Fréttablaðið - 24.12.2019, Síða 32

Fréttablaðið - 24.12.2019, Síða 32
Söngsveitin Fílharmónía heldur árlega jólatónleika sína í Lang-holtskirkju föstudaginn 27. desember kl. 20. Einsöngvari verð- ur Kristinn Sigmundsson og með kórnum leika Tómas Guðni Egg- ertsson á píanó og orgel og Þórður Högnason á kontrabassa. Stjórn- andi kórsins er Magnús Ragnarsson. Efnisskráin verður í senn hátíð- leg og fjörleg, en tónleikagestir fá að hlýða á íslensk þjóðlög og sígild jólalög frá hinum ýmsu löndum. Hvæst og blásið í kirkjunni Eymundsson hefur sent út síð-asta metsölulista sinn fyrir jól. Enn sem fyrr er Arnaldur Indriðason á toppnum með Trega- stein. Ekkert lát er á vinsældum bókar Andra Snæs Magnasonar Um tímann og vatnið, en hún er í öðru sæti. Bókin seldist gríðarvel strax eftir útkomu og bóksalar segja að þá hafi fólk verið að kaupa hana fyrir sig en nú séu ánægðir lesendur að kaupa hana til gjafa. Í þriðja sæti er síðan Innf lytjandinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Bækur hans hafa löngum notið vinsælda meðal les- enda og ekkert lát er á því þetta árið. Í fjórða sæti er Þinn eigin tölvu- leikur eftir Ævar Þór Benediktsson og í því fimmta Hvítidauði eftir Ragnar Jónasson. Yrsa Sigurðar- dóttir verður að sætta sig við sjötta sætið með bók sína Þögn, en bækur hennar hafa venjulega verið mun ofar á lista. Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæ- björnsdóttur seldist upp fyrir jól, en útgefandinn var séður og lét prenta bókina í kilju og þannig fæst hún nú í verslunum. Í gær, á Þorláksmessu, benti síðan allt til þess að Jakobína, ævisaga Jakobínu Sigurðardóttur eftir dóttur hennar Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur, myndi seljast upp. Bækurnar á toppnum Söngsveitin vinsæla Fílaharmónía. MYND/GUNNAR FREYR STEINSSON. Kristinn Sigmundsson. Bragi Valdimar Skúlason. Ólafur Jóhann getur fagnað góðu gengi þessi jól.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Söngsveitin Fílharmónía fagnar sextíu ára starfsafmæli þennan vetur með metnaðarfullu og fjöl- breyttu tónleikahaldi. Jólatón- leikar hafa verið fastur liður í starfi kórsins í þrjátíu ár. „Á sextugsafmæli kórsins lítum við til baka og flytjum mörg af eftir- lætis jólalögunum í gegnum árin, til dæmis Það aldin út er sprungið, sem er lag frá 15. öld við sígildan texta Matthíasar Jochumssonar og franska jólalagið A Maiden Most Gentle,“ segir Sigþrúður Gunnars- dóttir, formaður kórsins. „Kristinn Sigmundsson syngur einsöng með kórnum í fjölmörgum lögum, meðal annars Nóttin var sú ágæt ein og ameríska jólaslagarann White Christmas. Þá syngur kór- inn bráðskemmtilega útsetningu Skarphéðins Þórs Hjartarsonar á Jólakettinum eftir Ingibjörgu Þorbergs. Þar fá kórfélagar ekki bara að fara með kjarnyrtan texta Jóhannesar úr Kötlum heldur að mjálma, hvæsa og blása eins og norðangarri. Yngsta verkið á efnisskránni er svo Sagan af Jesúsi eftir Bagga- lútana Guðmund Pálsson og Braga Valdimar Skúlason í nýrri útsetn- ingu Sunnu Karenar Einarsdóttur.“ Eftir tónleikana verður gestum boðið í jólasamsöng, heitt súkku- laði og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar. Miðaverð er kr 3.900, miðasala á tix.is og við innganginn. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöf- undur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Björgvin Franz G ísl as o n Stína Ágústsd ót tir Sigurður Flosa so n KK STJÓRNANDI & KYNNIR: Sigurður Flosason NÝÁRSTÓNLEIKAR Í ELDBORG 5. JANÚAR KL. 20.00 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27Þ R I Ð J U D A G U R 2 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.