Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 34

Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 34
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Jólin eru auðvitað sá tími þegar fólk vill klæða sig upp á og skarta fallegum spari- fötum. Vandaða og fallega glitkjóla er hægt að nota aftur og aftur. Þeir henta til dæmis vel á jólahlað- borðið eða í aðra jólaveislu. Einnig er gaman að vera virkilega fínn á aðfangadagskvöld þegar messan hefst í útvarpinu á slaginu kl. 18. Eftir því sem tískusérfræðingar segja mega glitkjólarnir vera í margvíslegum litum, silfri, gulli, svörtu, rauðu eða grænu. Eigin- lega alveg sama ef manni líður vel í kjólnum. Glitkjólar eru svo fínir að það þarf enga skartgripi með þeim. Hins vegar eru glitrandi naglalökk mjög vinsæl og þau er hægt að fá í ýmsum litum og sömuleiðis augn- skuggar. Síðan eru perlueyrna- lokkar og hárspangir mikið í tísku. Það ætti því ekki að vera erfitt að gera sig fína á jólunum. Flauelskjólar eru líka alltaf vinsælir um jólin enda sparilegir. Þeir eru líka mjög góðir þegar kalt er í veðri þar sem efnið er hlýtt. Grænn eða rauður flauelskjóll ætti að vera sérstaklega jólalegur og þá við einfalda skartgripi. Svarti frægi kjóllinn er sömu- leiðis alltaf fínn í veislum. Einfalt snið hentar með fallegum glitrandi skartgripum. Þeir sem ekki vilja kjóla ættu að geta fundið fallegar buxnadragtir því þær eru vinsælar um þessar mundir. Tvíhnepptir jakkar eru fínlegir við fallega skyrtu. Síðan er nauðsynlegt að setja á sig rauða varalitinn til að toppa útlitið. Glitrandi jólakjólar heilla Hátíðleikinn leikur um tískuna fyrir jólin þegar glitrandi jólakjólar eru dregnir fram. Óvenju mikið er um slíka kjóla núna eins og sjá má í verslunum eða á hinum ýmsu viðburðum víða um heim. Þýska fyrirsætan Rebecca Mir var í grænum glitkjól þegar hún mætti á frumsýningu á kvikmyndinni Cats. Söng- og leikkonan Taylor Swift var glitrandi þegar hún kom fram á jólahátíð í Madison Square Garden í New York. Paris Hilton fylgir tískunni og mætti í glitrandi jólakjól á verðlaunaaf- hendingu sem fram fór á Beverly Hilton hótelinu í Kaliforníu. Michelle Dock- ery sem er kannski frægust fyrir hlutverk sitt sem Mary í Downton Abbey mætti í glitkjól á bresku tískuverðlaunin í London á dög- unum. Donatella Versace var í frumlegum bleikum glitkjól á Tískuverðlaununum, The Fashion Awards 2019. JÓLA-FÓLK Viltu þú auglýsa í mest lesna blaði landsins? Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins. Sími 550 5077 – serblod@frettabladid.is Alla föstudaga fram að jólum verður Fólk Fréttablaðsins stútfullt af smákökum, kertaljósum, konfekti, mandarínum, jólamat, jólatísku, jólasögum og jólastemningu heima og að heiman. Vertu með í jólaskapi og komdu jólaskilaboðum þínum beint til lesenda. FERMINGARGJAFIR Fimmtudagi n 15. rs gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.