Fréttablaðið - 27.12.2019, Síða 20
4000%
var ávöxtun FISK-Seafood á
ársgrundvelli.
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
3. Farsæl skráning Marels í kauphöllina í Amsterdam
í sumar voru þriðju bestu við-
skipti ársins að mati dómnefndar
Markaðarins. Í umsögnum sínum
nefndu álitsgjafar áhrifin sem
skráning félagsins hefur haft á
íslenska lífeyrissjóði.
„Það er erfitt að horfa fram hjá
skráningu Marels í ljósi áhrifanna
sem hún hefur haft, meðal annars
á íslenska lífeyrissjóði sem munu
skila óeðlilega góðri ávöxtun á
þessu ári út af Marel,“ sagði einn
álitsgjafinn sem varpaði síðan
þeirri spurningu fram hvernig sjóð-
unum dytti það í hug að eiga svo
mikið undir einu félagi.
Álitsgjafar bentu á að gengi
hlutabréfa Marel hefði hækkað um
rúm 18 prósent frá skráningunni
og um 70 prósent frá áramótum.
Markaðsvirði fyrirtækisins nálgast
nú 500 milljarða. Skráning Marels
í og hlutafjárútboðið sem henni
fylgdi var „það eina sem stóð upp
úr á árinu“ að mati eins álitsgjafa.
Þá nefndi einn af þeim sem
skipa dómnefnd Markaðarins kaup
Hvals fyrir milljarð í Marel í byrjun
árs. „Ekki endilega sjálf ávöxtunin
sem var 63 prósent á 11 mánuðum
heldur horft til þess að hluta-
bréfafjárfestar voru mjög litlir í
sér á þessum tímapunkti og það
þurfti kjark til að koma stór inn á
markaðinn í upphafi árs.“
Skráning Marels skilar
sjóðunum góðri ávöxtun
Árni Oddur
Þórðarson,
forstjóri Marel.
Kaupfélag Skagfirðinga nýtti tækifærið til að styrkja sig stefnu-lega og um leið auka umsvif í atvinnu-lífinu á heimaslóð-
unum í Skagafirði,“ sagði í umsögn
eins dómnefndarmanns Markað-
arins um viðskipti FISK-Seafood,
dótturfyrirtækis Kaupfélags Skag-
firðinga, með hlutabréf Brims í lok
sumars.
Óhætt er að segja að fjárfesting
FISK-Seafood, dótturfélags Kaup-
félags Skagfirðinga, á nærri 10,2
prósenta hlut í Brimi, sem var
keyptur fyrir samtals 6,62 millj-
arða króna í þrennum viðskiptum
á tímabilinu 18. ágúst til 28. ágúst
fyrr á þessu ári, hafi skilað félaginu
ríkulegri ávöxtun.
Aðeins örfáum dögum síðar, eða
nánar tiltekið þann 11. september
síðastliðinn, seldi FISK-Seafood
allan hlut sinn í Brimi til Útgerðar-
félags Reykjavíkur, sem er í meiri-
hlutaeigu Guðmundar Kristjáns-
son, forstjóra Brims, fyrir 7,94
milljarða króna, eða með um 1.320
milljóna hagnaði. Á ársgrundvelli
lætur nærri lagi að ávöxtun (IRR)
FISK-Seafood af viðskiptunum hafi
numið liðlega 4.000 prósentum.
Einn af álitsgjöfum Markaðarins
benti á að kaupverðið hefði verið
talsvert undir innlausnarvirði
Brims ef horft væri á markaðsvirði
kvótaeignar félagsins.
„Skömmu síðar seldi einmitt FISK
bréfin sín félagi nátengdu Brimi og
fékk að stórum hluta greitt fyrir
með rúmlega 2.600 tonna af la-
heimildum í þorski, ýsu, ufsa og
steinbít. Keypti sem sagt undir inn-
lausnarvirði, seldi á innlausnarvirði
og hagnaðist um 1,3 milljarða króna
á viðskiptunum. Um leið jók FISK
aflaheimildir sínar um 10 prósent
og er nú þriðja stærsta sjávarút-
vegsfyrirtæki landsins,“ sagði álits-
gjafinn.
„Þannig heldur merkileg atvinnu-
uppbygging KS áfram sem hefur í
gegnum árin byggt upp þetta sterka
sjávarútvegsfyrirtæki með vel tíma-
settum kaupum á fyrirtækjum
og kvóta – í gegnum tíðina hefur
meirihluti af laheimilda félagsins
verið keyptur á markaði fremur en
að hafa verið úthlutað til félagsins
byggt á veiðireynslu,“ bætti hann
við. Í þessu samhengi má rifja
upp að FISK-Seafood keypti allan
hlut Útgerðarfélags Reykjavíkur
í Vinnslustöðinni á árinu 2018.
Um var að ræða þriðjungshlut alls
hlutafjár í Vinnslustöðinni og kaup-
verðið var 9,4 milljarðar króna.
Veruleg aukning á kvóta FISK-
Seafood vakti mikla hrifningu í
sveitarstjórn Skagafjarðar en allir
oddvitar í sveitarstjórninni lýstu
yfir mikilli ánægju með viðskiptin
í grein í héraðsblaðinu Feyki.
„Við viljum sjá styrk fyrir-
tækisins nýttan sem mest til upp-
byggingar í Skagafirði, en auð-
vitað vitum við að KS bæði á og
verður að ávaxta fjármuni sína að
einhverju marki í viðskiptatæki-
færum utan heimabyggðarinnar
og jafnvel utan landsteinanna. Það
er því afar ánægjulegt þegar slíkum
„útrásarverkefnum“ lýkur með vel
heppnaðri sölu og umtalsverðri
verðmætasköpun sem skilar sér
beint inn í sveitarfélagið,“ skrifuðu
oddvitarnir.
Ævintýraleg ávöxtun
á örskömmum tíma
Ávöxtun FISK-Seafood af viðskiptum með bréf Brims nam nokkrum þúsund-
um prósenta á ársgrundvelli. Hlutu yfirburðakosningu sem viðskipti ársins.
Byggt upp reksturinn með vel tímasettum kaupum á kvóta og fyrirtækjum.
Önnur viðskipti sem voru nefnd þau bestu
n Guðmundur Kristjánsson,
aðaleigandi Brims, var stór-
tækur í fjárfestingum á árinu
sem er að líða, rétt eins og því
fyrra, og töldu margir álitsgjafar
Markaðarins að áframhaldandi
stækkun Brims, meðal annars
með kaupum á sölufélögum Út-
gerðarfélags Reykjavíkur í Asíu,
væru viðskipti ársins.
n „Stækkun Brims með
kaupum á Ögurvík og í kjöl-
farið sölustarfsemi ÚR í Asíu.
Brim skilaði metafkomu á þriðja
ársfjórðungi og gengið hefur
hækkað um 20 prósent
frá áramótum,“ sagði
einn álitsgjafi.
n Þá voru viðskipti
með bréf í Alvotech,
sem var stofnað af Ró-
bert Wessman, sömu-
leiðis nefnd sem viðskipti ársins
en tilkynnt var um það í nóvem-
ber að alþjóðlega fjárfestingar-
félagið Yas Holding hefði gert
samkomulag við Alvotech um
kaup á nýju hlutafé og samstarfs-
samning um þróun, framleiðslu
og sölu líftæknilyfja fyrir
um 45 milljónir Banda-
ríkjadala.
n Kaup Stoða á hlutum
í Símanum, sem hófust
í apríl, voru talin eiga
skilið að vera við-
skipti ársins en
fjárfest-
ingarfélagið
hefur á
skömmum
tíma
orðið að
stærsta
hluthafa félagsins með 14 pró-
senta hlut. „Félagið var áður
hálf-munaðarlaust. Markaðurinn
treystir því að þeir muni skapa
hluthöfum aukin verðmæti með
því að taka Mílu, innviði félagsins,
setja í sér félag og selja,“ sagði
einn álitsgjafi.
n Sala á íslenska fyrirtækinu
Algrim Consulting, sem hefur
byggt upp tækni á sviði gjald-
eyrisviðskipta og viðskipta með
rafmyntir, til bandaríska tækni-
fyrirtækisins Ripple fékk einnig
atkvæði sem viðskipti ársins.
