Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2019, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.12.2019, Qupperneq 12
Ísland, Tunglið og Mars Rannsóknarteymi frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA var hér á landi í ár til að prófa vél- og hugbúnað fyrir Mars- jeppa, sem á að nota í leið- angur NASA til Mars á næsta ári. Nemendur við HR voru rannsóknar- teyminu til halds og trausts. Jeppinn var próf- aður í Lambahrauni en þar þykir aðstæð- um svipa til þeirra sem eru á Mars. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rannsóknarteymi NASA nýtir sér lands- lag Íslands í prófunum, en á sjöunda áratugnum kom hér rannsók nar- teymi ásamt geimförum í æfingum fyrir Apollo-leið- angurinn til Tunglsins. NASA stefnir einnig á að senda mann og konu til Tunglsins árið 2024 og hefur á þessu ári unnið með SpaceX og f lugvélaframleiðandanum Boeing við að byggja stærstu eldflaug allra tíma. Frá Tunglinu verður svo stefnan tekin á Mars til að stofna fyrstu nýlendu mannkyns á annarri plánetu. UPPFINNINGAR ÁRSINSVatn úr lausu lofti gripið Spáð er vatnsskorti í framtíðinni og hafa því uppfinningamenn fundið upp á ýmsu til að hreinsa vatn til að gera það drykkjarhæft. Ísraelska fyrirtækið Watergen kynnti í ár til leiks tækið Genny sem umbreytir raka í lofti í vatn þar sem sólarorka er nýtt til að keyra það áfram og þarf því ekki að tengja Genny við neitt. Nóbelsverðlaun í efnafræði John B. Goodenough, M. Stanley Whittingham og Akira Yoshino hlutu Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir þróun á litínjónaraf- hlöðum. Raf hlöðurnar eru einstakar að því leyti að þær byggja ekki á efnaskiptum sem brjóta niður rafeindir heldur byggja þær á litínjónum sem flæða á milli plús- og mínusskauts. Rafhlöðurnar geta geymt mikið rafmagn og er það framleitt úr vind- og sólarorku sem stuðlar að jarðefnaeldneytislausu samfélagi, sem Whittingham hefur unnið að því frá því á áttunda áratugnum. Til þeirra hugmynda má rekja upphaf þróunar litínjónarafhlöðunnar. Þess má geta að John B. Goodenough, sem starfaði við Texas-háskóla, er 97 ára gamall og elstur allra þeirra sem hlotið hafa Nóbelsverðlaun. Grundvallarspurningu um sögu alheimsins svarað Vísindamenn staðfestu í ár tilvist nifteindastjarna og svöruðu á sama tíma einni grundvallarspurningunni um sögu alheimsins. Hópur stjarnvísindamanna við háskóla og rann- sóknastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum fundu í fyrsta sinn sannanir fyrir því hvar þyngstu frum- efnin í lotukerfinu verða til í alheiminum. Niðurstöðurnar sýndu fram á að þung sem og létt frumefni mynduðust við árekstur nifteinda- stjarna. Meðal þeirra sem komu að rannsókninni var Kasper Elm Heintz, sem lauk doktorsprófi í stjarneðlisfræði undir leiðsögn Páls Jakobssonar frá Háskóla Íslands. Ljósmynd af svartholi Stjörnufræðingar birtu í apríl fyrstu ljósmyndina af risasvartholi í miðju M87-vetrarbrautarinnar. Verkefnið var afrakstur áratuga- langrar vinnu við að tengja saman sjónauka um alla jörð. Myndin sýnir skífu af efni í kringum myrkvaða miðju sem er skugginn af svartholinu sjálfu. Þetta kemur fullkomlega heim og saman við spár sem gerðar voru með afstæðiskenningu Einsteins. Sævar Helgi Bragason, stundum kallaður Stjörnu-Sævar, varð fyrst- ur Íslendinga til að sjá myndina. UPPFINNINGAR ÁRSINSHamborgari ómöguleikansGrænmetisborgari sem bragðast alveg eins og kjöt er nýjasta uppfinn- ing fyrirtækisins Impossible Foods. Stöðugt fleiri minnka neyslu á dýraafurðum og fyrirtæki keppast við að framleiða besta gervi-kjötið. TÆKNI- OG VÍSINDAANNÁLL 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.