Fréttablaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 20
KYNNINGARBLAÐ
Gleðileg jól
Þ
R
IÐ
JU
D
A
G
U
R
2
4.
D
ES
EM
BE
R
20
19
Valborg með þríburana sína, Bríeti Karítas, Brynjar Kára og Bergdísi Köru. Hún segir börnin hafa kennt sér sanna gleði og þakklæti. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Heimilið er fullt af gleði
Kirkjuklukkur hringja inn þriðju jólin í lífi akureyrsku þríburanna Bergdísar
Köru, Bríetar Karítasar og Brynjars Kára í kvöld. Spennan er áþreifanleg. ➛2
Börnin hafa kennt mér sanna gleði og þakklæti. Þau hafa líka kennt mér að svefn er
mjög mikilvægur, og eftir svefnlitl-
ar nætur í tæp þrjú ár er stundum
hægt að vera þreyttur á öðru leveli.
Þau hafa kennt mér að það er hægt
að vera hamingjusamur þótt gólfið
sé skítugt, fingraför um allt og
óreiða í skúffum og skápum. Þau
hafa kennt mér að tími er afstætt
hugtak – það er lítill tími til að gera
eitthvað annað en að hugsa um
þau, en þannig á það líka að vera.
Þau eru mikilvægust og best!“
Þetta segir Akureyringurinn
Valborg Rut Geirsdóttir sem
eignaðist þríbura ein síns liðs og
með aðstoð tæknifrjóvgunar hinn
19. janúar 2017. Valborg var í viðtali
við Fréttablaðið þegar þríburarnir
voru á fyrstu mánuðum lífs síns en
í janúar næstkomandi verða þau
þriggja ára.
„Tilveran er bara ansi góð. Lífið
er í það minnsta mjög fjörugt,
skemmtilegt, skrautlegt og oft
hávaðasamt,“ segir Valborg og
hlær.
Hún hefur fengið mikla kennslu í
þolinmæði síðasta árið.
„Ó, elsku sjálfstæðisbarátta!
Tveggja til þriggja ára aldurinn
er ansi rosalegur á köflum, í það
minnsta þegar þrjú börn skiptast á
um að taka baráttuna alla leið. Mér
hefur farið töluvert fram í þolin-
mæði en það virðist samt aldrei
nógu mikið. Ég þarf að æfa mig enn
meira í þeirri dyggð. Samkomu-
lagið er sem betur fer oftast gott,
en börnin eru líka alveg stundum
ósátt hvert við annað og láta hvert
annað finna svolítið fyrir því. Sem
betur fer er nú samt alltaf mjög
stutt í knúsið,“ segir Valborg í
faðmi yndislegra barnanna.
Bríet Karítas ræður heimilinu
Þríburarnir Brynjar Kári, Bergdís
Kara og Bríet Karítas pluma sig vel
í lífinu.
„Þau eru ekki alltaf samstíga í
hlutunum og svo sannarlega ekki
alltaf sammála. Það er oft svo-
lítið skondið að fylgjast með þeim
deila um eitthvað sem þeim finnst
skipta miklu máli. Þrátt fyrir það
eru þau líka samrýmd, sérstaklega
stelpurnar, og þau sækja öll í að
vera mikið saman,“ upplýsir Val-
borg um börnin sín þrjú sem þrátt
fyrir að vera þríburar eru talsvert
ólík.
„Brynjar Kári er mikill dundari
sem á auðvelt með að gleyma sér
lengi við sama verkefnið. Hann er
líka miklu skapbetri en systurnar
sem eru mjög ákveðnar og láta
meira fyrir sér fara með alls kyns
serimóníum í kringum hlutina;
það þarf allt að vera gert eftir
þeirra höfði og í réttri röð. Yfirleitt
er það Bríet Karítas sem ræður hér
Framhald á síðu 2 ➛
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
DAG HVERN LESA
96.000
ÍSLENDINGAR
FRÉTTABLAÐIÐ
AÐ MEÐALTALI
HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP APR-JÚN 2019, 12-80 ÁRA,
ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019
- MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINSFRÉTTABLAÐIÐ