Fréttablaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.12.2019, Blaðsíða 20
Fyrsta ígræðslan í Íslending var gerð í Lund- únum árið 1970 og er sá nýrnaþegi enn í fullu fjöri og nýtir enn nýrað sem gefið var, nær 50 árum síðar. Opnunartímar Kirkjugarða Reykjavíkur um jólin Á aðventunni, um jól og áramót eru Fossvogskirkjugarður, Gufuneskirkjugarður, Kópavogskirkjugarður og Hólavallagarður opnir allan sólarhringinn nema Fossvogskirkjugarður er lokaður fyrir allri bílaumferð á aðfangadag milli kl 11:00 og 14:00 vegna mikils fjölda gangandi og slysahættu. Þeir sem ekki geta vitjað leiða ástvina sinna nema koma akandi er bent á að koma annað hvort fyrir eða eftir tilgreindan lokunartíma. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Á Þorláksmessu og aðfangadag er hringakstur í Gufuneskirkjugarði með aðkomu eingöngu frá Hallsvegi og farið er út norðan megin inn á Borgaveg eins og verið hefur. Símavarsla verður á skrifstofu Kirkjugarðanna á aðfangadag og gamlársdag frá kl. 08:00 - 12:00 í síma 585 2700 fyrir þá sem þurfa að leita upplýsinga og aðstoðar. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum www.gardur.is Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. www.kirkjugardar.is Jólin eru tíminn þegar f leiri en færri borða meira en venjulega. Oftar en ekki er um að ræða kjöt þó að fiskurinn sé alltaf að verða vinsælli. Þá eru býsna margir sem þykir gott að fá sér aðeins í tána og drekka gott vín með matnum, jafnvel fá sér fordrykk, þá er ekki óalgengt að einstaka fái sér koníak með kaffinu. Ef laust fara margir yfir strikið í bæði mat og drykk, en hvaða máli skiptir það svosem þegar manni líður vel? Hægt er að velta upp mörgum tegundum af matseðlum og hver og einn á sinn uppáhalds geri ég ráð fyrir. Sú sem líklega væri vinsæl hjá þvag- sýrugigtarpúkanum og líka hjá veit- ingamönnum víða um heim er algjör lúxusfæða. Hvítlauksristaður og smjör- steiktur humar sem forréttur, nauta- lund með ferskum grilluðum aspas, fylltum sveppum og bearnaise. Þessu fylgjandi að sjálfsögðu vín sem passa við hvern rétt, frönsk súkkulaðikaka með rjóma og tvöfaldur espresso. Þessi samsetning alveg steinliggur fyrir þá sem eiga á hættu að fá þvag- sýrugigtarkast, því miður. Sama gildir reyndar um villibráðina að hluta og svo ekki síst hamborgarhrygginn og reykta kjötið almennt líkt og hangikjötið. Þeir eru ófáir einstaklingarn- ir sem hafa vaknað um miðja nótt við nístandi sársauka, jafnvel brunatilfinningu, og geta með engu móti legið kyrrir undir sænginni vegna verkja. Algengast er að fá þvag- sýrugigtarkast í lið stórutáar en það getur svo- sem verið hvaða liður sem er sem bólgnar upp. Eymslin eru svo mikil að það má varla koma við húðina yfir bólgna liðnum, hvað þá nota hann og stíga í. Algengara er að karlar á miðjum aldri fái slík köst, en konur eftir tíðahvörf er hópur sem ætti mögulega líka að vara sig á humri og nautalund á sama kvöldi. En hvað er það sem gerist við slík köst? Þessir einstaklingar eru ekki með neina gigt í sjálfu sér en fá samt gífur- lega bólgu í liði sem getur tekið margar vikur að ganga til baka. Skýringin er margþætt en í grunninn falla út kristallar í þá liði sem bólgna upp í kjölfar þess að þvagsýra safnast upp í líkama viðkomandi. Undir