Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 18
2. Þórólfur Gíslason, kaup-félagsstjóri Kaupfélags Skag- firðinga, var mörgum dómnefndar- mönnum Markaðarins ofarlega í huga við val á viðskiptamanni ársins. „Stefnulegir leiðtogar eiga ein- mitt auðvelt með að greina og nýta taktísk tækifæri. Árið 2018 var besta rekstrarár í sögu KS og starfsemi félagsins hefur aldrei verið með jafnmiklum blóma og nú í lok ársins 2019,“ skrifaði einn álitsgjafinn. „Skagfirðingar njóta góðs af vel- gengni og síauknum umsvifum fé- lagsins á heimasvæði þess. Þórólfur hefur stýrt KS frá 1988 og á skilið að vera valinn viðskiptamaður ársins 2019. „Skál‘ og syngja Skagfirðingar“ – aftur,“ bætti hann við. „Sterk framtíðarsýn í sjávarútvegi og öflugt félag fyrir samfélagið,“ hafði einn dómnefndarmaður á orði. FISK-Seafood, dótturfélag KS, hagnaðist um 1.300 milljónir á þremur vikum í haust með kaupum og sölu á hlutabréfum í Brimi. Við söluna náði FISK-Seafood að auka aflaheimildir sínar um 2.600 tonn, eða um heil 10 prósent, sem hefur í för með sér umtalsverða aukningu í umsvifum útgerðarfélagsins á heimaslóðum þess. „Hefur byggt Kaupfélag Skag- firðinga upp í alvöru matvælarisa á Íslandi. Magnað að sjá hvað hann hefur gert og nú útrás á ýmsum sviðum, þó aðallega skyrtengt. Mjög áhugaverð saga,“ sagði annar í dómnefndinni. KS vinnur nú að undirbúningi sjálfstæðrar skyrframleiðslu í Kína, og félagið á einnig helmingshlut í nýrri 500 milljóna króna skyrverk- smiðju í Swansea í Wales, sem getur framleitt sjö þúsund tonn af skyri á ári. Þá mun KS hefja framleiðslu á miklu magni etanóls úr ostamysu í verksmiðju félagsins á Sauðárkróki á fyrri hluta næsta árs. Nú þegar framleiðir félagið 350 tonn af þurrk- uðu mysupróteini úr ostamysunni en verksmiðjan átti að komast í full afköst á seinni hluta þessa árs. „Framleiðsla próteindufts og etanóls úr mysu markar þáttaskil á Íslandi því ekki einungis er um að ræða verðmætasköpun með nýsköpun heldur hefur vinnslan jákvæð áhrif á umhverfið því hráefninu var áður hent,“ sagði einn álitsgjafi. „Hann hefur byggt upp sann- kallað stórveldi. Kaupfélagið hefur sótt fram undir hans stjórn og sama hvert er litið stendur það vel. FISK-Seafood er til að mynda eitt sterkasta sjávarútvegsfélag landsins. Átti nokkur frábær við- skipti á árinu, hefur verið að stunda nýsköpun og allt á fullri ferð þarna,“ sagði í rökstuðningi frá einum. Þórólfur hefur byggt upp matvælarisa Þórólfur Gísla- son, forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. 3. Öflugur viðsnúningur á rekstri Íslandspósts í ár varð til þess að Birgir Jónsson, sem var ráðinn forstjóri Íslandspósts byrjun sumars, hafnaði í þriðja sæti í vali dómnefndar Markaðar- ins á viðskiptamanni ársins. „Embættiskerfið hefur frá því ég man eftir mér ekki viljað taka á nokkrum rekstrarvanda í opin- bera kerfinu og borið því við að lögmálin þar séu allt önnur og flóknari en í viðskiptalífinu al- mennt. Síðan mætir Birgir og sýnir það svart á hvítu að það er þarft og unnt að taka til,“ sagði einn álitsgjafi Markaðarins. „Var ráðinn til að snúa við miklum taprekstri Íslandspósts sem farinn var að kosta skatt- greiðendur háar fjárhæðir. Ekki hægt að segja annað en hann hafi strax tekið til hendinni og áhrifin eru smám saman að koma fram. Rekstur hefur verið einfaldaður, m.a. með sölu dótturfélaga sem ekki tengdust kjarnastarfsemi, og sniðin að þörfum nútímans. Fleiri svona stjórnendur inn í fyrirtæki í ríkiseigu!