Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 27.12.2019, Qupperneq 14
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Ósk Harðardóttir Frostafold 6, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 13. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þann 30. desember kl. 13.00. Jón Eyþór Jónsson Hörður Gunnarsson Jóna Dísa Sævarsdóttir Valgeir Gunnarsson Elín Björk Gunnarsdóttir Guðný Ósk Hauksdóttir Árni Björn Erlingsson barnabörn og barnabarnabörn. Þessi höfðinglega gjöf hefur heil-mikið gildi fyrir okkur og var vel þegin,“ segir Erla Rún Sigur-jónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði, um þá hálfu milljón króna sem Zontaklúbburinn Fjörgyn færði Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir skemmstu og eyrnamerkti fæðingar- deildinni. „Þegar kemur að tækjum og búnaði er fæðingardeildin fjármögnuð að stórum hluta með gjafafé, eins og er hjá heilbrigðisstofnunum almennt á landinu,“ heldur hún áfram. Erla Rún segir fjárhæðina frá Fjör- gyn munu renna í nýtt fæðingarrúm. „Það sem fyrir er er orðið gamalt og við erum komin með augastað á rúmi sem við erum að safna fyrir. Það kostar yfir þrjár milljónir svo við þurfum að leita eftir meiri stuðningi, en það munaði sannarlega vel um þetta. Í raun og veru finnst mér að ríkið eigi að kaupa rúm á spítalana sína en ég veit að það er naumt skammtað til allra heilbrigðisstofnana og því þiggjum við með þökkum þær gjafir sem berast.“ Hún segir margar stofnanir verða að reiða sig á félaga- samtök. „Landspítalinn hefur kven- félagið Hringinn og ýmis önnur félög til að styðja við starfið og kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal hefur hingað til verið okkar stærsti bakhjarl varðandi búnað á fæðingardeildina. Kvenfélagið Sunna í Djúpinu gaf okkur líka stóra gjöf, fyrir sónartæki þó ekki séu margar konur bak við það félag.“ Fæðingardeildin á Ísafirði tekur við konum af norðurhluta Vestfjarða. „Þangað til Dýrafjarðargöng verða opnuð getum við ekki sinnt syðri hlut- anum en það styttist í það, því þau á að opna á næsta ári og svo er vegurinn yfir Dynjandisheiðina á samgönguáætlun,“ segir Erla Rún og bætir við að allmargar konur hafi farið suður til að fæða á þessu ári. „Þó við getum tekið við meirihluta kvenna hér, erum við ekki með neinar áhættufæðingar, þannig að fyrirburar, tvíburar, meðgöngueitranir og önnur tilfelli fara suður. Hér hafa verið 32 fæð- ingar á þessu ári og stefna í að verða 33. Það mætti vera meira. Þegar ég byrjaði hér fyrir níu árum voru 60 fæðingar það ár, þannig að nú viljum við gjarnan hvetja til aukinnar frjósemi! Bolvíkingar eru þekktir fyrir að halda frjósemishátíð og Erla Rún hlær þegar ég spyr um árangur hennar. „Við vorum einmitt að skoða áætlaðar fæðingar fyrir næsta ár, svo langt sem við sjáum og Bol- ungarvík er næstum með helming allra fæðinga, þannig að það sem þeir eru að gera er að virka!“ gun@frettabladid.is Höfðingleg gjöf sem hefur heilmikið gildi Zontaklúbburinn Fjörgyn færði nýlega fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða veglega fjárupphæð sem kemur að góðum notum því nýtt fæðingar- rúm er í sigti. Bolvíkingar virðast ætla að verða duglegir að fjölga sér á nýju ári. Zontakonurnar sem komu færandi hendi í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með Gylfa Ólafssyni forstjóra og Erlu Rún ljósmóður sem tóku við gjöfinni, ásamt Herði, framkvæmdastjóra hjúkrunar, sem stökk í hlutverk myndasmiðs! MYND/HÖRÐUR HÖGNASON Franski efnafræðingurinn og pró- fessorinn Louis Pasteur fæddist þennan dag árið 1822 í smábænum Dole, í austurhluta Frakklands. Hann varð prófessor í efnafræði við há- skólann í Lille í Norður-Frakklandi og tók að beina sjónum sínum að viðfangsefnum gerjun og hafði mikil áhrif á framvindu þekkingar í mat- vælafræði. Pasteur lagði grunninn að því sem við þekkjum sem geril- sneyðingu, en á flestum erlendum tungumálum útleggst það „pas- teurisation“ og dregur nafn sitt af nafni vísindamannsins. Afrekalisti hans varð langur því hann átti einnig mikilvægt rannsóknarframlag á sviði örverufræða, ekki síst í tengslum við sjúkdóma sem örverur geta valdið. Þá hafði hann umdeildar skoðanir á sjálfkviknun lífs, sem var mikið hitamál á þeim tíma. Jafnframt tókst honum að þróa bóluefni gegn hundaæði, sem var sennilega hans mesta afrek á sviði vísinda. Afrek hans eru þar með ekki upp- talin því uppgötvaði að örverur geta borist um loft og sú uppgötvun átti eftir að hafa afgerandi áhrif á rann- sóknir samtímamanna hans og síðari tíma rannsóknir. Louis Pasteur lést 28. september 1895, tæplega 73 ára að aldri. Þ E T TA G E R Ð I S T 27. D E S E M B E R 18 22 : Faðir gerilsneyðingarinnar fæðist Merkisatburðir 1904 Leikritið um Pétur Pan er frumsýnt í Duke of York leikhúsinu í London. 1939 Á milli 20.000 til 40.000 manns látast í gríðaröflug- um jarðskjálfta í Tyrklandi. Skjálftinn mældist 8 að stærð. 1941 Dmítrí Sjostakovitsj lýkur við 7. sinfóníuna. Er hann þá í Síberíu. 1959 Leikarinn Henry Fonda gengur að eiga Susan Ban chard í New York. Nokkur aldursmunur var á þeim hjónum því Henry var 45 ára og Susan 22. Hjónaband þeirra varði í sex ár. 1945 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settur á fót af 29 aðildarríkjum. 1949 Júlíana Hollandsdrottning veitir Indónesíu sjálf- stæði. 1967 Leonhard Cohen sendir frá sér sína fyrstu plötu, „Songs of Leonhard Cohen“. Platan naut hylli austan hafs og vestan og var nær eitt og hálft ár á breska vinsælda- listanum. 1968 Appollo-geim- farið snýr til jarðar á ný. 1978 Spánn verður lýðveldi að nýju eftir 40 ára einræði. 1979 Tveimur dögum eftir innrás Sovétmanna í Afganistan, ræna þeir völdum í landinu og fella forseta landsins, Hafizulah Amin. 2007 Fyrrverandi for- sætisráðherra Pak- istan, Benazir Bhutto, er ráðin af dögum í Rawalpindi. Tilræðis- maðurinn sprengdi sig um leið. 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.