venjulegum kringumstæðum myndast þvagsýra við ákveðin efnaskipti og nýrun sjá um að losa hana út án þess að við finnum mikið fyrir því. Ef nýrun virka ekki sem skyldi eða við framleiðum of mikið af þvagsýru aukast líkurnar á því að fá kast. Lífsstíll, mataræði og ýmsir sjúkdóm- ar geta ýtt undir þetta ástand, en þar ber einna helst að telja neyslu á dýra- próteinum, fitu, ákveðnum tegundum grænmetis, einföld kolvetni, ger, áfengisneyslu og þá sérstaklega bjór og reykingar. Þeir sem þjást af háum blóð- þrýstingi, sykursýki og svokölluðum lífsstílssjúkdómum auk krabbameina eru í meiri áhættu. Svelti og ofþornun auk vissra lyfja eru einnig áhættuþættir svo það er ýmislegt sem ber að varast. Greiningin er fyrst og fremst klínísk hjá þeim sem koma í kasti til læknis og þurfa nauðsynlega á lyfjum að halda til að tækla svæsinn verkinn sem fylgir bólgunni. Yfirleitt er einnig reynt að mæla þvagsýru í blóði og fá stað- festingu. Sumir fá bara einu sinni kast, en flestir fá ítrekað einkenni og þurfa nákvæmar leiðbeiningar um hvað beri að forðast auk þess sem margir fá lyf í forvarnarskyni. Ýmsar leiðir eru færar til að meðhöndla köstin sjálf, en þær byggja fyrst og fremst á bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjum. Hjá vel- flestum næst mjög viðunandi árangur og ekki verða neinar langtímaafleið- ingar, þó er þekkt að fá húðbreytingar, útfellingar í festum og sinum auk þess að geta myndað nýrnasteina. Það er því almennt mælt með hollu, trefjaríku fæði, ríkulegri neyslu á vatni, að draga úr áfengisneyslu og tóbaks- notkun, hreyfa sig reglubundið og draga úr álagi og streitu. Það rímar við hið fornkveðna að halda góðu jafn- vægi milli líkama og sálar, en matur er reyndar stór þáttur í því. Að þessu sögðu þá njótið jólanna. Steikin, vínið og bólgueyðandi … LÆKNISFRÆÐI Í haust hófst nýr kafli í nýrnaígræðslum á Landspítal- anum þegar fyrstu ígræðslurnar hófust þar sem grætt var líffæri úr látnum íslenskum nýrnagjöfum. Fram kemur í frétt frá Land- spítalanum að slíkar aðgerðir séu mun einfaldari en aðgerðir þar sem gjafinn er lifandi og er það talið til marks um að spítalinn sé í fremstu röð. Íslendingar hafa árum saman gefið úr sér líffæri, þar á meðal nýru, en landsmenn hafa gefið mun fleiri líffæri en koma að notum hér á landi. Fram til þessa voru Íslendingar sendir utan í ígræðslur. Í fréttinni segir að fyrsta ígræðslan í Íslending hafi verið gerð í Lundúnum árið 1970 og er sá nýrnaþegi enn í fullu fjöri og nýtir enn nýrað sem gefið var, nær 50 árum síðar. Segir jafn- framt að fyrsta nýrnaígræðslan hér á landi hafi farið fram árið 2003 og var þá grætt nýra úr lifandi gjafa. Upp frá því hafa 115 ígræðslur verið gerðar hér á landi. Þess er jafnframt getið að um þessar mundir geri íslensk lög ráð fyrir að allir Íslend- ingar séu líffæragjafar, hafi þeir ekki ákveðið annað og skráð. Nýrnaígræðslur eru algengustu líffæraígræðslurnar, en fimmtán til tuttugu Íslendingar þurfa þeirra með árlega. Þá segir að þeir séu mun færri sem þurfa á ígræðslu að halda þegar kemur að lifur, lungum eða hjarta. – jþ Hófu ígræðslu nýrna úr látnum líffæragjöfum Teitur Guðmundsson læknir Fyrsta nýrnaígræðslan hér á landi var árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.