Fréttablaðið - 24.12.2019, Side 13
færi ríðandi eftir morgunmjaltir
til messu, drykki kaffi á kirkju-
stað og væri komið aftur heim fyrir
kvöldmjaltir. Það grunaði ekki að
nokkrum áratugum seinna yrði
komið eitthvað sem héti bíll. En
það gerðist.“
Hóladómkirkja er aðalaðdrátt-
arafl ferðamanna heim að Hólum,
að sögn Solveigar Láru. „Kirkjunnar
er getið í mörgum ferðabókum
þannig að hingað koma túristar yfir
sumartímann. Langf lestir koma
vegna sögu staðarins en upplifunin
verður oft trúarleg því algengt er að
fólk finni fyrir sterkum hughrifum
þegar það kemur inn í kirkjuna –
og jafnvel þó það fari ekki inn þá
finnur það fyrir helgi staðarins.
Það er mjög sérstakt.“ Spurð hvort
kirkjan sé vinsæl til kirkjulegra
athafna svarar hún: „Það er aðal-
lega fólk sem hefur tengsl við stað-
inn sem lætur skíra hér og gifta, svo
eru auðvitað jarðarfarir fólks sem
býr í söfnuðinum. En ég er svolítið
hissa á að kirkjan skuli ekki vera
vinsælli fyrir hjónavígslur en hún
er, því hér er góður salur fyrir 100-
150 manna veislu og einnig hægt að
gista, þannig að þetta er ekta brúð-
kaupsstaður.“
Sjálf kveðst Solveig Lára lítið
sinna athöfnum. „Það var mesta
breytingin frá því sem ég var í áður
og ég saknaði þess til að byrja með
en komst svo í aðra rútínu. Ég er
búin að skíra yfir þúsund börn og
ferma annað eins í gegnum tíðina.
Ég starfaði í sautján ár sem prestur
á höfuðborgarsvæðinu og síðan tólf
ár á Möðruvöllum, svo er ég búin að
vera sjö ár hér, þannig að samanlagt
gera þetta hundrað ár eða eitthvað
svoleiðis! Þetta hefur verið ánægju-
legur starfstími.“
Má ekki láta keðjuna slitna
Solveig Lára er ósátt við að unga
kynslóðin kynnist almennt ekki
lengur biblíusögum. „Sum börn
sem eru að koma til fermingar-
undirbúnings hafa ekki heyrt eina
einustu biblíusögu. Þó tiltölulega
stutt sé síðan hætt var að kenna þær
í skólum þá er þetta fljótt að gerast.
Nú er að koma upp í háskóla fólk
sem aldrei hefur lesið biblíusögur
og það hefur farið mikils á mis.
Heimsbókmenntirnar gera ráð fyrir
að fólk hafi vissan grunn – orðatil-
tæki, ljóð og tilvitnanir vísa í biblíu-
sögurnar, við getum nefnt söguna
um miskunnsama Samverjann eða
um bjálkann og f lísina. Ungt fólk
veit ekkert um hvað er verið að
tala. Ég er ekki að kenna skólunum
um, heldur varpa ábyrgðinni á fjöl-
skyldur og foreldra. Þeirra ábyrgð er
miklu meiri eftir að skólarnir hættu
að taka að sér þetta hlutverk. For-
eldrar ættu að fara með börnin í
kirkjuna, þar er öf lugt barna- og
unglingastarf. Ég höfða líka oft til
afa og ömmu og segi þeim að vera
ekki feimin við að biðja með barna-
börnunum.“
Ekki hefur Solveig Lára samt
miklar áhyggjur af minnkandi þjóð-
kirkjuaðild, telur að breytt skrán-
ingarfyrirkomulag sé stór þáttur í
henni. „Núna fara börn ekki lengur
sjálf krafa inn í þjóðkirkjuna, þó
þau séu skírð af presti heldur þurfa
foreldrar að skrá þau þar, þetta eru
ekki allir meðvitaðir um,“ útskýrir
hún. „Það er þó rúmlega meiri
hluti þjóðarinnar í þjóðkirkjunni
og vaxandi fjöldi í kaþólsku kirkj-
unni, því margir útlendingar sem
hingað f lytja eru kaþólskir. Söfn-
uðir Fríkirknanna í Hafnarfirði og
Reykjavík eru vaxandi, auk þess
eru margir aðrir kristnir söfnuðir
og ég hugsa að samtals séu um 90%
þjóðarinnar kristin. Meðan svo er
þurfum við ekki að hafa áhyggjur
en verðum samt að vera vakandi
gagnvart ábyrgð okkar á ungu kyn-
slóðinni. Það er ekki nóg að við
séum kristin, við þurfum að miðla
trúnni áfram til næstu kynslóðar.
Það hefur verið gert í yfir 2000 ár
að ein kynslóð hefur miðlað til ann-
arrar, það má ekki láta þessa keðju
slitna.“
Þú talar um að fólk sé að koma í
Háskólann sem ekki þekki dæmisög-
urnar úr biblíunni. Sækir fólk samt
enn í að læra til prests?
„Það hefur lengi verið vinsælt
að fara í guðfræðideildina og ég
hef þakkað það hinu góða barna-
og unglingastarfi í kirkjunni. En
vegna atvinnuleysis meðal ungra
guðfræðinga undanfarið hefur
dregið úr aðsókn í deildina. Fólk er
ekki að leggja á sig fimm ára nám
til að hanga atvinnulaust að því
loknu. Þannig að nú þegar svona
margt ungt fólk er að koma inn í
kirkjustarfið þá gætum við upplifað
prestaskort um tíma. Vonandi eykst
þá aðsóknin að deildinni á ný. Það
er einstaklega áhugavert og ánægju-
legt að kynnast því unga fólki sem
er að koma inn í prestsstarfið, það er
einlægt trúfólk, vandað og vel gert.
