Fréttablaðið - 19.12.2019, Side 26

Fréttablaðið - 19.12.2019, Side 26
Frá síðari hluta 20. aldar­innar hafa breytingar á veðurfari orðið áþreifan­legar um allan heim og haft áhrif á umhverfið hraðar en fyrri breyt­ ingar. Þessi áhrif munu umbreyta landsvæðum, líffræðilegum fjöl­ breytileika og vistkerfum og valda umbreytingu á hvernig við lifum og nýtum okkur landslag. Loftslags­ aðgerðasinninn Greta Thunberg er á allra vörum og er jafnvel talað um að hún geti haft úrslitaáhrif á þróun heimsmála. Greta vekur ekki bara athygli fyrir að vera ung og hug­ rökk, með ákveðnar skoðanir og að segja þær upphátt, heldur er hún líka kvenkyns. En það var einnig annar frumkvöðull fyrir umhverfis­ hreyfingu sem fór af stað snemma á sjöunda áratugnum – árið 1962 gaf bandaríska vísinda­ og nátt­ úruverndarkonan Rachel Carson út bókina Silent Spring eða Raddir vorsins þagna. Það verk leiddi til mikillar umhverfisvakningar bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þetta verk fjallaði um niðurstöður ítar­ legra rannsókna Carson á breið­ virkum skordýraeitrum, hörmu­ legum áhrifum þeirra á vistkerfi og blekkingarleik efnaframleiðenda og lýsir mynd sem blasir við með áframhaldandi atferli manna sem byggir á hámarksnýtingu auðlinda náttúrunnar til að mæta neyslu­ mynstri okkar og kapítalísku efna­ hagskerfi. Sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig, Greta og Rac­ hel eiga það báðar sameiginlegt að hafa átt mjög stóran þátt í að vekja almenning til umhugsunar um áhrif mannsins á umhverfi sitt og báðar hafa orðið fyrir hörku og aðför vegna skoðana sinna. Rachel var m.a. talið það til mikilla ókosta að vera ógift. Jafnvel forseti Banda­ ríkjanna á þeim tíma, Eisenhower, tók þátt í þeirri aðför. Landslagssamningurinn Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram sláandi niðurstöður um loftslags­ breytingar og hafa kallað á tafar­ lausar aðgerðir til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Evrópuráðið setti fram Landslags­ samning Evrópu um aldamótin, sem tók gildi 2004. Landslags­ samningurinn er fyrsti alþjóðasátt­ málinn sem snýr að öllum þáttum landslagsins: náttúru, dreif býli, þéttbýli og borgarhlutum. Með því að taka mið af gildi landslags sem samanstendur af náttúrulegum og mannlegum þáttum, vill ráðið að landslag verði mikilvægur hluti af lífsgæðum almennings og samráð aukið. Samkvæmt samningnum er vægi landslagsins aukið og það dregið fram sem verðmæti og for­ senda fyrir vellíðan og lífsgæðum, með svigrúmi fyrir atvinnusköpun og þróun. Árið 2006 setti ný ríkis­ stjórn Íslands sér það markmið að innleiða Landslagssamning­ inn á Íslandi og sama ár lét Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) þýða samninginn á íslensku. Árið 2012 var Landslagssamningurinn undirritaður fyrir hönd Íslands. Síðan liðu 7 ár þar til sá ánægju­ legi atburður gerðist í mars sl. að ríkisstjórn Íslands fullgilti aðild­ ina að Landslagssamningnum. En markmiðið með samningnum er að stuðla að verndun, stýringu og skipulagi landslags ásamt því að koma á fót evrópsku samstarfi um landslag. Hvað er landslag? Skilgreiningin hefur þróast út frá þeirri túlkun að landslag sé ein­ göngu spurning um fagurfræði og sjónræna þætti og þess í stað er lögð áhersla á landslag sem auðlind. Landslag er samsett úr mörgum þáttum sem getur verið erfitt að skilgreina, en það hefur verið gert í Landslagssamningnum. Í samn­ ingnum er „landslag“ skilgreint sem svæði sem ber það með sér í skynjun fólks að hafa yfirbragð mótað af framkvæmd og ferlum náttúrulegra og/eða mannlegra þátta. Samning­ urinn nær yfir allar gerðir landslags, þ.e. náttúrlegt, dreif býlis­ og þétt­ býlislandslag