Fréttablaðið - 24.12.2019, Qupperneq 21
Framhald af forsíðu ➛
á heimilinu og hefur í raun gert
síðan þau voru lítil þó Bergdís Kara
gefi henni oft ekkert eftir. Bríet
Karítas er bæði líkust mér í útliti og
persónu, en þó svo að ég hafi alltaf
verið ákveðin og svolítið þrjósk er
hún löngu búin að toppa mömmu
sína þar,“ segir Valborg og kímir.
Hún viðurkennir að stundum sé
svolítil barátta að skipta sér á milli
barnanna þegar kemur að spjalli,
leik og kúri en að þeim takist
nokkuð vel að komast að sam
komulagi og skiptast á.
„Það er helst fyrst á morgnana
þegar þau vilja öll láta halda á sér
úr svefnherberginu og inn í stofu,
nývöknuð og langar í smá kósí
stund fyrir morgunmatinn. Yfir
leitt leikum við okkur öll saman og
þá eru allir sáttir og eins ef einhver
meiðir sig, þá hefur það barn alltaf
forgangsrétt á mömmu sína, sem
þau skilja öll.“
Sofna ekki án mjólkursopa
Nú þegar þríburarnir nálgast þriðja
afmælisdaginn segir Valborg upp
eldi þeirra krefjandi en á annan
hátt en þegar þau voru ungbörn.
„Þegar ég lít til baka finnst mér
allt hafa verið miklu auðveldara
þegar þau voru yngri. Áður en allir
fóru að hreyfa sig hratt, hafa skoð
anir á öllu og ég þurfti aldrei að
rökræða neitt. Núna fer mikill tími
í að tala þau til og sannfæra þau um
að taka þátt. Svo er auðvitað margt
sem er farið að ganga betur. Ég fæ
stundum tíma til að borða nú þegar
þau eru farin að borða sjálf og ef vel
liggur á þeim geta þau líka klætt
sig í og úr sjálf sem flýtir fyrir og
auðveldar,“ segir Valborg og heldur
áfram:
„Ég hlakka svolítið til þegar við
getum á auðveldan hátt farið hvert
sem er saman. Svona án þess að ég
eigi á hættu að týna barni eða komi
þeim ekki heim vegna prakkara
skapar þegar þau hafa æst hvert
annað upp í ærslagangi. Og þegar
við getum farið saman í ferðalag
og útilegu án þess að vera háð því
að það komi fleiri með til að hjálpa
mér. Við erum ekki alveg orðin
sjálfbær enn þá á sumum sviðum
en það fer held ég að styttast í það.“
Sem betur fer sé liðin sú tíð að
allir séu vaknaðir klukkan sex að
morgni.
„Hér eru allir vaktir um sjö virka
daga og ég er ekki frá því að börnin
séu að læra að sofa út um helgar.
Brynjar Kári er alltaf vaknaður
fyrstur um helgar en oft um átta.
Það er hellings útsof að mínu mati
þó systur hans geti sofið töluvert
lengur,“ upplýsir Valborg.
Háttatíminn gengur líka oftast
vel þó hann gangi verulega hægt.
„Það getur tekið tímann sinn
að fá þrjú börn á þessum aldri til
að fara í náttföt og slíkt! Ég syng
fyrir börnin á kvöldin en á daginn
syngjum við og lesum saman.
Þau eru öll sammála um að það sé
algjörlega vonlaust að sofna fyrr
en þau hafa fengið mjólkursopa
uppi í rúmi og séu með tvær til
þrjár snuddur hvert. Þau sofna í
rúmunum sínum og eiga að sofa
þar en það kemur fyrir að þau komi
upp í til mín. Það hefur sem betur
fer hitt þannig á að yfirleitt er bara
eitt barn sem vaknar um miðja
nótt og tilkynnir að það vilji sofa í
mömmurúmi. Eitt barn er notalegt
en þrjú eru of mikið af því góða því
þá er ekkert pláss fyrir mig!“ segir
Valborg sposk.
Dýrmætt að eiga systkini
Börnin byrjuðu í leikskóla Hjalla
stefnunnar í haust. Hann er kynja
skiptur.
„Það hefur komið vel út fyrir þau.
Brynjari Kára fannst þetta svolítið
skrýtið fyrst, að vera ekki með
systrum sínum, en hann hefur gott
af smá fríi frá þeim og hittir þær
glaður seinnipartinn. Bergdís Kara
og Bríet Karítas eru hvor í sínum
hópnum á sinni deild svo þær eru
ekki saman í öllu. Mér finnst skipta
miklu máli að þau séu líka ein
staklingar en ekki alltaf hópur. Þau
sækja mikið hvert í annað þegar
þau hittast á leikskólanum en
þegar ekki annað systkini er nærri
leika þau við aðra vini og vinkonur
í meiri mæli,“ segir Valborg.
