Fréttablaðið - 10.12.2019, Blaðsíða 40
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000
Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf
mest lesna dagblað landsins.
ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF
FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu.
Hauks Arnar
Birgissonar
BAKÞANKAR
Dreifðu
greiðslum,
borgaðu
eftir jól
siminnpay.is
FRÍTT KAFFI
Í DESEMBER
Ég er svo saddur! Samt er ég bara búinn að fara í þrjú jólaboð. Það eru enn
tvær vikur til jóla svo ekki
verður hjá því komist að fara í
nokkur boð til viðbótar. Borða
meira f lesk. Síðustu þrjá daga
hef ég borðað pörusteik í öll
mál. Það getur ekki verið hollt
en hún er bara svo góð. Ég ræð
ekki við mig. Ég gæti aldrei
verið vegan, þó ekki væri
nema af þessari ástæðu.
Ég er þegar byrjaður að upp-
lifa kulnun í neyslu og hugsa
til þess að sjálf jólin eru eftir.
Hádegishittingar, kökuboð
og kvöldverðir. Dag eftir dag.
Hugtakið „allt er gott í hófi“
fær nýja merkingu. Hófin eru
mörg og allt sem er á veislu-
borðunum er gott.
Óhófið hefur hins vegar gert
það að verkum að mér líður
eins og fylltum kalkúni sem
á aðeins 20 mínútur eftir af
eldunartímanum. Þið vitið,
rétt áður en lokið er tekið af
ofnpottinum og hitinn settur
á 250 gráður – svona rétt til að
brúna fuglinn í lokin. Það felst
samt smá huggun í því að það
séu einungis 20 mínútur eftir.
Nú tel ég niður dagana þar
til mínar mest fyrirgefandi
skyrtur hafa snúið við mér
bakinu og ég get hafið nýtt
og betra líf um áramótin.
Kannski þarf maður, eftir allt
saman, að stunda fullkomið
óhóf yfir jólin – því annars
hefur maður enga ástæðu til
þess að strengja áramótaheit
um mannbætandi lífsstíl.
En talandi um óhóf – í guð-
anna bænum hættið að setja
myndbönd af jólatónleikum
inn á samfélagsmiðla. Nú segi
ég stopp. Upplifunin er ekki
að skila sér í gegnum símann.
Treystið mér.
Gott í hófi