Fréttablaðið - 24.12.2019, Page 17
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Jesús sem var
lagður í jötu
sýnir afl og
mátt um-
hyggju og
miskunn-
semi. Þó að
honum væri
hafnað, og sé
enn og aftur
hafnað, þá
hefur enginn
haft meiri
áhrif til góðs
en hann,
þrátt fyrir
allt.
Það er auðvelt
að hafa sterkar
skoðanir á
lífinu og
dauðanum
þegar allt
leikur í lyndi.
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
Á jólum fyrri tíðar vógu kristnar helgi-sögur ljóss og vonar salt við myrkan hrylling hins óþekkta. Til byggða komu kynjaverur, Grýla, Leppalúði, jólasveinar og -köttur. Þetta var tími bæði hátíðar frelsara og Grýlu, ljóss og
skugga, vonar og ótta.
Grýla og hennar fylgdarlið var þannig dregið fram
og minnti á skugganna. Þannig eiga hátíðir að vera,
því góðar hátíðir endurspegla raunveruleikann eins
og hann er – og hjálpa okkur þannig að takast á við
lífið í óvissum heimi.
Á tímum velgengni veikjast skuggaverurnar. Við
skjálfum ekki lengur af ótta við Grýlu sem tekur óþæg
börn. Í góðærinu gerist hið sama við ljós og frelsara.
Þegar hinar neikvæðu hliðar tilverunnar missa mátt
sinn, hvað þurfum við þá á frelsurum að halda?
En Grýlur munu alltaf skjóta upp kollinum. Skugga-
hliðar tilverunnar og erfiðleikar verða alltaf til. Okkur
nálgast nú sú ógn sem nefnd er hnatthlýnun – og hún
hyggst taka okkur öll – öll óþægu börnin og setja í
pokann. Þetta er ekki sagt af léttúð, ógnir vorra daga
eru raunverulegar, ekkert síður en ógnir fyrri alda.
Ógnir geta verið hnattrænar, pólitískar eða per-
sónulegar – og allt þar á milli. En eitt er þeim sam-
eiginlegt: Þær krefja okkur um lausnir. Grýla kallar á
frelsara ef svo mætti segja. Frelsararnir eru margir og
lausnirnar misjafnar. Menn laðast að leiðtogum og
sterkum mönnum andspænis ógnum og hefja þá upp
til skýja. Við getum horft til illræmdra einræðis- og
alræðisforingja síðustu aldar. Þeir hljóma miðlungi
vel í dag, en á sínum tíma töldu margir einmitt þessa
menn vera frelsara sinna daga.
Kristur er ólíkur öðrum frelsurum því hann reyndi
aldrei að stjórna fólki á sama hátt. Hann sagðist kom-
inn til að stofna á jörðu, það sem hann ýmist nefndi
„Guðs ríkið“ eða einfaldlega „Himnaríki“. Megnið af
kenningu Krists er annaðhvort lýsing á þessu ástandi
eða leiðbeiningar um hvernig því verði komið á. Þetta
einkennist af því að fólki er treystandi, það elskar
sannleikann, er velviljað, menn eru fljótir að leita
sátta, en seinþreyttir til vandræða, reyna að sigra
illt með góðu. Hinir sterku drottna ekki yfir öðrum
heldur reyna að gera gagn. Sá er mestur sem vill þjóna
öðrum. Áberandi er áherslan á að bæta sjálfan sig
fremur en aðra. Draga fyrst bjálkann úr eigin auga.
Hvort Jesús Kristur fæddist í fjárhúsi má einu gilda.
Eins og aðrir frelsarar hlýtur hann að standa – eða
falla – með því hvernig boðskapur hans reynist. Þar
hefur hann vinninginn yfir aðra sem töldu sig leið-
toga og frelsara. Hann reyndi ekki að hræða fólk með
óvinum heldur kenndi því að elska óvini sína. Sú
kenning hefur reynst öflugri en flestar aðrar.
Jesús sem var lagður í jötu sýnir afl og mátt
umhyggju og miskunnsemi. Þó að honum væri
hafnað, og sé enn og aftur hafnað, þá hefur enginn
haft meiri áhrif til góðs en hann, þrátt fyrir allt.