Þríburarnir eru sannir vinir.
„Þau leika sér yfirleitt alltaf saman
hér heima og ræða mikið sín á milli
hvernig allt á nú að vera. Ég vona
að þau verði alltaf náin hvert öðru
og haldi miklu sambandi hvert við
annað þegar þau eldast. Ég held
að það sé mjög dýrmætt að eiga
systkini sem standa manni nærri
í vináttu og lífinu öllu,“ segir Val
borg af móðurást.
Útivera kemst ofarlega á lista
yfir það sem börnunum þykir
skemmtilegast að gera.
„Þeim finnst líka alls kyns kubb
ar mjög skemmtilegir og að leira.
Okkur finnst líka öllum gaman
að baka og stundum skellum við
í köku þótt allt heimilið beri þess
eflaust merki á eftir,“ segir Valborg
sæl.
Uppáhaldstími hennar yfir
daginn eru helgarmorgnar með
börnunum.
„Kósíkvöld eru ekki til á þessu
heimili fyrr en börnin eru sofnuð!
Við tökum kósímorgna í staðinn
um helgar og kíkjum þá kannski
á eina teiknimynd eða svo, þessa
stuttu stund sem athygli barnanna
nær. Fljótlega förum við svo bara
að púsla, lesa eða leira, svona ef
við ætlum að hafa það rólegt. Mér
finnst gott þegar við getum öll haft
það kósí saman, leikið okkur og
tekið allan þann tíma sem okkur
hentar í verkefnin. Ég er því ansi
spennt fyrir frídögum yfir jólin þar
sem við getum átt nokkra svona
daga saman.“
Besti tíminn með börnunum
Valborg fór aftur til vinnu þegar
þríburarnir byrjuðu í leikskóla.
„Það var dásamlegt að fá tækifæri
til að vera með þau heima í tvö og
hálft ár og ég er mjög þakklát fyrir
það. Ég á enn svolítið erfitt með
þetta leikskólalíf og myndi vilja
hafa efni á því að vera meira heima
með börnunum mínum. Stundum
finnst mér erfitt að aðrir en maður
sjálfur njóti þeirra forréttinda að
eyða deginum með þeim. Ég vildi
að lífið gæti gengið upp þannig
að við værum í vinnu og leikskóla
hálfan daginn en það gerir það
því miður ekki,“ segir Valborg
sem vinnur rúmlega fulla vinnu,
sem matráður í öðrum leikskóla
á daginn og við þrif í fyrirtæki á
kvöldin þegar börnin eru sofnuð.
„Þessi blessaði kostnaður við
börnin og heimilishaldið hefur
sem betur fer alltaf reddast. Það er
vissulega mjög dýrt þegar þarf að
kaupa útifatnað og skó á öll þrjú
en dýrasti liðurinn er klárlega
húsnæðislánið á íbúðinni sem ég
keypti í vor. Við bjuggum áður á
þriðju hæð í blokk sem hentaði
mjög illa en erum nú komin í hent
ugra húsnæði á jarðhæð sem hefur
gert lífið mun auðveldara þó pen
ingalega séð hafi róðurinn þyngst.
Að öðru leyti finnst mér leikskóla
gjöldin frekar há og fann mikið
fyrir því þegar þau bættust við
reikninga heimilisins. Börnin eru
enn með bleiu að hluta til en ætli
það fari ekki að koma að því að við
kveðjum þær. Ég er allavega ansi
spennt fyrir því. Ég hef ekki efni á
miklum munaði eða ferðalögum
en yfirleitt næ ég að láta mánuðinn
ganga upp. Ég væri vissulega til í að
hafa meira á milli handanna, eins
og flestir, það væru sennilega allir
til í það sama hvað sem við eigum
mikið eða lítið,“ segir Valborg sem
gefst sjaldan frí með sjálfri sér.
„Það gerist bara ef krakkarnir
gista hjá mömmu og pabba og þá
fer ég yfirleitt heim eftir kvöld
mat að laga til og svo að sofa. Ég
væri auðvitað alveg til í meira
frí en það er tæplega möguleiki
núna þegar við erum öll í vinnu og
leikskóla. Maður vill nýta tímann
eftir vinnu með börnunum og sem
mest af helgunum. Svo þarf jú að
sinna heimilinu líka og halda öllu
gangandi. Mér finnst tíminn með
krökkunum yfirleitt það besta en
það hafa allir gott af því að gera
eitthvað fyrir sjálfa sig líka. Það
verður bara einhvern tímann
seinna,“ segir Valborg kát.