og inniheldur land­, vatna­ og sjósvæði. Þessum þáttum er skipt í náttúrulega þætti, menn­ ingar­ og félagslega þætti, skynjun fólks og fagurfræðilega þætti. Mikilvægi þessara þátta er breyti­ legt eftir stöðum, en samsetning og samspil þeirra mynda landslagsein­ kenni hvers svæðis. Meðal þekktra aðferða sem notaðar eru til að greina og meta landslag eru lands­ lags­ og ásýndargreiningar. Hver greinir landslag? Landslagsarkitektar geta greint, lýst og metið landslag. Mennt­ unin er f imm ára háskólanám sem lýkur með mastersgráðu. Fag­ heitið er alþjóðlegt og viðurkennt starfsheiti. Rekja má upphafið að starfsheitinu allt aftur til byrjunar 18. aldar, við hönnun stórra herra­ garða í Evrópu af hendi André Le Nôtre og við hönnun garðanna við Versali. Í Norður­Ameríku notaði Frederick Law Olmsted, sem hann­ aði Central Park, starfsheitið árið 1863. American Society of Land­ scape Architects (ASLA) var stofnað 1889 og í Evrópu var International Federation of Landscape Architects (IFLA) stofnað árið 1948, fyrsti for­ seti samtakanna var Sir Geoffrey Jellicoe. Ákveðnar kröfur eru varð­ andi notkun á starfsheitinu til að tryggja gæði og gildi stéttar sem starfar í alþjóðlegu umhverfi. FÍLA var stofnað 1978 á Íslandi. Lands­ lagsarkitektar nútímans vinna á breiðu sviði við hönnun og skipulag bæði í þéttbýli og dreif býli. Ályktun heimsþings IFLA WORLD Árlega hittast landslagsarkitektar frá öllum heimshornum á ráðstefnu til að fjalla um fagið og málefni líðandi stundar. Aðalfundur IFLA WORLD var haldinn í Ósló í sept­ ember sl. og á hverjum aðalfundi er ályktað um brýnustu málefni. IFLA lýsir í dag yfir neyðarástandi vegna loftslags og líffræðilegs fjöl­ breytileika og með því bætist rödd IFLA við vaxandi lista yfir samtök um allan heim sem krefjast meiri aðgerða af hendi stjórnvalda. IFLA ClimateACTION lagði fram fram­ kvæmdaáætlun fyrir aðildarsam­ tökin. Áhersluatriði eru m.a. að vera stuðningur við ríkisstjórnir til viðurkenningar á alþjóðlegu neyð­ arástandi, að siðareglum aðildar­ félaga verði breytt til samhljóms við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálf bæra þróun, sam­ vinna við opinberar stofnanir og frjáls félagasamtök til að stuðla að skjótum aðgerðum, samstarf við birgja til að efla sjálf bærni í iðnaði, draga úr kolefnisfótspori IFLA­ félaga, auka fræðslu, þekkingu, not­ hæf verkfæri og leiðbeiningar til að stuðla að vistvænni hönnun. Landslagsarkitektúr sem verkfæri fyrir vistvænni lífsstíl Á þessum tímum breytinga og óvissu er mikilvægt að loftslags­ áskoranir séu hluti af hönnun, skipulagi og stýringu landslags sem er grundvallaratriði fyrir velferð komandi kynslóða. Landslagsarki­ tektar geta nýtt sköpunarmátt til að draga fram sérstakan karakter hvers svæðis og ef la fagurfræði­ legan þátt við landslagshönnun. Þeir hafa þekkingu til að aðlaga nýtingu að landslagi án þess að skerða um of náttúruleg gæði. Þeir leita að heildarmynd í samvinnu við hagaðila. Landslagsarkitektar nýta m.a. sérfræðiþekkingu sína til að greina, kortleggja og meta landslag og hafa fjölþætta þekkingu á efni­ við, staðháttum og að vinna með fjórðu víddina, tímann, að leiðar­ ljósi. Fagstéttin hefur þekkingu og skilning á umhverfis­, félags­ og efnahagslegum þörfum til að koma að lausnum sem hafa landslag að leiðarljósi og geta aðstoðað við að leysa þessi f lóknu vandamál. Þeir geta hjálpað við að setja á blað hug­ myndir hagaðila um vistvænni lífs­ stíl, minna kolefnisspor og eflingu lýðheilsu. Landslagsarkitektar hafa þjálfun, reynslu og sérþekkingu til að vinna náið með náttúru og umhverfi og nýjustu tækni til að lágmarka lofts­ lagsbreytingar og áhrif þeirra á landslag. Landslag og loftslagsvá Björk Guð- mundsdóttir landslagsarki- tekt FÍLA, IFLA- fulltrúi og stjórnarmeð- limur FÍLA Orðin á vörum þínum eru í útrýmingarhættu.