Fréttablaðið - 24.12.2019, Side 5

Fréttablaðið - 24.12.2019, Side 5
Þrátt fyrir þetta verður um þriðjungur norskra sveitarfélaga með færri en 3.000 þúsund íbúa. Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook DÓMSMÁL Hæstaréttarlögmaður­ inn Oddgeir Einarsson telur nýlega dóma Mannréttindadómstóls Evr­ ópu gegn norska ríkinu geta haft vægi við meðferð barnaverndar­ mála á Íslandi. Fjórir áfellisdómar um umdeilt barnaverndarkerfi Norðmanna hafa fallið hjá Mannréttindadóm­ stól Evrópu á þessu ári um brot gegn 8. gr. Mannréttindasáttmálans um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Einn dómur um sama efni féll í Strassborg í fyrra. Hjá dómstólnum bíða nú 28 mál um réttindi foreldra efnismeðferðar. Oddgeir nefnir nokkur atriði sem hann telur að geti haft þýðingu hér á landi. Dómurinn sem féll í Strass­ borg í fyrra varðaði barn sem vistað var utan heimilis og vísar Oddgeir til tveggja sjónarmiða í dómnum sem læra megi af. „Þar er annars vegar lögð áhersla á að þegar um tímabundna vistun utan heimilis sé að ræða megi hún ekki vara lengur en nauðsynlegt er,“ segir Odd­ geir og bætir við: „Svo eru lagðar jákvæðar skyldur á hið opinbera til að grípa til aðgerða til að stuðla að fjölskyldusameiningu.“ Barna­ verndaryfirvöldum sem tekið hafa barn af heimili beri skylda til að beita sér fyrir bættum aðstæðum í stað þess að láta bara tímann líða meðan barnið er vistað utan heim­ ilis og koma barninu svo í varanlegt fóstur án þess að reyna að stuðla að bættum aðstæðum með fjölskyldu­ sameiningu að markmiði. Einu málanna var vísað til yfir­ deildar MDE og féll dómur þar á árinu um brot á rétti móður drengs sem var vistaður hjá fósturforeldr­ um í andstöðu við vilja móðurinnar fljótlega eftir fæðingu. Eftir þrjú ár í fóstri hófst ættleiðingarferli og stað­ festu norskir dómstólar ættleiðingu barnsins til fósturforeldranna árið 2012. Oddgeir bendir á að við ætt­ leiðingu verði enn minni tengsl við blóðforeldra en við á um börn í varanlegu fóstri. „Þótt miða eigi við hvað barni sé fyrir bestu, er byggt á því í dómi yfirdeildarinnar að það þurfi líka að vega og meta hags­ muni blóðforeldra og reyna að láta hagsmuni beggja fara saman eins og unnt er,“ segir Oddgeir. Í dómi sem féll fyrr í þessum mán­ uði hafi verið fjallað um áhrif þess að takmarka mjög umgengni blóð­ foreldra við börn sem eru í varan­ legu fóstri. Hið opinbera geti ekki notað tengslarof við barnið sem rök gegn foreldrunum ef stjórnvöld hafa brugðist skyldum sínum til aðgerða í þágu fjölskyldusameiningar. MDE hafi talið að með mjög takmörkuð­ um umgengnisrétti kunni hið opin­ bera að vera að bregðast jákvæðum skyldum sínum. Oddgeir segir þessa túlkun geta haft áhrif hér á landi því dæmi séu um að lokað sé alveg á umgengni eða hún veitt mjög sjaldan. Þá segir Oddgeir dómana hafa að geyma mikilvægar reglur um kröf­ ur til sönnunargagna. „Í íslenskri dómaframkvæmd er mjög sjaldan farið mikið efnislega í mál umfram það sem kemur frá dómkvöddum matsmönnum og á áfrýjunar­ stigi er niðurstaða í héraði oftast staðfest með vísan til forsendna. Í þessum dómum MDE er hins hins vegar að finna efnislega gagnrýni á málsmeðferð barnaverndarmála og kröfur til sönnunargagna sem Odd­ geir á von á að íslenskir lögmenn muni vísa til vegna þess á hve litlu sé að byggja í íslenskum dómafor­ dæmum. adalheidur@frettabladid.is Áfellisdómar um barnavernd í Noregi geti haft vægi á Íslandi Norska barnaverndin hefur sætt harðri gagnrýni um árabil. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp fimm áfellisdóma á stuttum tíma um framkvæmdina. Hátt á þriðja tug sambærilegra mála bíða efnismeðferðar í Strassborg. Íslenskur lögmaður telur dómana geta haft áhrif á túlkun laga hér á landi. Sérfræðingar af ýmsum fræðasviðum hafa gagnrýnt meinta hörku norsku barnaverndarstofnunarinnar við forsjár- sviptingar og hörku gegn foreldrum. Almennir borgarar í Noregi mótmæltu kerfinu á götum úti. NORDICPHOTOS/GETTY NOREGUR Umfangsmiklar samein­ ingar sveitarfélaga standa nú fyrir dyrum í Noregi. Þannig munu nær 109 sveitarfélög sameinast í 43 ný um áramótin. Þetta kemur fram í frétt á vef Sambands íslenskra sveit­ arfélaga og byggir á umfjöllun í riti norska sveitarfélagasambandsins. Sameiningahrinan