Mér finnst því bjart fram undan í
kirkjunni.“
Aðskilnaður ríkis og kirkju fer
líka ágætlega í Solveigu Láru. „Hinn
stóri aðskilnaður fór eiginlega fram
um áramótin 1997-1998, þegar ríkið
tók við kirkjujörðunum. Afgjald af
þeim var bundið í laun fyrir 138
prestsembætti. Nú um áramótin
verður sú breyting að ekki verður
miðað við ákveðinn embættafjölda
heldur ákveðna fjárupphæð. Það
býður upp á allt annað vinnuum-
hverfi innan kirkjunnar og auð-
veldar okkur að sameina prestaköll,
auka samvinnu og jafna þjónustu-
byrði.“
Jólin á Hólum
Nú er vígslubiskupinn beðinn að
lýsa jólahaldi á staðnum. Hvað er
til dæmis á borðum á heimili þeirra
hjóna á aðfangadagskvöld?
„Við erum alltaf með gæs. Það er
danskur siður frá mínu bernsku-
heimili. Við fylgjum líka þeim
gamla danska sið að hafa jóla-
grautinn á undan gæsinni, fátækir
höfðu það þannig til að fylla svolítið
í magana áður en að steikinni kom.
Svo er heimatilbúinn ís á eftir.
En fyrst setjumst við hér niður í
stofunni klukkan sex, prúðbúin og
hlustum á útvarpsguðsþjónustuna.
Borðum ekki undir messunni eins
og margir gera. Ég kannski stelst
aðeins frá til að hræra í einhverju.
Setjumst svo að matborðinu eftir
messu og síðan eru það pakkarnir.
Klukkan ellefu á aðfangadags-
kvöld förum við út í kirkju. Þá er
fjölskyldustund fyrir alla sem vilja,
rétt rúmur hálftími, sungnir fjórir
jólasálmar, jólaguðspjallið lesið og
örstutt hugleiðing. Ég sé um þessa
stund. Þegar við komum heim
setjumst við aftur niður og lesum á
jólakortin. Á jóladag er stór og mikil
guðsþjónusta með hátíðasöngvum
og öllu tilheyrandi klukkan tvö. Ég
held líka utan um hana og er alltaf
með jólakaffi og tilheyrandi hér
heima á eftir. Svo messa ég á gaml-
ársdag klukkan tvö, það er mjög
huggulegt. Hápunkturinn er þegar
ég fæ að hringja kirkjuklukkunum
klukkan tólf á miðnætti á ára-
mótunum. Það er hátíðlegt. Byrja
á mínútunni tólf og hringi í þrjár
mínútur. Um leið og ég er búin byrj-
ar f lugeldasýning. Allir íbúar Hóla
safnast saman hér uppi á Hólnum.“
Misjafnt er hversu margir eru á
heimilinu um jólin, að sögn Solveig-
ar Láru. „Annaðhvort koma allir eða
enginn,“ segir hún hlæjandi. „Í fyrra
vorum við tvö og barnabörnunum
fannst það algerlega hræðilegt, en
jólin komu samt alveg. Nú verður
meira fjör. Yngsta dóttir mín býr
í New Orleans og hún kemur til
landsins og kærastan hennar, þær
verða báðar hér. Önnur dóttir mín
býr í Reykjavík, á einn son og kemur
með hann, svo væntanlega koma
sonur minn og tengdadóttir, sem
búa líka í Reykjavík, milli jóla og
nýárs með sína tvo stráka, svo þetta
verður mjög gaman. Gylfi á einn
son sem býr líka í New Orleans en
hann kemur ekki heim um jól. Við
Gylfi eigum engin börn saman, bara
hundinn, köttinn og hænsnin!“
Jörðin okkar og flóttafólkið
Solveig Lára segir andlega velferð
hvers einstaklings jafn mikilvæga
samfélaginu og félagslega velferð
og öf lugt heilbrigðiskerfi. „Hún
er lykilþáttur í hamingju fólks og
lífsfyllingu. Þar hefur kirkjan stórt
hlutverk. Umhverfismálin eru líka
köllun kirkjunnar og réttindi flótta-
fólks. Við eigum að gæta að náunga
okkar á hverjum tíma og jörðin og
f lóttafólkið eru „náungi okkar“ í
dag. Við verðum að vernda jörðina.
Kirkjan hefur verið með stóra fyrir-
lesara á Arctic Circle ráðstefnunni
og öll predikun og allt starf í kirkj-
unni hefur verið helgað umhverfinu
á tímabili sköpunarverksins frá
miðjum september fram í miðjan
október í mörg ár en betur má ef
duga skal.
Hvað f lóttafólkið varðar þá
erum við með fimm presta á höfuð-
borgarsvæðinu sem þjóna innflytj-
endum. Það á að vera áhersluatriði
kirkjunnar að slá skjaldborg um
fjölskyldur með lítil börn sem eru á
f lótta hér á landi undan harðstjórn
eða stríðsástandi í heimalandinu.
Að vísa þeim úr landi, jafnvel um
miðjar nætur, á aldrei að gerast –
það er nú bara jólaboðskapurinn í
hnotskurn.“
„Það er einstaklega áhugavert og ánægjulegt að kynnast því unga fólki sem er að koma inn í prestsstarfið, það er einlægt trúfólk, vandað og vel gert,“ segir Solveig Lára.
VIÐ EIGUM AÐ GÆTA
AÐ NÁUNGA OKKAR Á
HVERJUM TÍMA OG JÖRÐIN
OG FLÓTTAFÓLKIÐ ERU
„NÁUNGI OKKAR“ Í DAG.
VIÐ VERÐUM AÐ VERNDA
JÖRÐINA.
2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð