Fréttablaðið - 27.12.2019, Page 32

Fréttablaðið - 27.12.2019, Page 32
Öndum léttar Umhverfisvænni flugeldar Frá 2013 hafa allir innfluttir flugeldar verið CE vottaðir sem tryggir m.a. öruggari flugelda og minni mengun. Óæskileg efni hafa markvisst verið tekin úr flugeldum sem seldir eru hér á landi frá árinu 2013. Þessi efni geta þó mælst sem snefilefni en eru ólíkleg til að valda skaða. Flugeldarnir sem við seljum eru blýlausir og hafa verið í mörg ár. Engir hættulegir þungmálmar eru settir í flugeldana sem við seljum (s.s. arsen, kadmín, króm, blý, kvikasilfur eða zirkon). Plast í flugeldasölu hefur minnkað um meira en helming á síðustu 5 árum. Plastpokar verða ekki í boði á flugeldamörkuðum okkar frá desember 2020. Notaðir flugeldar brotna að mestu leyti niður í náttúrunni. Sorpgámar fyrir flugeldaúrgang verða staðsettir við helstu sölustaði á nýársdag. Fólk er hvatt til þess að hreinsa strax upp notaða flugelda og fara með í gámana. Hávaðasömum flugeldum hefur verið fækkað mikið á síðustu 5 árum. Söludögum flugelda á Íslandi hefur fækkað niður í 4 daga í desember. Pappi og plast sem fellur til í flugeldasölu er flokkaður og endurunninn. Skjótum rótum. Landsmönnum gefst kostur á að kolefnisjafna flugeldakaupin með Rótarskoti sem selt er á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur undanfarin ár leitað markvisst að umhverfisvænni leiðum í flugeldasölunni og skipt út vörum fyrir betri valkosti. Við munum áfram vinna að því að gera þessa mikilvægu fjáröflun okkar betri og umhverfisvænni. Hér eru nokkrar staðreyndir um flugeldasöluna: Gleðilegt ár og slysalaus áramót.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.