Fréttablaðið - 27.12.2019, Page 44
Guðríður Jóhannesdóttir stýrir
Múlakaffi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Guðríður María Jóhannes-dóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis, segist telja að
veitingamarkaðurinn sé að stefna í
átt að jafnvægi og að fyrirtækið hafi
nýtt árið 2019 í að endurskipuleggja
reksturinn og búa í haginn. „Ef fyr-
irtæki þekkja sinn kjarna og hlúa
að sínum gildum og sérkennum þá
er hægt að ná stöðugleika til lengri
tíma litið.“
Hvað gekk vel á árinu 2019?
Veitingamarkaðurinn í heild
sinni var krefjandi á árinu sem er
að líða eins og fram hefur komið í
umræðunni. Við í Múlakaffi höfum
vissulega orðið vör við það en á
samdráttartímum sem þessum þá
hrósum við happi yfir því að vera í
margþættum rekstri og stólum ekki
einungis á komur viðskiptavina
á veitingastaði. Við höfum vaxið
mikið undanfarin ár og var 2019
engin undantekning á því. Stórveisl-
ur, þorrablót og árshátíðir gengu
heilt yfir mjög vel og svo tókum við
að okkur stór kvikmyndaverkefni í
lok árs. Þau eru bæði skemmtileg og
að ákveðnu leyti í okkar anda, þar
sem að aðstæður eru krefjandi og
reynir á sérhæfðan búnað og þekk-
ingu okkar starfsmanna.
Hvað var krefjandi á árinu sem er
að líða?
Markaðsaðstæður voru krefjandi
heilt yfir en við trúum því að veit-
ingamarkaðurinn sé að stefna í átt
að jafnvægi eftir sveif lur síðustu
ára. Við notuðum árið 2019 vel í að
skipuleggja ýmsa þætti rekstrarins
og búa í haginn. Vöruþróun, gæði og
þjónusta, eru kjarninn í okkar starf-
semi og við vitum að við þurfum
að skara fram úr þegar kemur að
þessum þáttum. Eyþór Rúnarsson,
yfirkokkur Múlakaffis, og hans
teymi, hefur unnið frábæra vinnu
og það er okkar trú að gæði og fram-
setning okkar veitinga hafi aldrei
verið betri. Það mun alltaf verða
lykillinn að árangri hjá Múlakaffi,
hvernig sem efnahagsástandið er.
Hvernig horfir árið 2020 við þér í
rekstrinum?
Við erum bjartsýn. 2020 er fyrir
það fyrsta einstaklega fallegt ártal
og á skilið að vera ár jákvæðni.
Veitingarekstur eins og allur annar
rekstur sveiflast upp og niður með
ýmsum breytum í efnahagslífinu
en ef fyrirtæki þekkja sinn kjarna
og hlúa að sínum gildum og sér-
kennum þá er hægt að ná stöðug-
leika til lengri tíma litið. Við erum
þakklát fyrir okkar samstarfsfólk
og hlökkum til komandi áskorana.
Veitingamarkaðurinn stefnir í átt að jafnvægi
Á samdráttar-
tímum sem þessum
hrósum við happi yfir því að
vera í margþættum rekstri
og stólum ekki einungis á
komur viðskiptavina á
veitingastaði.
Gy l f i G í s l a s o n , f r a m k v æ m d a -stjóri Jáverks, segir ánægjulegt hversu sterk verkefnastaða fyrirtækisins fyrir
næsta ár sé, einkum þegar litið er
til þess að mörgum verktakafyrir-
tækjum hefur að undanförnu geng-
ið erfiðlega að fjármagna ný bygg-
ingarverkefni. „Ástæðan virðist
vera sú að það vanti laust fjármagn
í kerfið.“
Hvað gekk vel á árinu 2019?
Árið 2019 var gott og árangursríkt
ár hjá okkur í Jáverki og við náðum
langf lestum markmiðum okkar
þetta árið. Það stefnir í að veltan
hafi aukist um 15% frá fyrra ári og
framlegðarmarkmið f lestra verka
hefur gengið eftir. Við hjá Jáverki
vinnum stöðugt að umbótum í
okkar rekstri. Þannig náðum við
gríðarlega stórum áfanga í sögu
fyrirtækisins í byrjun desember.