Grýla kallar
á frelsarann
Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn
af einni rafhlöðu sem skilar ai
til þess að slípa, er léttari en
snúrurokkur í sinni stærð.
Sveigjanlegt rafhlöðuker
sem virkar með öllum
Milwaukee ® M18™ rafhlöðum.
Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FLAG
Alvöru slípirokkur
frá Milwaukee
vfs.is
Martröð umbrotsins
Það var ekki laust við smá
þórðargleði þegar maður f letti í
gegnum síðasta sunnudagsblað
Morgunblaðsins. Þar er á vett-
vangssíðu að finna grein eftir
Ögmund Jónasson, fyrrverandi
þingmann og ráðherra, en stór
hluti pistilsins kúrir hulinn
undir ryksuguauglýsingu með
yfirskriftinni: „Þú átt skilið það
besta.“ Ögmundur yrði líklega
ekki sammála því að hann hafi
fengið það besta, en þrátt fyrir
að lesendur hafi ekki fengið að
njóta greinar hans í heild þá
vita þeir í það minnsta að ryk-
sugurnar frá LauraStar strauja,
gufa og hreinsa.
Kerti og svik
Jón Gnarr, fyrrverandi nörd
og borgarstjóri, fór hörðum
orðum á Twitter um þá sem
borða svínakjöt á jólunum.
Þar sakaði hann þá um föður-
landssvik og sagði þá beygja
sig undir danskan sið. Sigmar
Vilhjálmsson, nýskipaður
musterisriddari svínabænda,
var ekki lengi að drepa grínið
og benti Jóni á öll þau íslensku
staðarheiti sem draga nöfn sín
af svínum. Stakk hann að lokum
upp á að Jón kynnti sér betur
sögu Íslands. Kannski er vísast
að sanna föðurlandsástina á
jólunum með því að einskorða
jólamatseldina við þau dýr sem
voru hér fyrir landnám: rjúpu
og heimskautaref.
arnartomas@frettabladid.is
Fyrir nokkrum dögum skrifaði Kolbrún Bergþórsdóttir grein í Fréttablaðið um dánaraðstoð. Í greininni lét hún þess
getið að heilbrigðisstarfsfólk sé tregt til að
ljá málinu stuðning. Ég hef verið heilbrigðis-
starfsmaður í áratugi og greinin fékk mig til
að hugsa aðeins lengra.
Ég hef ekki tölu á þeim dánarbeðjum sem
ég hef komið að. Ég hef hjúkrað fólki sem
hefur kvatt lífið satt lífdaga í sátt við Guð
og menn og ég hef hjúkrað fólki sem hefur
lokið æviskeiði sínu en er reitt og biturt. Ég
hef líka hjúkrað fólki sem er hrætt við að
deyja.
Hið óþekkta
Það er auðvelt að hafa sterkar skoðanir á
lífinu og dauðanum þegar allt leikur í lyndi.
En þegar fólk finnur að það getur ekki staðið
gegn þessu volduga af li sem dauðinn er og
enginn fær f lúið þá finna sumir til ótta. Ótta
við hið óþekkta. Ótta við hvað geti mögu-
lega tekið við. Ef til vill óttast fólk að þurfa
að horfast í augu við sjálft sig. Hvernig það
spilaði úr því sem því var gefið. Ótta við
að uppskera eins og það hefur sáð og veit
kannski að sáningunni var ábótavant.
Dag einn kemur röðin að okkur öllum
Þá er gott að minnast þess hvað drengurinn
litli sem fæddist í Betlehem og við minn-
umst á jólunum sagði þegar hann var orðinn
fullorðinn. Hann hvatti fólk til að játa
syndir sínar, fyrirgefa náunganum og fylgja
sér. Hann gaf okkur bænina Faðir vor og
sagði: „Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann
deyi.“ Það er dýrmæt jólagjöf að fá að taka
í höndina hans og leyfa honum að leiða sig,
hvenær sem að okkur kemur.
Gleðileg jól!
Dánaraðstoð, en hvað svo?
Dögg
Harðardóttir
deildarstjóri
2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN