Fréttablaðið - 27.12.2019, Side 38

Fréttablaðið - 27.12.2019, Side 38
Það er ómetanlegt að eiga öflugan bakhjarl á ögurstundu. Slysavarnarfélagið Landsbjörg er stolt okkar og styrkur. ARCTIC TRUCKS KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK S: 540 4900 arctictrucks.is Boðið er upp á nýja leið til að styrkja björgunarsveitamenn. Verkefnið Skjótum rótum er græðlingur sem hægt er að kaupa á öllum sölustöðum Landsbjargar. Kaupandi fær þó græðlinginn ekki í hendur, heldur mun Skógræktarfélag Íslands sjá um að gróðursetja hann. Kaupandi fær umslag með minjagrip, skraut- tré, til að sýna að hann hafi styrkt verkefnið. Allur ágóði rennur til Landsbjargar. Áætlað er að það muni taka 15-20 ár til að sýnilegt verði hvaða verkefni er í gangi á Þorláks- hafnarsandi, skógurinn mun taka lengri tíma. Skjótum rótum er viðbót við vöruúrval björgunarsveitanna, en verkefnið hefði aldrei orðið að veruleika ef Slysavarnafélagið Landsbjörg og Skógræktarfélag Íslands ásamt styrktaraðilum: Olís, Heklu og Íslenska gáma- félaginu, hefðu ekki tekið svona vel í það, auk auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Nú gefst þjóðinni tækifæri til að styrkja umhverfið um leið og það styrkir sveitirnar, en hvert Rótarskot samsvarar einum græðlingi sem verður gróðursettur fyrir hönd kaupanda með stuðningi Skógræktarfélags Íslands í nýjum Áramótaskógi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar bjóða nú upp á nýja leið til að styrkja við hið öfluga og mikilvæga sjálf boðastarf björgunarsveitanna. Fyrir þau sem vilja draga úr magni flugelda sem það kaupir, eða vill ekki kaupa flugelda, er hægt að kaupa Rótar- skot, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands á Hafnarsandi í Ölfusi, í svokallaðan Áramótaskóg Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hugmyndin að þessum valkosti er komin frá Rakel Kristinsdóttur og kviknaði hún í kjölfar BS-rit- gerðar hennar, Eldfimt efni, þar sem hún kannaði fjármögnun björgunarsveitanna með tilliti til skotelda. Allur ágóðinn af sölu Rótar- skotanna rennur til björgunar- sveitanna og eru sölustaðir hjá björgunarsveitum um allt land. Kaupandi fær umslag með skraut- tré til að sýna að viðkomandi hafi styrkt verkefnið. Verð er frá 3.990 krónur. Skjótum rótum Fjáröflun er hluti starfsins hjá Landsbjörg til að styrkja starfið. Í sumar gróðursettu sjálf boða-liðar okkar og Skógræktar-félags Íslands 15.000 birki- plöntur sem seldust í átakinu Skjótum rótum 2018. Nú höfum við framlengt sam- starfið og höldum áfram að selja rótarskot á Flugeldamörkuðum björgunarsveitanna, við munum svo skjóta rótum í skógum víða um land á næsta ári. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 20. desember að veita Slysavarnafélaginu Lands- björg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. Í því aftakaveðri sem gekk yfir landið 10. og 11. desember síðast- liðinn og þeim erfiðu aðstæðum sem þá sköpuðust, með ófærð, rafmagnsleysi, fjarskiptatruf l- unum og eignatjóni sýndu björg- unarsveitir landsins enn og aftur hversu gríðarlega mikilvægar þær eru öryggi landsmanna og hversu óeigingjarnt starf sjálf boðaliðar þeirra vinna, oft og tíðum við erfiðustu aðstæður. Slysavarnafélagið Landsbjörg er landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Er styrkurinn veittur í viðurkenn- ingar- og virðingarskyni við starf- semi björgunarsveitanna og til að ef la áframhaldandi starf þeirra. Gott samstarf Björgunarsveitirnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi landsins og kom það berlega í ljós í aðgerð- um síðustu daga, þar sem hundruð sjálf boðaliða voru að störfum. Okkur langar að þakka öllum þeim sem gera okkur mögulegt að hlaupa fyrirvaralaust í útköll til þess að sinna þessum mikil- vægu verkefnum. Skilningsríkum atvinnurekendum sem eru reiðubúnir að gefa okkur frí frá vinnu, oftast á launum, fjölskyld- um okkar, vinum og vinnufélögum og síðast en ekki síst bakvörðum og styrktaraðilum. Sjálf boðaliðar björgunarsveit- anna. Skilaboð til atvinnurekenda 12 2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RBJÖRGUNARSVEITIR Á ÁRAMÓTUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.