Fréttablaðið - 27.12.2019, Page 26

Fréttablaðið - 27.12.2019, Page 26
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Hermann Þór er matreiðslu-kennari við Hótel- og veit-ingaskólann. Hann hefur unnið á mörgum af bestu veitinga- stöðum landsins, svo sem Vox, Holtinu og Dilli. Hermann starfaði um tíma á Kong Hans Kælder, sem þá var með eina Michelin-stjörnu, auk þess að vinna hjá íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Fyrir þremur árum ákvað hann að venda sínu kvæði í kross og kennir nú matreiðslu við Hótel- og veitingaskólann. „Ég fór í Háskóla Íslands og lærði kennslufræði, sem var mjög spenn- andi því mig langaði til að setjast á skólabekk aftur og ég sá framtíðar- tækifæri í því. Maður sér aldrei eftir námi. Áhugi minn á því að verða kennari hefur stigmagnast síðustu árin og þegar mér bauðst að kenna við Hótel- og veitinga- skólann fann ég að nú var kominn tími til að breyta til og ég ákvað að grípa tækifærið,“ segir Hermann. Matreiðslunámið tekur fjögur ár í allt. „Byrjað er á að komast á samning á veitingastað og svo eru þetta þrjár annir í skólanum. Fyrir tveimur árum var ný námskrá í matreiðslu tekin í notkun og ef það hefur einhvern tímann verið spennandi að fara í nám í mat- reiðslu þá er það núna, því námið einkennist af mikilli verklegri matreiðslu þar sem nemendur fá að njóta sín. Við útskrifum um 60 nemendur á ári, sem fara út á vinnumarkaðinn í öll þau ólíku störf sem eru í boði í okkar geira. Margir straumar í matreiðslu koma saman í skólanum og ólíkir nemendur sem miðla þekkingu sinni sín á milli og við það skapast mörg tækifæri fyrir nemendur til að læra og sjá eitthvað nýtt,“ segir Hermann. „Ég held að allir fulllærðir matreiðslumenn átti sig á því að þeir eru fljótlega komnir í hlutverk kennara að einhverju leyti. Þeir miðla sinni þekkingu og eru endalaust að skapa nýja hluti, sem gerir það að verkum að það eru alltaf spennandi tímar fram undan,“ bætir hann við. Fastar áramótahefðir Þegar talið berst að áramótunum sem fram undan eru kemur í ljós að Hermann er með fastar hefðir varðandi áramótamatinn. „Ég hef yfirleitt humar í skel sem var „sign ature“-réttur Holtsins á sínum tíma og einnig í Harold Béarnaise hópnum sem einn besti matar- klúbbur á Íslandi. Um er að ræða pönnusteiktan humar í hvítlauks- rjómasósu með ristuðu brauði, en þessi réttur er rosalegur. Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að elda er hins vegar villibráð, sér í lagi helsingja sem er gæsar- tegund sem svipar til heiðagæsa en þó örlítið smærri og er kjötið af honum engu líkt. Það vill líka svo til að ég er í veiðihópi sem nefnist Helsingjar og er hlaðinn snill- ingum. Uppáhaldsmaturinn minn þó er kjöt í karríi, sem enginn gerir betur en móðir mín.“ Um áramót strengir Hermann ávallt áramótaheit. „Ég strengi áramótaheit á hverju ári og það er alltaf það sama, að gera konuna mína hamingjusamari, og já, það hefur heppnast hingað til. Hvað næsta ár varðar almennt stendur til að gera betur en árið áður í öllu því sem maður tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnan, fjölskyldan eða áhugamálin.“ Hermann þykir meistari þegar kemur að því að elda kalkún og hér gefur hann lesendum Fréttablaðs- ins uppskrift að áramótakalkún- inum, sósu og meðlæti. Kalkúnninn sem bræðir hjörtu landsmanna 4-5 kg kalkúnn 100 g smjör 3 tsk. oreganó 1 tsk. salvía Salt Pipar Aðferð: Smjörið er brætt með kryddum og makað á fuglinn. Kalkúnninn er steiktur í ofni við 160°C í u.