Fréttablaðið - 19.12.2019, Side 14
Loftslagsváin og vatnsskortur
Síðsumars sendi Alþjóðaauðlindastofnunin frá sér alvarlega viðvörun. Ef við
höldum áfram á sömu braut mun vatnsskortur blasa við fjórðungi jarðarbúa
í sautján löndum.
Loftslagsváin, öfgar í veðurfari og breytingar á líf kerfum jarðar eru
enn og aftur stærsta viðfangsefni vísindaheimsins í ár. Vísindamenn
hvaðanæva úr heiminum hafa lengi varað yfirvöld við núverandi og
yfirvofandi krísum og krafist aðgerða.
Þrátt fyrir vonarglætu eftir undirritun Parísarsáttmálans árið
2016 hefur nýafstaðin loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna
sýnt fram á að allt of vægar aðgerðir hafa verið samþykktar og
þær þjóðir sem eru meðal verstu mengunarvalda eru alls ekki
að gera nóg til að snúa við blaðinu.
Langstærstu notendur vatns eru landbúnaðar- og matvæla-
fyrirtæki og fer langmest vatn í að rækta fóður fyrir naut-
gripi. Ef vatn væri frekar nýtt í að rækta grænmetisfæði fyrir
mannfólk væri hægt að koma í veg fyrir yfirvofandi vatns-
skort og enn væri nóg vatn eftir til að gefa öllum þeim sem
búa á uppþornuðum svæðum að drekka.
Talið er að vatn verði talsvert verðmætara í framtíðinni.
Stríð síðustu áratugi hafa snúist að miklu leyti um olíu en
því er spáð að í framtíðinni muni helstu stríð verða háð út
af vatni.
Nóbelsverðlaun í eðlisfræði
Þrír vísindamenn deildu Nóbelsverð-
launum í eðlisfræði fyrir tvær ólíkar
uppgötvanir á þessu ári. Annars
vegar hlutu þeir Michel Mayor og
Didier Queloz verðlaunin fyrir
uppgötvun á plánetu á braut um
fjarlæga stjörnu og hins vegar
hlaut James Peeble verðlaunin
fyrir kennilegar uppgötvanir á eðli
alheimsins.
Vísindamennirnir þrír deila á
milli sín verðlaunafénu sem nemur
níu milljónum sænskra króna, eða um
113 milljónum íslenskra króna.
Merkar rannsóknir
á áföllum einstaklinga
Unnur Anna Valdimarsdóttir, pró-
fessor við Lækna-
dei ld Há skól a
Íslands, er í hópi
fremstu vísinda-
manna heims á
sínu sviði. Hún
hefur lagt áherslu
á að skilja betur þátt
erfða í því af hverju sumir einstakl-
ingar missa heilsu í kjölfar áfalla á
meðan aðrir þolendur áfalla gera
það ekki.
Hún stýrði á árinu rannsókn sem
ber heitið Áfallasaga kvenna og
unnin er í samvinnu við Íslenska
erfðagreiningu. Í henni hefur þegar
komið fram að þriðjungur kvenna
hefur orðið fyrir kynferðislegri
áreitni eða ofbeldi í námi eða starfi.
Í rannsóknum hennar hefur einnig
komið fram að ótímabær dauðsföll
séu algengari meðal kvenna sem
misst hafa barn en annarra kvenna.
Á lista yfir áhrifamikla
vísindamenn
Jón Atli Benediktsson , rektor
Há skóla Ísla nd s
og prófessor í
raf mag nsverk-
fræði, og Kári
Stefánsson, for-
stjóri Íslenskrar
erfðagreiningar
og prófessor við
Læknadeild Háskóla Íslands, voru á
lista yfir áhrifamestu vísindamenn
heims sem var birtur í nóvember.
Listinn, sem unninn er á vegum
hins virta greiningarfyrirtækis
Clarivate Analytics, nær til þess
eins prósents vísindamanna innan
hverrar fræðigreinar sem mest er
vitnað til í vísindagreinum sem
birtast í alþjóðlegum
vísindatímaritum.
Jón Atli hefur
helgað sig rann-
sóknum í f jar-
könnun, mynst-
u r g r e i n i n g u ,
vél r æ nu n á m i ,
s t a f r æ n n i my n d -
vinnslu, gagnabræðslu og lífverk-
fræði. Hann hefur einkum horft
til þróunar aðferða við úrvinnslu
fjarkönnunargagna fenginna með
skynjurum frá flugvélum eða gervi-
tunglum.
Tók 32 ár að þróa flogaveikilyf
Sveinbjörn Gizurarson, prófessor
við Lyfjafræðideild
Háskóla Íslands,
hafði lengi unnið
að gerð nefúða
sem er ætlað
að takast á við
bráða flogaveiki.
