Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 30

Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 30
Þó kuldinn næði um Daladætur þá dreymir allar um sól og vor. Og þó við göngum í svörtum, þykkum fötum yfir vetrarmánuð- ina má alltaf láta sig dreyma um tískulitina næsta vor og sumar. Á tískusýningarpöllunum mátti sjá glitta í mörg falleg snið og tísku- strauma en litadýrðin vakti þó mestu athyglina enda verða gulur, rauður, grænn og blár aðallitirnir sumarið 2020. Þó ekki bara ein- hverjir gulir, rauðir, grænir og bláir litir, þessir eru alveg spes. Litastofn- unin Pantone Colour Institute sem hefur ráðið litapallettu heimsins síðan árið 2000 hefur lýst litum næsta sumars sem vingjarnlegum og þægilegum og að þeir „blandi saman menningu og hefð annars vegar og æskuþrótti og birtu hins vegar og að saman myndi þessir litir sterkar samsetningar fullar af jákvæðni og bjartsýni“, að sögn Leatrice Eiseman, framkvæmda- stjóra stofnunarinnar. Við seljum það ekki dýrara en við keyptum en kynnum til sögunnar sjö sterkustu sumarlitina sem verða á allra herðum og víðar árið 2020. Sumarlitagleðin árið 2020 Þó að gráu treflarnir og þykku svörtu kápurnar séu allsráðandi núna er sumarið handan við horn- ið með birtu, yl og söng. Sumarið verður einstaklega glaðlegt í tískunni og litadýrðin í fyrirrúmi. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Eldskarlatsrauður Ákveðinn, sterkur, hlýr og orkumikill litur sem ber með sér sjálfstraust og er yfir­ lýsing í sjálfu sér. Kóralbleikur Mjúkur, hlýr og fínlegur litur sem er kvenlegur og klæðilegur bæði kvölds og morgna. Fer sérstaklega vel á silki, pallíettuefnum og tjulli. Saffran Þessi sterki gulappelsínu­ guli litur kallar fram jákvæðni og bjartsýni í hvaða sam­ setningum sem er. Einkum þó ef í honum er verið ein­ göngu. Graslauksgrænn Einstaklega fallegur, dökkdjúpgrænn litur sem er þó merkilega hlutlaus og passar til dæmis einstaklega vel með hinum krefjandi saffrangula lit. Svo kemur hann sérstaklega vel út á leðurflíkum. Útvatnaður gallablár Þetta er þessi sígildi ljósblái sem er bæði ör­ uggur og töff og alltaf hægt að reiða sig á. Hann passar vel með sterkari litum og er fjarri því að vera of fínn heldur ber með sér af­ slöppun og þægindi. Hvítur Sumar og vor er ekki að marka ef ekki er eitthvað hvítt í klæðaskápnum til að koma okkur í sumarhitagír­ inn. Allir hvítir litir ganga, allt frá ljósasta bleika og yfir í klórhvítt og öll efni, frá hör yfir í silki yfir í blúndu. Str. S-XXL Fleiri litir Jakkar Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kr. 10.990.- Kr. 12.900.-Kr. 10.990.- Kr. 8.900.- Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS SMART JÓLAFÖT, FYRIR SMART KONUR 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.