„Þegar íslenskir tölvunarfræði- og
stærðfræðinördar selja Algrím,
algjörlega óþekkt fjártæknifélag í
rekstri sem fáir skilja, fyrir stórfé
til Ripple, alþjóðlegs leiðtoga í
þessum bransa,“ sagði í rökstuðn-
ingi eins dómnefndarmanns.
n Þá voru lífskjarasamningarnir á
almennum vinnumarkaði nefndir
sem viðskipti ársins. „Hvað svo
sem má segja um æsingafólkið
sem nú skipar verkalýðsforust-
una þá náðu þau góðum og skyn-
samlegum samningum fyrir
sína félagsmenn á erfiðum
tíma,“ sagði einn álitsgjafi.
n Miklar breytingar hafa
verið gerðar á stjórnenda-
teymi Arion banka á árinu
og voru þeir félagarnir
Benedikt Gíslason og Ás-
geir Helgi Reykfjörð
Gylfason ráðnir
sem bankastjóri
og aðstoðar-
bankastjóri. Einn
nefndarmaður
vildi meina að
sú ráðning ætti
skilið að vera nefnd sem viðskipti
ársins. „Í fyrsta skipti í áratug er
hægt að ganga að bílastæðum
lausum við Borgartún og með
þessu áframhaldi er ljóst að allt
tal um „gráa daga“ og borgarlínu
mun daga uppi. Þessir menn eru
virkilega að draga úr losun
CO2.“
n Önnur viðskipti sem voru
nefnd voru meðal annars
salan á Fréttablaðinu – „selt
á ögurstundu fyrir fínan
pening“ – eins sala Innergex
á 67 prósenta hlut í
HS Orku til Ancala og
íslenskra lífeyris-
sjóða, sem var sögð
„frábær sala á fé-
laginu á mjög góðu
verði“.
2. Kaup TM á fjármögnunar-fyrirtækinu Lykli bar oft á
góma við val á viðskiptum ársins
og höfnuðu þau í öðru sæti. Einn
álitsgjafi sagði að um væri að ræða
„strategísk kaup sem áttu sér stað á
góðu verði“.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM,
sagði í nýlegu viðtali við Markaðinn
að félagið væri „að kaupa eigið fé á
afslætti“. Þá stæðu vonir til þess að
Lykill fengi viðskiptabankaleyfi
um mitt næsta sumar. Yfirvofandi
bankaleyfi mun verða „áskorun
fyrir stóru bankana“ að mati ann-
ars álitsgjafa.
Tryggingafélagið keypti Lykil á
9,25 milljarða króna, auk þess mun
hagnaður ársins renna til seljanda.
Reiknað er með að hann muni nema
um 600 milljónum króna.
„Með kaupunum treystir TM
tekjugrunn sinn og gerir hann
f jölbrey tt ar i. Verðið v irðist
sanngjarnt og TM nýtti sér styrk
sinn sem skráð félag til að fjár-
magna kaupin að hluta,“ sagði í
rökstuðningi eins dómnefndar-
manns.
„Gáfust ekki upp þegar fyrsta til-
raun gekk ekki eftir heldur halda
áfram og klára. Tvöföldun á efnahag
félagsins og möguleiki á að víkka
mjög út reksturinn,“ sagði annar í
dómnefnd Markaðarins og vísar til
samningaviðræðna milli félaganna
sem slitnuðu um mitt ár 2018.
Strategísk kaup af hálfu
TM og verðið talið gott
Sigurður Viðars-
son, forstjóri TM.
Guðmundur
Kristjánsson
Nasdaq á Íslandi óskar öllum gleðilegrar
hátíðar og gæfu á komandi ári 2020
nasdaq.com
Benedikt Gíslason
2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 MARKAÐURINN