Þá staðfesti alþjóðlega vottunar-
fyrirtækið BSI, eftir úttekt, að gæða-
stjórnunarkerfi okkar uppfylli þær
ströngu kröfur sem það gerir til ISO-
9001 vottunar. Við byrjum því nýtt
ár með gæðastjórnunarkerfi sem er
ISO 9001 vottað. Þá höfum við verið
að þróa okkur áfram í Svansvottun
og erum að vinna í langstærsta
Svansvottaða byggingarverkefni
sem hefur verið unnið hérlendis í
nýjum miðbæ á Selfossi. Það hefur
verið mjög lærdómsríkt ferli og
ljóst að umhverfismál munu verða
vaxandi áhersla hjá okkur á næstu
árum. Þá hlutum við nokkrar veg-
tyllur á árinu. Við vorum að venju
á lista Creditinfo yfir framúrskar-
andi fyrirtæki, næstefst verktaka-
fyrirtækja, við vorum jafnframt
á lista Keldunnar og Viðskipta-
blaðsins yfir fyrirmyndarfyrirtæki
í rekstri og þá hlotnuðust okkur
Steinsteypuverðlaunin 2019 fyrir
framúrskarandi framkvæmd við
sjónsteypu í Bláa lóninu. Heilt yfir
var því árið 2019 okkur gott ár.
Hvað var krefjandi á árinu sem er
að líða?
Ytra starfsumhverfi fyrirtækja
er alltaf krefjandi og er stærsti
áhættuþátturinn í okkar rekstri. Í
byggingariðnaði vegur þar þyngst
verðlag, gengi krónunnar, vextir,
eftirspurn, samkeppni og pólitískt
umhverfi. Margir þessara þátta
hafa þróast ágætlega á árinu, skyn-
samlegir kjarasamningar hafa
stutt við vaxtalækkun almenn-
ingi og fyrirtækjum til góðs. Gengi
krónunnar hefur verið nokkuð
stöðugt og verðlag sömuleiðis. Eftir-
spurnin eftir vinnu verktakafyrir-
tæka hefur verið nokkuð stöðug
þó tímabundið hafi dregið úr sölu
ákveðinna tegunda íbúða og á
ákveðnum svæðum. Sífellt vaxandi
kröfur og álögur á atvinnurekstur
er áhyggjuefni. Sýnilegur og ósýni-
legur kostnaður vegna þess vex ár
frá ári sem meðal annars skilar sér í
hærra íbúðaverði.
Hvernig horfir árið 2020 við þér í
rekstrinum?
Árið 2020 horfir nokkuð vel við
okkur hjá Jáverki. Verkefnastaðan
er traust og miðað við þegar gerða
verksamninga áætlum við nokkra
veltuaukningu frá árinu 2019. Það
er góð tilfinning einkum þegar
horft er til þess að mörgum hefur
gengið erfiðlega að fjármagna ný
byggingarverkefni síðustu mánuði.
Ástæðan virðist vera sú að það vanti
laust fjármagn í kerfið. Draga mun
úr uppbyggingu íbúða en sveitar-
félög og ríki eru loks að koma inn
með framkvæmdir eftir langt hlé.
Við munum í vaxandi mæli horfa
til umhverfismála í rekstrinum á
næstu árum, þar höfum við mörg
tækifæri til að draga úr kolefnis-
spori okkar og minnka sóun. Þann-
ig að okkar bíða mörg skemmtileg
verkefni á árinu 2020.
Það vantar lausafé í kerfið
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Jáverks. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Halldór Þorkelsson, fram-kvæmdastjóri Capacent, segist merkja af viðskipta-
vinum ráðgjafarfyrirtækisins að
flestir telji að hagkerfið muni aftur
taka við sér þegar líður tekur á
næsta ár. „Að mínu mati munu erf-
iðar en oftar en ekki nauðsynlegar
aðhaldsaðgerðir sem komu til fram-
kvæmda á þessu ári skila skilvirkari
og öflugri félögum á nýju ári.“
Hvað gekk vel á árinu 2019?