“ sagði annar álitsgjafi. Íslandspóstur hefur verið rekinn með tapi um árabil en nú er útlit fyrir að afkoman á næsta ári verði við núllið eftir víðtækar hagræð- ingaraðgerðir. Endurskipulagning á rekstrinum hefur skilað því að á fyrstu tíu mánuðum ársins fjór- faldaðist EBITDA Íslandspósts, rekstrarhagnaður fyrir fjármagns- liði og skatta, þrátt fyrir að veltan hefði dregist lítillega saman á milli ára. „Eitt brýnasta hagsmunamál efnahagslífsins er hagræðing í ríkisrekstri, Birgir hefur sýnt að með góðum vilja er það hægt og jafnframt að engar afsakanir eru fyrir því að gera það ekki,“ komst einn í dómnefnd Markaðarins að orði. „Hann hefur gert hið ómögu- lega og það er að snúa við rekstri Íslandspóst og sýnt að það má gera kröfu um alvöru rekstur á fyrirtækjum i eigi ríkisins,“ sagði annar í dómnefndinni. Íslandspóstur glímir enn við þunga afborgunarbyrði og mikla skuldsetningu eftir ýmis fjárfest- ingarverkefni síðustu ára. Birgir sagði í samtali við Markaðinn í vetur að þegar búið væri að leysa úr skuldavanda Íslandspósts gæti fyrirtækið byrjað að skila hagnaði og orðið eitt arðbærasta póst- fyrirtækið á Norðurlöndum. „Kredit fyrir að fara inn í opin- beran rekstur með það að mark- miði að taka til. Væri gott ef við fengjum fleiri svona,“ sagði enn einn álitsgjafinn. Vilja fleiri stjórnendur eins og Birgi hjá ríkinu Viðskiptamaður ársins 2019 er Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en að mati dóm-nefndar Markaðarins hefur Árni Oddur „leitt alþjóðlega uppbyggingu Marels með glæsi- brag“. Hann hafi lokið vel heppn- aðri skráningu í kauphöllina í Amsterdam og fengið stóra erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn. „Það er erfitt að horfa fram hjá vel heppnaðri skráningu Marels í kaup- höllina í Amsterdam sem svo hefur laðað að mjög marga erlenda sjóði og aðra fjárfesta að félaginu. Félag- ið hefur fyrir vikið, ásamt góðum rekstri og sterkum efnahag, hækkað um rúm 70 prósent það sem af er ári,“ sagði í rökstuðningi frá einum af þeim sem skipa dómnefnd Mark- aðarins. Marel var skráð í kauphöll- ina Euronext í Amsterdam í byrjun sumars og samhliða því var ráðist í almennt hlutafjárútboð þar sem hlutaféð var aukið um 15 prósent. Einn álitsgjafi sagði að valið á viðskiptamanni ársins á Íslandi væri dálítið eins og valið á knatt- spyrnumanni ársins á heimsvísu. „Við þurfum að velja Messi. Þó að það sé kannski ekki frumlegt kemur enginn annar til greina. Það sama gildir um Árna Odd sem er einfald- lega að spila í allt annarri deild en aðrir í íslensku viðskiptalífi.“ Annar sagði að skráning Mar- els hefði verið „stór áfangi fyrir nýsköpunarfélagið Marel sem var sprottið upp úr þekkingu á sjávar- útvegi, verkviti og hugviti, og skilur eftir sig mikið á Íslandi“. Verð í fyrstu viðskiptum eftir skráninguna nam 3,85 evrum en síðan þá hefur það hækkað um rúm 18 prósent. Sé litið aftur til áramóta hefur gengi bréfanna hækkað um 70 prósent. Markaðsvirði hátækniris- ans nálgast nú 500 milljarða króna. „Árni Oddur skráði fyrirtækið alþjóðlega og er að ná að selja erlendum langtímaf jár festum stóra hluti í fyrirtækinu. Það hefur engum tekist áður eftir fjármála- hrunið,“ sagði einn af álitsgjöf- unum. Dómnefnd Markaðarins var á einu máli um að Ísland í heild sinni hefði á árinu sem er að líða notið góðs af ævintýralegu gengi Marels. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi á árinu selt hluta af sínum bréfum í félaginu – þeir eiga núna samtals um 30 prósenta hlut miðað við um 40 prósenta hlut í byrjun ársins – þá hefur samanlagður hlutur þeirra að markaðsvirði aukist um liðlega 40 milljarða og nemur núna tæplega 140 milljörðum. „Útlit er fyrir að helstu lífeyris- sjóðir landsins muni skila yfir 10 prósenta raunávöxtun á árinu og þá útkomu má ekki síst þakka þeirri hækkun sem hefur orðið á hlutabréfaverði Marels,“ sagði einn dómnefndarmannanna. Á sama tíma og lífeyrissjóðir, ásamt innlendum verðbréfasjóðum, hafa verið að selja sig niður í Marel hefur eignarhlutur erlendra sjóða í félaginu margfaldast. Þannig nam samanlagður hlutur þeirra um átta prósentum um síðustu áramót en í dag eiga erlendir fjárfestingarsjóðir tæplega 30 prósenta hlut í félaginu. Frá