F l o g a v e i k i -
lyfið var tekið til formlegrar sölu í
Bandaríkjunum á árinu. Reiknað
er með að það auki mjög lífsgæði
þeirra sem glíma við f logaveiki.
Flogaveikilyfið á rætur að rekja til
rannsókna Sveinbjörns og sam-
starfsfélaga sem hófust fyrir um 32
árum við Lyfjafræðideild Háskóla
Íslands.
Öskjusig í eldfjöllum
í tímaritinu Science
Nú undir lok árs birtist grein
eftir Freystein Sig-
mundsson, jarð-
v í s i n d a m a n n
v i ð H á s k ó l a
Íslands, í hinu
heimsfræga riti
Science þar sem
hann varpaði ljósi á
öskjusig í eldfjöllum. Ritstjóri Sci-
ence bauð Freysteini að fjalla um
þetta viðfangsefni sökum einstakr-
ar þekkingar hans á þessu sviði.
Greinin er birt til að dýpka sýn
lesenda Science á öskjusig en Frey-
steinn gerir samanburð á gosinu
á Hawaii á þessu ári og á atburða-
rásinni í Bárðarbungu og gosinu í
Holuhrauni árin 2014 til 2015.
Verðlaunaður fyrir
heimspekiskrif um eðli
vísindalegra framfara
Rannsóknir Finns Dellsén, dós-
ents í heimspeki við
Háskóla Íslands,
hafa að miklu
leyti snúist um
hvernig við öðl-
umst sk ilning
og þek kingu á
heiminum, sérstak-
lega í vísindum og með hjá lp
þeirra. Hann hefur meðal annars
sett fram og rökstutt þá kenningu
að vísindalegar framfarir felist í
því að öðlast aukinn skilning á vís-
indalegum fyrirbærum fremur en
til dæmis aukna þekkingu. Þessi
„skilningskenning“ er nú meðal
fjögurra helstu kenninga heim-
spekinnar um eðli vísindalegra
framfara. Finnur hlaut Hvatningar-
verðlaun Vísinda- og tækniráðs á
árinu 2019 þar sem hann þykir hafa
skarað fram úr og skapað væntingar
um framlag í vísindastarfi er treysti
stoðir mannlífs á Íslandi.
Fyrir samspil
lofslagsbreytinga og jökla
Guðfinna Aðalgeirsdóttir er pró-
fessor v ið Ja rð -
v í s i n d a d e i l d
Háskóla Íslands.
Jöklafræðirann-
sóknir hennar
h a f a v a k i ð
athygli, en hún
rannsakar jök la,
af komu þeirra, hvernig
þeir f læða undan eigin þunga yfir
landslagið og móta það, og hvernig
jöklar bregðast við loftslagsbreyt-
ingum í fortíð, nútíð og framtíð.
Vegna loftslags- og jöklabreytinga
breytist hraði landupplyftingar
og einnig sjávarstaða í kringum
Ísland. Á árinu var tindur á Suður-
skautslandinu nefndur í höfuðið
á Guðfinnu. Erlendir samstarfs-
menn hennar sem geta átt í basli
með nafnið Guðfinna kalla hana
gjarnan Tolly. Tindurinn heitir því
Tolly Nunatak.
Samspil skóga og
loftslagsbreytinga
Rannsóknir Brynhildar Bjarna-
dóttur, skógarvistfræðings og dós-
ents við Háskólann á Akureyri, hafa
vakið athygli. Hún hefur rannsakað
samspil skóga og
loftslagsbreytinga
og mögulegrar
nýtingar skóg-
ræktar til kol-
efnisbindingar.
B r y n h i l d u r
hef ur rannsakað
loftslagsáhrif skógræktar á fram-
ræstu mýrlendi, en samspil þessara
tveggja landnýtingaraðgerða er lítt
þekkt. Vitað er að skógur bindur
koltvísýring en framræsla á mýr-
lendi veldur losun á koltvísýringi.
Þannig hefur til að mynda umtals-
verð binding átt sér stað á koltví-
sýringi í asparskógi í framræstri
mýri á Suðurlandi.
Þróar sameindalyf fyrir
krabbamein
Rannsóknastörf Baldurs Svein-
björnssonar, pró-
fessors við lækna-
deild Háskólans í
Tromsö í Noregi
og við Krabba-
meinsspítalann í
Ósló vöktu athygli
á árinu. Líftækni-
fyrirtæki hans, Lytix Biopharma,
þróar sameindalyf með þeirri
óvenjulegu aðferð að sprauta því í
krabbameinsæxli í stað skurðað-
gerðar, geislameðferðar eða taka
inntöku taf lna. Umrætt lyf, sem
kallast LTX-315, er enn í þróun en
gæti hugsanlega komið á markað
2030.
Gott ár í íslenskum vísindum
TÆKNI- OG VÍSINDAANNÁLL
1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð