. þri. kl. 16:00 Aftansöngur á gamlársdag. Hljómsveitin Eva ásamt Sönghópnum við Tjörnina leiða safnaðarsöng ásamt Gunnari Gunnarssyni. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina Helgihald á aðventu og jólum FRÍKIRKJAN - FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN - LOGO B3 FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Í FULLUM LITUM / TVÍLITT1 LITUR - GRÁTÓNAR 1 LITUR - STIMPLAR - GYLLING FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Veðurstofan sveif last á milli appelsínu-g u l r a og r auðr a ljósa, Vegagerðin boða r að veg u m verði lokað og hjá Landsbjörg bíður viðbúinn mann- skapurinn átekta og býr sig undir það sem gæti orðið mesti veðurofsi ársins. Dagurinn í dag er innidagur eða eins og Davíð Már Bjarnason, upp- lýsingafulltrúi Landsbjargar, orð- aði það á Fréttablaðið.is í gær þegar hann ítrekaði „þessi tilmæli sem óma hérna frá öllum aðilum um að fólk fylgist með færð á vegum og veðurspám og láti það frekar bíða að keyra á milli landshluta heldur en að vera að vaða út í einhverja óvissu“. Allur er varinn góður og spurn- ing hvort nokkur ástæða sé yfirleitt til þess að þvælast á milli húsa ef spár rætast í dag. Voðinn er nefni- lega vís þegar gustar af Kára í jöt- unmóð. Því fengu þau Helen Hunt og Bill heitinn Paxton að kynnast í hamfaramyndinni Twister sem hefur eins og efniviðurinn bara sótt í sig veðrið síðan hún geisaði í kvikmyndahúsum 1996. Hunt og Paxton leika fráskilin hjón sem hafa gert eltingaleiki við og rannsóknir á fellibyljum að ævi- starfi og þegar einn sá brjálaðasti sem sögur fara af skellur á Okla- homa finna þau á eigin skinni að hvirfilbyljir geta sameinað fólk á meðan þeir sundra öllu sem verður á vegi þeirra. Lærdómsrík mynd og áminning um að fara eftir tilmælum Veður- stofunnar í fárviðri en slík ósköp miðast við að vindhraði hafi náð 33 metrum á sekúndu sem jafngildir 64 hnútum eða 12 vindstigum af gamla skólanum. Samkvæmt Almannavörnum geta af leiðingar slíks djöfulgangs verið „mann- tjón, tjón á eignum og innviðum, búfénaði, uppskeru og umhverf- inu“. Nautgripir takast einmitt á loft í Twister þannig að heima er best í dag. toti@frettabladid.is Veðurofsabíó í rauðu útgöngubanni Veðurstofan varar við bandbrjáluðu veðri í dag og slíkt skal taka alvarlega. Réttast er að hanga bara heima og horfa á sígildar áminningar um þá miklu ógæfu sem getur fylgt því að vera á óþarfa þvælingi í ofsaveðri. Helen Hunt og Bill Paxton óhlýðnast Veðurstofunni þegar þau freista þess að komast til Oz aðra leiðina. Loftferðir til Oz (1939) Ætla má að óreglulegar áætlunarferðir frá Borgartúni, yfir regnbogann alla leið til Oz, hefjist síðdegis. Ferða- mátinn er allur hinn frumstæðasti og óþægilegur eftir því, hvorki sæti né veitingar eru í boði og heimferð er háð því að fólk eigi pantaðan tíma hjá galdrakarlinum og muni eftir að pakka rauðum rúbínskóm. Farsælla að fara hvergi og horfa frekar á hina sígildu mynd The Wizard of Oz frá 1939 en í þá daga hafði fólk ekki rænu á að loka sig frá fárviðrum. Hnattræn kulnun (2004) Leikstjórinn Roland Emmerich er mjög hamfarasinn- aður og hefur átt fyrir salti í grautinn með því að kalla alls kyns óværu yfir mannkyn; geimverur í innrásar- ham, japönsku risafurðuskepnuna Godzilla og í The Day After Tomorrow frá 2004 sýndi hann og sannaði að enginn er hann afneitunarsinninn. Sú mynd er skít- kaldur veðurhrollur en í henni snýr hann hnattrænni hlýnun upp í ofsakulnun þannig að leikararnir Dennis Quaid og Jake Gyllenhaal þurfa að stíga fram sem ólík- legir mannkynsfrelsarar og leiða þjóð sína í gegnum nýja ísöld. Brrrrr … Kæstur hákarl í kortunum (2013) Veðrið er til alls líklegt þannig að stundum taka beljur flugið, froskum rignir og í verstu tilfellunum ryksugar rokið geðstirða og tannhvassa hákarla upp úr heims- höfunum og úðar þeim yfir byggð ból og þá helst borgir þar sem Beverly Hills 90210-lúðinn Ian Ziering og Amer- ican Pie-leikkonan Tara Reid eru stödd hverju sinni. Veðurfáránleikar þeirra hófust meðsjónvarpsmynd- inni Sharknado 2013. Ómótstæðilega slæm mynd sem verður einhvern veginn heillandi á súrrealískan hátt. Enda herfur hún getið af sér svo margar og verri fram- haldsmyndir að ástandið er fyrir löngu orðið eldrautt. Íslendingar eru vanari því að það rigni eldi og brenni- steini en fátt er svo með öllu illt og gangi verstu spár eftir í dag þá rignir kannski yfir okkur makríl. Óðs manns innivera (1980) Tímamótahryllingsmyndin The Shining inniheldur ráð- lagðan dagskammt af óveðursafþreyingu auk þess sem boðskapur hennar á sjaldan betur við en þegar fólk er þvingað til inniveru vegna veðurs. Þá er nú eins gott að vera vel byrgur og við öllu búinn. Eiga nóg af snarli, snakki, mat og drykk. Vera með góðar kvikmyndir klárar og bækur, kerti, spil og aðra afþrey- ingu tiltæka. Mörg dæmi hafa sannað að einangrun og innivera geta gert fólk svo bandbrjálað af andlegum kláða og eirðarleysi að það getur orðið hættulegt sjálfum sér og öðrum. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.