skráningu félagsins í Kaup- höllina á Íslandi árið 1992 hafa heildartekjur þess vaxið að meðal- tali um 22 prósent á ári. Árni Oddur tók við stjórnartaumunum árið 2013 en næstu tvö ár var ráðist í umfangsmiklar hagræðingarað- gerðir sem skiluðu sér í aukinni sölu og aukinni framlegð. Marel stefnir að 12 prósenta árlegum vexti fram til ársins 2026 en vöxturinn á að byggja á öf lugri markaðssókn, nýsköpun, vel ígrunduðu samstarfi og yfirtökum á fyrirtækjum. Árni Oddur að spila í allt annarri deild Álitsgjafar Markaðarins segja að með vel heppnaðri erlendri skráningu og því að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn hafi Árni Oddur, viðskiptamað- ur ársins, gert það sem engum Íslendingi hefur áður tekist eftir hrunið 2008. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Helstu lífeyrissjóðir landsins munu skila yfir tíu prósenta raunávöxtun á árinu og þá útkomu má ekki síst þakka þeirri hækkun sem hefur orðið á hluta- bréfaverði Marels. Birgir Jónsson, forstjóri Íslands- pósts. Aðrir sem voru nefndir sem viðskiptamenn ársins n Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood. „Endurkoma í viðskiptalífið. Vel heppnuð skráning Iceland Seafood.“ n Sigurður Viðarsson, forstjóri TM. „Hefur rekið TM í 12 ár með miklum myndarskap. Frábær árangur í rekstrinum og góð ávöxtun fjárfesta frá skrán- ingu. Stór viðskipti svo í lok árs með kaupum á Lykli.“ n Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. „Hefur staðið fyrir stækkun Brims með kaupum á Ögurvík og Icelandic Asia. Félagið skilaði metafkomu á þriðja ársfjórðungi og gengið hækkað um 20 prósent frá áramótum.“ n Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. „Lygilegt ris á Alvogen eftir nokkur viðskipti, síðast í nóvember, er að nálgast (im- plied) markaðsvirði upp á um 200 milljarða króna.“ n Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krón- unnar. „Krónan hefur verið leiðandi í umhverfismálum meðal íslenskra verslana.“ n Jón Sigurðsson, stjórnar- formaður Stoða. „Það sem Stoðir eru að gera undir forystu Jóns er markvisst og klókindalegt. Einkum stefnumótandi kaup í Símanum og aðild að stórum ákvörðunum TM.“ n Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion. „Benedikt er að gjörbreyta viðskiptamódeli Arion banka og er með fullan stuðning hlut- hafa. Verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.“ n Haukur Ingason, eigandi Garðsapóteks. „Öflugur rekstrarmaður sem var fyrstur til að bjóða upp á lyfjasölu á netinu.“ n Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslands- hótela. „Hefur alltaf haft mikla trú á ferða- þjónustunni á Íslandi og hefur tekist, eftir að hafa lent í hremmingum í kjölfar fjármála- hrunsins, að byggja upp eina stærstu hótelkeðju landsins.“ n Stefanía Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Avo. „Fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í Y Combinator og er að byggja upp einstaklega flott þekk- ingarfyrirtæki.“ n Fjárfestatengill Brims. „Sjaldan hefur reynt jafn mikið á ættfræðikunnáttu manns í þessari stöðu og á sama tíma á reglum kauphallar- innar um fjárfest- ingatengsl.“ n Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Advent- urs. „Hefði gengið frá viðskiptum ársins ef Thomas Cook hefði ekki farið á hausinn. Arctic Adventures hefur haft skýra sýn á það hvernig ferðaþjónustan mun þroskast sem atvinnugrein og er núna í kjöraðstöðu til að stækka enn frekar þegar aðrir fyrirtækjaeig- endur í greininni verða mótæki- legri fyrir yfirtökutilboðum.“ n Guðmundur Fertram Sigurjóns- son, forstjóri Kerecis. „Kerecis átti frábært ár. Fengu sterka erlenda fjárfesta með sér í lið og tekj- urnar eru á blússandi siglingu. Það stefnir í að Kerecis verði risi á sínu sviði eftir nokkur ár.“ Bjarni Ãrmannsson Ólafur Torfason Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.