Margt spennandi og skemmti-
legt hefur átt sér stað hjá okkur á
árinu sem er að líða. Nú nýverið
gengum við til dæmis frá samstarfi
við Alfreð sem við áformum að þróa
enn frekar á nýju ári. Við mótuðum
og settum í loftið fjölda mælaborða,
meðal annars mælaborð borgarbúa
en þar gefst fólki tækifæri á því að
finna á aðgengilegu formi mælingar
og upplýsingar um rekstur borgar-
innar og lífið sem í henni þrífst.
Stafræn umskipti og Heimsmark-
mið Sameinuðu þjóðanna hafa
verið okkur ofarlega í huga í störf-
um okkar fyrir hvort heldur sem
er opinbera aðila eða félög í sam-
keppnisrekstri. Við áttum farsælt
samstarf við landshluta og sveitar-
félög við að móta sóknaráætlanir
til næstu ára og erum afskaplega
stolt af þeim mikla árangri sem
viðskiptavinur okkar Landsvirkjun
hefur náð í jafnréttismálum sem
kristallast í Hvatningarverðlaunum
jafnréttismála 2019. Einnig er vert
að geta þess að innleiðing nýs áætl-
anakerfi fyrir íslenska ríkið hefur
gengið vel.
Hvað var krefjandi á árinu sem er
að líða?
Sú þjónusta sem við erum að
veita viðskiptavinum okkar er í
eðli sínu nokkuð breytileg. Breyttar
áherslur og árferði hafa því veruleg
áhrif á hvaða þjónustuþættir okkar
eru fyrirferðarmestir hverju sinni.
Við fundum vel fyrir því á árinu
að breyttar rekstrarforsendur
fyrirtækja urðu til þess að áherslur
breyttust nokkuð frá helstu þjón-
ustuþáttum frá fyrra ári.
Við fundum vel fyrir áhrifum af
falli WOW air á fyrri hluta ársins.
Sama á við um þá óvissu sem ríkti
vikurnar fyrir gerð kjarasamninga.
Á þeim tíma héldu aðilar almennt
að sér höndum og forðuðust að
taka ákvarðanir. Það má svo segi
að áhrifa nýrra kjarasamninga hafi
aftur gætt á seinni hluta ársins en
glögglega mátti greina að róður-
inn var þyngri hjá fyrirtækjum
almennt. Fjöldauppsagnir í banka-
kerfinu höfðu líka veruleg áhrif.
Heilt yfir fundum við fyrir því að
viðskiptavinir okkar hafa verið var-
færnari í öllum sínum aðgerðum á
árinu sem er að líða samanborið
við árið áður og ljóst að hægari
snúningshraði hagkerfisins hefur
haft áhrif.
Hvernig horfir árið 2020 við þér í
rekstrinum?
Við horfum full eftirvæntingar til
nýs árs. Ekki er annað að greina af
viðskiptavinum okkar en að flestir
telji að hagkerfið taki aftur við sér
þegar líða tekur á nýtt ár enda allar
forsendur til staðar. Þetta styður
nýútkomin skýrsla Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins um Ísland þar sem
sjóðurinn styður þær aðgerðir sem
gripið hefur verið til og telur til þess
fallnar að auka hér aftur snúnings-
hraða hagkerfisins.
Að mínu mati munu erfiðar
en oftar en ekki nauðsynlegar
aðhaldsaðgerðir sem komu til fram-
kvæmda á þessu ári skila skilvirkari
og öflugri félögum á nýju ári. Ég er
að sama skapi sannfærður um að
jákvæð reynsla af því að takast á við
tímabundna niðursveiflu eftir lang-
varandi uppgang styrki fyrirtæki og
opinbera aðila enn frekar til góðra
verka á nýju ári. Það ætti að vera
öllum hvatning að sjá hversu vel
hagkerfið var í stakk búið til þess
að takast á við tímabundna lægð.
Allir voru varfærnari í aðgerðum sínum á árinu
Ekki er annað að
greina af okkar
viðskiptavinum en að flestir
telji að hagkerfið taki aftur
við sér þegar líða tekur á á
nýtt ár.
Draga mun úr
uppbyggingu íbúða
en sveitarfélög og ríki eru
loks að koma inn með
framkvæmdir eftir langt hlé.
2 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 MARKAÐURINN