Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 3

Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 9 6 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Allt frá gleraugum til gullúra Jólin eru gæðastund í góðum náttfötum Kringlan / joeboxer.is Donald Trump Bandaríkjaforseti er kominn með nóg af Demókrötum og ákæruvaldi þeirra. Þegar umræður um ákærur á hendur honum hófust í fulltrúadeildinni í gær sakaði hann þá um tilraun til valdaráns. Þótt meirihluti fulltrúadeildarinnar vilji ákæra forsetann sýna kannanir að bandaríska þjóðin er klofin í tvær hnífjafnar fylkingar í afstöðu sinni. NORDICPHOTOS/GETTY DÓMSMÁL Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur kært Helga Sigurðsson héraðsdómara til nefndar um dómarastörf. Kæran lýtur að aðfinnslum dóm- arans við þóknun sem Sveinn Andri ráðstafaði til sín sem skiptastjóra þrotabús. Fann dómarinn að því að ákvörðunin hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundar- gerð. Var Sveini Andra gert að endurgreiða þóknunina til búsins. Í kærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er því haldið fram að ákvörðun dómarans sé bæði ámælisverð og ólögmæt. Enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð né þurfi sam- þykki kröfuhafa fyrir umræddri ráðstöfun. Vísað er til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra um stuðning meirihluta kröfu- hafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Þá fylgir kærunni stað- festing endurskoðanda á að þókn- unin hafi verið endurgreidd inn á fjárvörslureikning þrotabúsins. Á skiptafundi í kjölfar endur- greiðslunnar bókaði Sveinn Andri í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna þóknun. Bókuðu fulltrúar meiri- hluta kröfuhafa stuðning við þá ráðstöfun. Sveinn Andri taldi sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans og að málið væri úr sögunni. En þegar dómarinn boðaði málsaðila til fundar þar sem ræða átti hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf. Umræddur dómari „haf i tekið á sig krók og farið langt út fyrir lagaheimildir í því skyni að taka ákvörðun sem væri verulega íþyngj- andi fyrir álitsbeiðanda“. Sveinn hafi ekki notið sannmælis; þvert á móti virðist afstaða dómarans litast af persónulegri andúð. Í kvörtun- inni fer Sveinn fram á að dómarinn verði áminntur. – ds Héraðsdómari kærður af skiptastjóra Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson krefst þess í kæru til nefndar um dómarastörf að nafngreindur dómari verði áminntur fyrir ákvörðun sem Sveinn Andri segir bæði ámælisverða og ólögmæta. Hann telur að persónulegri andúð dómarans sé um að kenna. KÖRFUBOLTI „Ég tók þetta mál strax fyrir en ég hafði í raun aldrei neinar áhyggjur af því. Ég þekki mína leik- menn það vel og auðvitað voru margir sárir og reiðir yfir þessu,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálf- ari Tindastóls í körfubolta. Körfuknattleikssambandið hefur hreinsað liðið af grun um hagræð- ingu úrslita gegn ÍR. KKÍ leitaði til fjölda aðila til að skoða leikinn og úrslitin og niðurstaðan var skýr. Ekkert óeðlilegt átti sér stað. Baldur segist hafa verið á staðn- um og þekkja sitt lið. „Það stóðst ekki á neinn hátt að þetta hefði verið í gangi og ég vissi að þetta færi frá og við yrðum í raun bara að mæta á æfingar og reyna að bæta okkur. Við getum ekki verið að fara eftir því hvað er í gangi á samfélags- miðlum.“ – bb / sjá síðu 26 Tindastóll með hreinsað nafn Sveinn Andri Sveinsson. VÍSINDI Víða um heim hafa vísindi verið fyrirferðarmikil á árinu sem er að líða. Í blaðinu í dag eru rifjaðir upp nokkrir helstu atburðir á því sviði. – ilk / sjá síðu 8 Nýjasta tækni og vísindi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.