Fréttablaðið - 27.12.2019, Síða 16
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang hordur@frettabladid.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Agnar Tómas Möller
forstöðumaður skuldabréfa
hjá Júpíter
Andrés Jónsson
eigandi Góðra samskipta
Ari Fenger
forstjóri 1912
Arnar Arnarson
sérfræðingur hjá Kviku
Arnar Sigurðsson
eigandi Sante Wines
Ármann Þorvaldsson
aðstoðarbankastjóri Kviku
Árni Maríasson
forstöðumaður markaðsviðskipta
Landsbankans
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason
aðstoðarbankastjóri Arion
Ásta Fjeldsted
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Birna Einarsdóttir
bankastjóri Íslandsbanka
Bjarni Eyvinds Þrastarson
framkvæmdastjóri markaðs
viðskipta Kviku
Björgvin Guðmundsson
meðeigandi hjá KOM
Björgvin Ingi Ólafsson
sviðsstjóri hjá Deloitte
Daníel Helgason
fjárfestir
Eggert Kristófersson
forstjóri Festar
Guðjón Ármann Guðjónsson
forstjóri Hópbíla
Heiðar Guðjónsson
forstjóri Sýnar
Helga Valfells
forstjóri Crowberry Capital
Helgi Magnússon
fjárfestir og eigandi Torgs
útgáfufélags
Helgi Vífill Júlíusson
viðskiptablaðamaður
Hermann Þórisson
forstöðumaður sérhæfðra
fjárfestinga hjá Landsbréfum
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir
framkvæmdastjóri markaðs
viðskipta Landsbankans
Hörður Ægisson
ritstjóri Markaðarins
Jakob Ásmundsson
forstjóri KORTA
Jóhann Ingi Möller
forstöðumaður hlutabréfa Stefnis
Jón Gunnar Jónsson
forstjóri Bankasýslu ríkisins
Jón Sigurðsson
formaður Stoða
Jón Þórisson
ritstjóri Fréttablaðsins
Lilja B. Einarsdóttir
bankastjóri Landsbankans
Magnús Árni Skúlason
hagfræðingur
Magnús Harðarson
forstjóri Nasdaq á Íslandi
Kjartan Smári Höskuldsson
framkvæmdastjóri Íslandssjóða
Marinó Örn Tryggvason
bankastjóri Kviku
Sigurður Atli Jónsson
stjórnarformaður ÍV
Sigurður Hannesson
framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins
Styrmir Þór Bragason
forstjóri Arctic Adventures
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir
fjárfestir
Þórður Már Jóhannesson
fjárfestir
Þorbjörn Atli Sveinsson
sérfræðingur hjá Íslenskum
fjárfestum
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
viðskiptablaðamaður
Örn Arnarson
hagfræðingur
Ægir Már Þórisson
forstjóri Advania á Íslandi.
Dómnefnd Markaðarins
Fyrir börn frá 3 ára og uppúr!
– S.J. Fréttablaðið
– DV
„Lífið er yndisleg sýning !“
– S.B.H. Morgunblaðið
„Það er allt fallegt við þessa sýningu.
Allar stjörnurnar í húsinu !“
– G.S.E. Djöflaeyjan
Sýningin sem hefur farið sigurför
um heiminn snýr aftur í Tjarnarbíó!
Barnasýning ársins 2015 !
Miðasala á tix.is og í Tjarnarbíó
Tilvalið í jólapakkann!
Allra síðustu sýningar!
LAU . 01 . FEB kl . 13 00
LAU . 29 . FEB kl . 13 00
LAU . 14 . mar kl . 13 00
Kaup og sala FISK-Seafood, dótturfyrirtækis Kaup-félags Skagfirðinga, á hlutabréfum Brims, sem skiluðu 1.300 milljóna
króna hagnaði á aðeins þremur
vikum, voru valin viðskipti ársins
2019 af f jölskipaðri dómnefnd
Markaðarins.
„Þessi viðskipti voru ánægjuleg af
ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi tel ég
að báðir aðilar hafi verið sáttir við
sinn hlut og það er auðvitað mikil-
vægast af öllu. Í öðru lagi juku þau
fiskveiðikvótann í heimabyggð
okkar um hátt í tíu prósent og það
munar um minna fyrir atvinnulífið
í Skagafirði og um leið tekjur sveitar-
félagsins,“ segir Friðbjörn Ásbjörns-
son, framkvæmdastjóri FISK-Sea-
food, í samtali við Markaðinn.
„Í þriðja lagi myndaðist prýðilegur
hagnaður af viðskiptunum á tiltölu-
lega skömmum tíma og þess sér auð-
vitað stað bæði í bókum FISK-Sea-
food og móðurfélagsins, Kaupfélags
Skagfirðinga, sem rétt eins og stjórn
FISK-Seafood stóð þétt við bak mér
í þessu ferli.“
FISK-Seafood kom fyrst inn í hlut-
hafahóp Brims, sem áður hét HB
Grandi, þann 18. ágúst síðastliðinn
þegar félagið keypti um 8,3 prósenta
hlut af Gildi lífeyrissjóði. Gengið í
þeim viðskiptum nam 33 krónum
á hlut og var kaupverðið því sam-
tals fimm milljarðar króna. Fjórum
dögum síðar bætti FISK-Seafood
við eignarhlut sinn með kaupum á
34 milljónum hluta að nafnverði á
genginu 36 og þá keypti félagið að
lokum 11 milljónir hluta á genginu
36,06 þann 28. ágúst síðastliðinn.
Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er
í meirihlutaeigu Guðmundar Krist-
jánssonar forstjóra Brims, keypti
hlutinn af FISK, samtals 196,5 millj-
ónir hluta á genginu 40,4, eða fyrir
um 7,94 milljarða króna. FISK-Sea-
food greiddi því samanlagt um 6,62
milljarða króna fyrir bréf sín í Brimi
– samtals 10,18 prósenta hlut – sem
félagið seldi skömmu síðar með
1.320 milljóna króna hagnaði fyrir
skatta.
Ríflega 4,6 milljarðar króna af hlut
FISK-Seafood greiddi Brim með ríf-
lega 2.600 tonna aflaheimildum í
þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Þannig
jukust aflaheimildir útgerðar Kaup-
félagsins um 10 prósent í tonnum.
Þetta vakti mikla hrifningu í sveitar-
stjórn Skagafjarðar en allir oddvitar
í sveitarstjórninni lýstu yfir mikilli
ánægju með viðskiptin í grein í hér-
aðsblaðinu Feyki.
„Við viljum sjá styrk fyrirtækisins
nýttan sem mest til uppbyggingar í
Skagafirði, en auðvitað vitum við
að KS bæði á og verður að ávaxta
fjármuni sína að einhverju marki í
viðskiptatækifærum utan heima-
byggðarinnar og jafnvel utan land-
steinanna. það er því afar ánægjulegt
þegar slíkum „útrásarverkefnum“
lýkur með vel heppnaðri sölu og
umtalsverðri verðmætasköpun sem
skilar sér beint inn í sveitarfélagið,“
skrifuðu oddvitarnir.
„Kannski þykir það ekkert tiltöku-
mál þegar ævintýralegur hagnaður
myndast í hlutabréfaviðskiptum
á örskömmum tíma. Okkur finnst
engu að síður ástæða til þess að vekja
athygli á því hér á heimaslóðunum
hvað þessi tilteknu viðskipti voru
mikilvægur búhnykkur fyrir okkur.“
Að sögn oddvitanna hefur 10
prósenta aukning í aflaheimildum
FISK-Seafood í för með sér umtals-
verða aukningu í umsvifum útgerð-
arfélagsins á heimaslóðum þess og
þannig færast mikil verðmæti aftur
í heim hérað. „Ekki þarf að fjölyrða
um beinar og óbeinar tekjur sveitar-
félagsins af þeirri viðbót,“ skrifuðu
þeir.
FISK-Seafood er orðið þriðja
stærsta sjávarútvegsfélag landsins.
Kaupfélag Skagfirðinga tók fyrst
beinan þátt í útgerð árið 1990 og
síðan þá hefur það keypt meira en
90 prósent af aflaheimildunum sem
það á í dag.
„Við erum að vaxa í sjávarútvegin-
um. Hann er dýr og fjármagnsfrekur,
en við teljum að þar séu miklir vaxt-
armöguleikar. Við ætlum að komast
þar í fremstu röð á Íslandi,“ sagði
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Skagfirðinga, í viðtali
við ViðskiptaMoggann í apríl. Mikil-
vægt skref í þá átt hafi verið kaup
FISK-Seafood á öllum hlut Útgerðar-
félags Reykjavíkur í Vinnslustöðinni
í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Um
var að ræða kaup á þriðjungshlut
fyrir 9,4 milljarða króna.
„Þá fengum við uppsjávarveið-
arnar til viðbótar við bolfiskvinnsl-
una sem við stundum sjálf hér fyrir
norðan. Næsta verkefni er að vinna
þessi tengsl áfram. Við sjáum hag-
ræðingarmöguleika í markaðssetn-
ingu og í samnýtingu veiðiheimilda.
En þetta er ekki útfært að fullu. Aðal-
markmiðið var að fá breidd í sjávar-
útvegshlutann, og vera í bolfiski,
síld, loðnu og makríl,“ sagði Þórólfur
í viðtalinu en hann hefur haldið um
stjórnartaumana í Kaupfélaginu frá
árinu 1988.
K aupfélag Sk ag f irðinga er
umsvifamikill matvælaframleið-
andi. Það er til að mynda með um
35 prósenta hlutdeild í framleiðslu
lambakjöts á Íslandi og enn hærri
hlutdeild, um 40 prósenta, í fóður-
framleiðslu. Þá er félagið auk þess
með mörg verkefni í pípunum sem
miða að því að auka framleiðsluna
enn frekar og ná stærri hluta af
virðiskeðjunni. Eignir Kaupfélagsins
námu 62,3 milljörðum króna í lok
síðasta árs og eigið fé 35 milljörðum
króna.
Gríðarleg verðmæti fóru heim í hérað
FISK-Seafood, dótturfyrirtæki KS, hagnaðist um 1.300 milljónir á þremur vikum á viðskiptum með hlutabréf Brims. Orðið eitt
stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Náði að auka aflaheimildir um 10 prósent og færa þannig mikil verðmæti heim í hérað.
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Það munar um
minna fyrir at-
vinnulífið í Skagafirði og
um leið tekjur sveitarfélags-
ins.
Friðbjörn
Ásbjörnsson,
framkvæmda
stjóri FISKSea
food
FISK-Seafood hagnaðist um rúmlega 1.300 milljónir á viðskiptum sínum með bréf í Brimi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 MARKAÐURINN