þ.b. 4 tíma. Á klukkutíma fresti er smjörinu maskerað yfir fuglinn til að gefa honum betra bragð. Gott er að hvíla fuglinn í 15 mín. áður en hann er skorinn, við það verður hann safaríkari. Þumalputtareglan er sú við eldun á kalkún að fyrir hvert kíló eru 40 mínútur í eldun. Best er að leyfa honum síðan að standa í 10-20 mín. eftir að hann er tilbúinn. Ef kalkúnninn er skorinn strax og hann er tekinn úr ofninum fer vökvinn úr kjötinu, sérstak- lega bringunum. Hitastigið skiptir máli og er yfirleitt notast við 160°C því þá næst þessi fallega brúnun á skinninu sem er svo bragðgóð. Heimsins gómsætasta kalkúnsfylling 250 g laukur 250 g Flúðasveppir 250 g gulrætur 50 g þurrkuð epli 50 g apríkósur 6 stk. brauðsneiðar (hvítt brauð) 1 dl rjómi 1 dl vatn 200 g döðlur (steinlausar) 1 tsk. salvía Svartur pipar Salt 2 tsk. oreganó Laukur, gulrætur og sveppir saxað og svitað á pönnu. Epli og aprík- ósur lagðar í vatn í 2 tíma við stofuhita. Brauð skorið í teninga og lagt í mjólk og vatn í 1 klst. Öllu blandað vel saman og kryddað með salti, svörtum pipar, salvíu og oreganó. Hluti af fyllingunni fer inn í fuglinn og restin í form til hliðar í ofninum. Gott er að laga fyll- inguna deginum áður. Salvíutónuð kalkúnssósa Soð Innmatur sem fylgir yfirleitt fuglinum 1 hótellaukur 1 tsk. oreganó 1 msk. tómatpuré 100 g sellerístöngull 2 stk. stjörnuanís 4 lárviðarlauf 10 svört piparkorn Innmatur og grænmeti brúnað í ofni eða á pönnu. Öllu saman komið fyrir í potti með 2 lítrum af vatni og látið malla í 5-6 klst. Passa að fleyta reglulega soðið. Sigtað eftir þennan tíma og soðið niður um helming. Sósan 100 g smjör 2 msk. hveiti rjómi salvía salt pipar Smjörbolla löguð úr hveiti og smjöri. Soðið þykkt eftir smekk. Kryddað til og að lokum er rjóminn léttþeyttur og bætt við á síðustu stundu. Eplasalat 200 g græn epli 200 g perur 200 g sellerístönglar 300 g sýrður rjómi 100 g majónes 50 g sykur 250 ml rjómi 250 g ananas úr dós Heslihnetur Sýrður rjómi, majónes og sykur þeytt saman. Epli skræld og gróf- söxuð, sellerí og ananas saxað heldur fínna. Majónesblöndunni blandað saman við eplin, (ekki öfugt) svo það verði ekki og blautt. Rjóminn er léttþeyttur og blandað saman við. Heslihnetur til skreytingar. Sojahnetur 50 g heslihnetur 50 g pekanhnetur 50 g valhnetur 2 msk. sojasósa 3 msk. púðursykur Hneturnar eru ristaðar í ofni við 180°C í 10 mín. Sojasósa og púður- sykur soðið og öllu blandað vel saman. Hægt er að nota þetta sem meðlæti eða að setja þetta í fyll- inguna sjálfa. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Hermann Þór í eldhúsinu í Menntaskólanum í Kópavogi en hann er matreiðslukennari við Hótel- og veitingaskól- ann. Hann heldur svo sannarlega í hefðirnar um áramótin. Hér gefur hann frábæra uppskrift. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Margir straumar í matreiðslu koma saman í skólanum og ólíkir nemendur sem miðla þekkingu sinni sín á milli og við það skap- ast mörg tækifæri fyrir nemendur til að læra og sjá eitthvað nýtt. Framhald af forsíðu ➛ Á frettabladid.is finnur þú Fréttablaðið í dag og safn eldri blaða. Lestu Fréttablaðið þegar þér hentar á frettabladid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.