nú er afleiðing umfangsmikils sameiningarátaks norskra stjórnvalda sem ríkis­ stjórnin í Noregi hratt af stað fyrir fimm árum. Sveitarfélög sem sam­ einast njóta fjárhagslegs hvata og er niðurstaðan sú að þetta verða viðamestu sveitarfélagabreytingar í Noregi um hálfrar aldar skeið. Sveitarfélögum fækkar í Noregi HVAMMSTANGI Fyrsta leiguíbúðin sem Bústaður hses. af hendir á Hvammstanga er nú komin í hend­ ur hjónanna Najeb Mohammad Alhaj Husin og Sabah Mostav. Najeb og Sabah komu ásamt börnum sínum til Íslands í vor sem f lóttamenn undan stríðsátökum í Sýrlandi. Fjölskyldan var í hópi fimm sýrlenskra fjölskyldna sem Húnaþing vestra tók á móti. Á sama tíma tóku Blönduósingar á móti ámóta stórum hópi. Sextán umsóknir bárust um sex íbúðir í raðhúsi á Lindarvegi. Hinar íbúðirnar fimm verða afhentar ein af annarri fram í miðjan febrúar. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir talsvert um að byggð séu ný hús enda séu talsverð atvinnu­ tækifæri á svæðinu. „Það er mikill skortur á húsnæði hér og mikið af ungu fólki að sækja hér um íbúðir,“ segir hún. Ragnheiður segir f lóttafólkið frá Sýrlandi hafa aðlagast mjög vel. „Það er gaman að sjá hversu tilbúin þau eru að taka virkan þátt í sam­ félaginu,“ segir sveitarstjórinn. – gar Najeb og Sabah fá afhenta lykla að fyrstu íbúð Bústaðar á Hvammstanga Hjónin Najeb Mohammad Alhaj Husin og Sabah Mostava með Ingveldi Ásu Konráðsdóttur, formanni stjórnar Bústaða hses. MYND/RJI JÓL Meiri hluti lands manna heldur jól í ár með gervi tré á heimilinu. 56 prósent Ís lendinga munu setja upp gervi tré en 27 prósent lifandi tré á meðan 17 prósent hyggjast ekki setja upp neitt jóla tré. Fjöldi jóla­ trjá a lausra heimila hefur nær tvö­ faldast á þessum ára tug. Þetta kemur fram í niður stöðum könnunar MMR en rúm lega þúsund ein staklingar svöruðu henni. Hlut­ fall þeirra sem setja upp gervi tré hefur hækkað um sex prósentu­ stig frá upp hafi mælinga MMR sem hófust árið 2010. Á meðan hefur hlut fall hinna sem setja upp lifandi jóla tré lækkað um 15 prósentu stig og mældist nú, eins og fyrr segir, 27 prósent. Þróunin er at hyglis verð í ljósi þess að ís lensk lifandi jóla tré eru talin um hverfis vænasti kosturinn því fyrir hvert tré sem er höggvið til sölu gróður setur Skóg ræktar fé lag Ís lands 40 til 50 tré í staðinn. Ungt fólk virðist lík legra til að setja upp lifandi jóla tré en aðrir. 31 prósent á aldrinum 18­29 ára mun setja upp lifandi tré en hlut fallið lækkar með hækkandi aldri. Konur eru svo lík legri en karlar til að setja upp gervi tré og reyndust karlarnir mun lík legri en konur til að sleppa því að setja upp jóla tré þetta árið. Fram sóknar menn og Mið flokks­ menn eru lík legastir til að nota gervi tré: 65 prósent Fram sóknar­ manna og 59 prósent Mið f lokks­ manna setja slíkt upp í ár. Á móti reyndust fylgis menn Við reisnar lík legastir til að setja upp lifandi tré, um 41 prósent, og fylgdu Sam­ fylkingar menn og Vinstri­grænir fast á eftir. Píratar eru þá lík legri en fylgis menn annarra f lokka til að setja ekki upp jóla tré. Lands byggðar búar reyndust lík­ legri en höfuð borgar búar til að vera með gervi tré á sínum heimilum og í búar á höfuð borgar svæðinu reyndust hins vegar lík legri til að vera ekki með jóla tré. – ókp Heimilum landsmanna þar sem ekki eru sett upp jólatré fjölgar 65% Fram sóknar manna eru líkleg til að setja upp gervijólatré. Frá Noregi. NORDICPHOTOS/GETTY Norsk sveitarfélög voru 428 árið 2015 en verða 356 eftir sameining­ arnar. Þrátt fyrir þetta verður um þriðjungur norskra sveitarfélaga með færri en 3.000 íbúa á næsta ári. Bilið milli stórra og lítilla sveitar­ félaga er því talið munu aukast. Það er ekki eingöngu bundið við fjölda íbúa, heldur líka aldurssamsetn­ ingu þar sem íbúar eru hlutfallslega eldri í litlu sveitarfélögunum. Fram kemur að fyrirkomulagið í Noregi sé á þann veg að sveitarfélög fara með aðalhlutverkið í velferðar­ þjónustu og nefnd stjórnvalda sem undirbjó sameiningarnar komst að þeirri niðurstöðu að lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélags þyrfti að vera þrjú þúsund til að sveitarfélag gæti rækt hlutverk sitt að þessu leyti. – jþ 2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.