Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 42

Fréttablaðið - 19.12.2019, Page 42
Ástkær móðir okkar, Nína Þórdís Þórisdóttir Vesturbergi 42, lést sunnudaginn 15. desember. Útförin fer fram í kyrrþey. Inga Sigþrúður Ketilsdóttir Kristín Elfa Ketilsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Skúlason húsasmíðameistari Löngumýri 31, Garðabæ, lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalar - heimilinu, Akranesi, 17. desember sl. Bálförin verður auglýst síðar. Fríða Proppé Helgi Skúli Helgason Ölrún Marðardóttir Halldóra Gyða Matthíasd. Proppé Óli Svavar Hallgrímsson Jóhannes Friðrik Matthíasson barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát Helga Ingvars Guðmundssonar vörubílstjóra, Gullsmára 9, 201 Kópavogi. Kærar þakkir fær starfsfólk Ölduhrauns á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir umönnun og aðstoð. Nanna S. Þorleifsdóttir og fjölskylda. Okkar hjartans ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Borgar Indriði Jónsson Skarði, Skarðsströnd, sem lést 7. desember sl., verður jarðsunginn frá Skarðskirkju á Skarðsströnd, sunnudaginn 22. desember kl. 14.00. Sætaferðir verða frá Teiti Jónssyni frá Dalvegi, Kópavogi, netfang v/ pöntunar: haraldur@teitur.is og sími: 660 0105. Þórunn Hilmarsdóttir Hilmar Jón Kristinsson Marína Alexandersdóttir Bogi Kristinsson Magnusen Harpa Helgadóttir Ingibjörg Dögg Kristinsdóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra. Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ástkæra Árna Árnasonar flugvirkja. Hjalti Stefán Árnason Júlía Björnsdóttir Þórir Róbert Árnason Aðalheiður Íris Hjaltadóttir Guðmundur Árnason Júlíana Árnadóttir Lára Hrönn Árnadóttir Sigríður Árnadóttir Clarke Kenneth Clarke Haraldur Árnason Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, Anna G. Gunnarsdóttir Ross og faðir, tengdafaðir og afi, Robert C. Ross eru látin. Kveðjustundin fór fram miðvikudaginn 18. desember í Dómkirkjunni. Sigurbjörg Lilja Furrow Gunnar Haraldsson Robert John Furrow Gunnar Ari Jónsson Kassy Schliesman Daníel Daníelsson Nína Stefánsdóttir og fjölskyldur. Elsku pabbi okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og frændi, John Anton Furrow og bróðir og frændi, William G. Ross eru látnir. Kveðjustundin fór fram miðvikudaginn 18. desember í Dómkirkjunni. Sigurbjörg Lilja Furrow Gunnar Haraldsson Robert John Furrow Gunnar Ari Jónsson Kassy Schliesman Daníel Daníelsson Nína Stefánsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Lára Þorsteinsdóttir lést föstudaginn 6. desember á hjúkrunarheimilinu Mörk. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks 2. hæðar mið á Mörk. Sverrir Agnarsson Edda Helga Agnarsdóttir Jón Magnússon Tryggvi Þór Agnarsson Erla S. Valtýsdóttir Lára Guðrún Agnarsdóttir Kristján Sigurðsson Jónína Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hallgrímur Pétursson vélfræðingur, Miðvangi 17, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði sem sinnti honum af einstakri hlýju og alúð. Steingrímur Hallgrímsson Virginija Galinyté Guðrún Hallgrímsdóttir Pjetur Hallgrímsson og barnabörn. Okkar ástkæri Jakob Pálmi Hólm Hermannsson frá Neskaupstað lést á Grund, föstudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 20. desember kl. 11.00. Ásta Garðarsdóttir Jóhanna Jakobsdóttir Dennis Magditch Björg Jakobsdóttir Ómar Eyfjörð Friðriksson Hjörleifur Jakobsson Hjördís Ásberg Herdís Jakobsdóttir Hjördís Þóra Hólm Þór Wium barnabörn og barnabarnabörn. Þetta eru stemningar sem geta verið af hvaða heiði sem er, segir Bjarki Bjarna-son þegar hann er spurður hvor t ef ni bók a r inna r Heiðin sé sótt til Mosfells- heiðar. Hann viðurkennir að hafa í mörg ár tekið þátt í að vinna að tveimur bókum um Mosfellsheiði fyrir Ferða- félagið, fyrst Árbókina sem kom út í vor og Göngu- og reiðleiðabók sem kom út í haust. „Við vorum þrjú sem skrifuðum þær bækur og gengum mikið um heiðina en svo ríð ég oft um hana einsamall á öllum tímum sólarhrings. Tilfinningin er allt önnur þegar maður er á hesti, þá kvikna ljóðrænar hugleiðingar.“ Bjarki bendir á að í bókinni séu líka ljósmyndir sem hann hafi tekið. Þú hefur þurft að fara af baki til þess, segi ég. „Já, nema í einu tilfelli, þar sést í eyrun á hestinum! En það skilur engin ljóðin nema hafa myndina. Hvort styrkir annað. Stundum var ég með hugmynd að ljóði og tók myndina út frá henni en oftast tók ég mynd fyrst og ljóðið fædd- ist í kjölfarið. Þegar ég myndaði vetrar- blóm vissi ég að úr yrði líka ljóð – ljóð um blóm sem fæðist að vetri og deyr að sumri. gun@frettabladid.is Hugleiðingar af hestbaki Ljóð og ljósmyndir spila saman í nýrri bók sem Bjarki Bjarnason á Hvirfli í Mosfellsdal hefur sent frá sér. Bókin nefnist Heiðin og undirtitill hennar er: Myndarleg ljóð. Merkisatburðir 1821 Eldgos hefst í Eyjafjallajökli. 1901 Fimmtíu manns verða heimilislausir er stórbruni verður á Akureyri. 1943 Þrír hermenn látast er B-25 sprengjuflugvél lendir á hvolfi skammt sunnan við Grandaveg í Reykjavík í aðflugi að flugvellinum í Vatnsmýrinni. 1989 Húsnæðisstofnun ríkisins gefur út fyrstu húsbréfin. 1992 Kvikmyndin Karlakórinn Hekla í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur er frumsýnd. 1994 Svíar heimila borgaralega giftingu samkynhneigðra. 1997 Kvikmyndin Titanic er frumsýnd í Bandaríkjunum. Bókarhöfundurinn Bjarki Bjarnason með þrjá til reiðar við Tröllafoss í Leirvogsá. Sperrt eyru, ófært gil, háspenna liggur í lofti, öll sund lokuð. Og þá: eyru ummyndast í þanda vængi, fákur á flugi svífur yfir gil og línur; lendir síðan undurmjúkt í grasi vöxnum dalnum. Ég sá hann þar á beit í nótt líkt og ekkert hefði í skorist. 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.