Þetta er sturluð fullyrð­ ing, en hvað má annað segja um tungumál sem innan við hálf millj­ ón talar? Það má svo litlu muna að þetta fari í vaskinn. Hugsaðu þér. Orðin í vögguvís­ unum sem voru sungnar fyrir þig gætu senn orðið öllum óskiljanleg. Hvernig bjargar maður tungu­ máli? Á örmálsvæði skiptir það sköp­ um að börn öðlist gott vald á móð­ urmáli sínu. Nýlegar rannsóknir sýna að stór hluti íslenskra barna horfir á barnaefni á ensku á erlend­ um streymisveitum frá frum­ bernsku. Þegar þau eldast bætast við erlendir tölvuleikir, erlent viðmót snjalltækja og erlendir fjölmiðlar. Þau öðlast ýmsa færni, en orðaforði og lesskilningur á móðurmálinu láta undan á móti. Sú færni er nauðsynleg svo þau geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Af þessum sökum hefur aldrei verið mikilvægara en nú að íslensk börn hafi aðgang að góðum og spennandi bókum á íslensku sem endurspegla íslenskan samtíma. Barnabækur eru ekki sérhags­ munamál barna. Þær eru hags­ munamál okkar allra ef við viljum að íslensk tunga lifi áfram og að hér alist upp einstaklingar sem þjálfast í því að beita gagnrýninni hugsun, að setja sig í spor annarra og leggja rækt við sköpunargáfuna. Íslenskar bækur úr íslenskum veru­ leika senda lesendum þau skilaboð að tilvist þeirra sé nógu merkileg til þess að tilheyra í sögu. Sögu á þessu litla, skrýtna tungu­ máli, sem rammar inn alla okkar hugsun. Börn komast í návígi við bækur í skólastofum og á bókasöfnum, en öll börn ættu líka að fá sínar eigin bækur að gjöf. Við skulum hafa harða pakka undir jólatrénu í ár – pakka stútfulla af orðum og ævintýrum. Og við fullorðna fólkið – foreldrarnir, ömmurnar, afarnir, kennararnir og fjölskylduvinirnir – skulum kynna okkur barnabækur. Gera kröfu um faglega umfjöllun um barnabækur. Ræða barna­ bækur. Lesa barnabækur. Og leyfa börnunum svo að sjá okkur sjálf lesa, svo þau alist upp við lesandi fyrirmyndir. Því þannig ölum við upp sterka, hugmyndaríka ein­ staklinga sem geta fimlega beitt móðurmálinu í öllum aðstæðum lífsins. Þannig björgum við tungumáli. Gleðileg bókajól! Björgunarbátur úr bleki Arndís Þórarinsdóttir Gunnar Helgason Bergrún Íris Sævarsdóttir Margrét Tryggvadóttir Jólatónleikar - Við kertaljós – Bústaðakirkju 19. desember kl. 18:00 Fimmtudaginn, 19. desember kl. 18:00 verða haldnir jólatónleikar í Bústaðakirkju á vegum Kórs Bústaðakirkju. Yfirskrift tónleikana er „Við kertaljós“. Kór Bústaðakirkju flytur hátíðleg jólalög við kertaljós. Á efnisskránni eru lög víðsvegar úr heimi sem færa yfir okkur jólaandann. Nýlegar enskar jólaperlur eru fluttar sem og eldri þjóðlegri. Einsöngvarar úr röðum kórsins gæða kvöldið ítalskri ástríðu og Tónfreyjur bjóða upp á amerískt “jólasving”. Lögin eru sungin á íslensku að nokkrum lögum undanskildum. ATH! Enginn aðgangseyrir er á tónleikanna. Allar nánari upplýsingar veita: Edda Austmann í síma 846-3846 Jóhann Friðgeir í síma 896-3038 og Jónas Þórir í síma 892-9671 Landslagsarkitektar geta nýtt sköpunarmátt til að draga fram sérstakan karakter hvers svæðis og efla fagurfræðilegan þátt við landslagshönnun. Þeir hafa þekkingu til að aðlaga nýtingu að landslagi án þess að skerða um of náttúruleg gæði. Barnabækur eru ekki sér- hagsmunamál barna. Þær eru hagsmunamál okkar allra ef við viljum að íslensk tunga lifi áfram og að hér alist upp einstaklingar sem þjálfast í því að beita gagn- rýninni hugsun, að setja sig í spor annarra og leggja rækt við sköpunargáfuna. 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.