„Að vera mamma brátt þriggja
ára barna er klárlega best þegar
allir eru brosandi og hlæjandi.
Heimilið fullt af gleði og endalausri
orku. Það er dásamlegt að horfa á
þau þegar þau leika sér öll fallega
saman og fyllir mann þakklæti.
Þrjú veik börn er sennilega erfiðast,
sem og mótþrói þriggja barna
þegar ekkert gengur upp. Mér hafa
oft fallist hendur, en sennilega mest
yfir öllu dótinu og tiltektinni sem
bíður mín eftir mjög langa daga,“
segir Valborg.
Nú í desember lögðust þau öll,
Valborg og börnin þrjú, lasin á
sama tíma.
„Þá ganga börnin fyrir og maður
verður bara að reyna eins og maður
getur. Sinna þeim og kalla svo á
aðstoð þegar maður er búinn á því.
Við búum vel að hjálpsamri fjöl
skyldu sem léttir undir með okkur,
bæði í leik og heimilisstörfum. En
við höfum sem betur fer sloppið vel
við veikindi og ég vona að þannig
verði það áfram. Góð heilsa er jú
gulli betri!“
Til í fleiri börn þegar róast
Jólaundirbúningur hjá litlu fjöl
skyldunni hefur gengið vel.
„Ég stressa mig ekki á neinu.
Hvorki jólaþrifum eða því að baka
ótal sortir af smákökum. Hér eru
jólaljós í öllum gluggum og svolítið
af skrauti, en mér finnst þetta jóla
dúllerí mjög skemmtilegt. Jólatréð
fór upp um helgina og það verður
spennandi að sjá hvort það fái að
vera hér um bil í friði fyrir litlum
fingrum um jólin. Krakkarnir eru
spenntir fyrir þessu öllu en skilja
held ég ekki alveg hver þessi jól
eiginlega eru sem alltaf er verið að
tala um,“ segir Valborg sem í kvöld
heldur jól í þriðja sinn með þríbur
unum sínum.
„Ég vona að jólin okkar verði góð
og kósí. Aðfangadagskvöld verður
sennilega ansi spennandi en ég
hugsa að ég dreifi pakkagleðinni
á nokkra klukkutíma til að draga
úr yfirþyrmandi spennu og svo
krakkarnir pæli meira í hverri gjöf
áður en þau fá þá næstu. Það var
ekki planið að börnin fengju öll
það sama í jólagjöf en það þarf að
velja sér baráttur og stundum er
bara auðveldara að allir fái eins þó
það verði til þrennt á heimilinu.
Þannig fór þetta einmitt núna að
hluta til. En þau eru jú af tveimur
kynjum og það er nú bara þann
ig að áhugamálin eru ekki öll þau
sömu. Svo það verður líka eitthvað
um hluti sem sumum á eftir að
þykja meira spennandi en öðrum,“
segir Valborg sem kveðst afslöppuð
þegar kemur að hefðum jólanna.
„Ætli ég leggi ekki mest upp úr
því að jólastress sé sem minnst
og að meira sé lagt upp úr róleg
heitum, núvitund og samveru
stundum. Jólaboðum hefur fækkað
með árunum en sum lifa enn sem
mér finnst gaman og mikilvægt.“
Þríburarnir fengu svo auðvitað
í skóinn frá jólasveininum en fyrir
talnaglögga gerir það 39 skógjafir
þrettán dagana fyrir jól.
„En ég játa að jólasveinunum var
fækkað svolítið hér á bæ og skórinn
settur aðeins seinna í gluggann.
Mömmunni fannst þessir þret
tán sveinar svona full mikið af því
góða fyrir svona litla krakka, en
okkur finnst þetta öllum nokkuð
skemmtilegt,“ segir Valborg í jóla
skapi.
Þegar þríburarnir voru sjö
mánaða kvaðst hún vel geta hugsað
sér fleiri börn.
„Akkúrat núna myndi ég senni
lega segja pass í bili. Ég á alveg nóg
með þessa þrjá uppátækjasömu
snillinga. En um leið og þau fara
aðeins að róast væri ég alveg til í
f leiri, þó mér þyki ólíklegt að af því
verði.“
Valborg segist vonast til að systkinin verði alltaf náin enda sé dýrmætt að eiga systkini sem standa manni nærri í lífinu. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Ég á enn svolítið
erfitt með leik-
skólalífið og vildi hafa
efni á að vera meira
heima með börnunum.
Stundum finnst mér
erfitt að aðrir njóti
þeirra forréttinda að
eyða deginum með þeim.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R