Fréttablaðið - 31.12.2019, Page 5

Fréttablaðið - 31.12.2019, Page 5
FISKELDI Á árinu sem er að líða stefnir í að útf lutningsverðmæti fiskeldis verði um 24 milljarðar króna. Áætla má að útf lutnings- verðmæti laxeldis verði um 18 millj- arðar og bleikju og regnbogasilungs allt að 5 milljarðar. Að auki eru flutt út laxaseiði og fleiri tegundir. Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Samtök- um fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir vöxt greinarinnar mikinn. „Útf lutningsverðmætið er að tvö- faldast á milli ára og gera má ráð fyrir verulegum vexti á næsta ári, þó að hann verði ekki hlutfallslega jafn mikill.“ Hann segir að fiskeldið hafi burði til að vaxa verulega að magni og verðmætum á skömmum tíma. „Sjávarútvegurinn okkar sækir í takmarkaða auðlind sem byggist á sjálf bærri nýtingu. Þar hafa menn hins vegar náð miklum og góðum árangri með vöruþróun, betri nýtingu hráefnisins og nýrri tækni sem hefur skapað ný tækifæri og aukin verðmæti,“ segir Einar. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var verðmæti fiskeld- isútflutningsins um 22,7 milljarðar króna á fyrstu 11 mánuðum ársins. Einar tekur líklegt að útflutnings- verðmætið í ár muni nema um 24 milljörðum króna. „Á næsta ári erum við að gera ráð fyrir áfram- haldandi vexti og gætum farið yfir 30 milljarða. Verð á laxaafurðum sveif laðist nokkuð á þessu ári, en nú er það sögulega mjög hátt.“ Einar segir að fiskeldið sé að verða ein af útf lutningsstoðum Íslands. „Það er farið að muna um fiskeldið í þjóðhagslegu samhengi og áhrifanna gætir í aukinni og fjöl- breyttari atvinnusköpun og hefur bein áhrif með jákvæðum hætti á rekstur ríkisins og sveitarfélaganna eins og alþjóðleg matsfyrirtæki hafa bent á.“ Í fyrra nam útflutningsverðmæti uppsjávarfisks á Íslandsmiðum um 50 milljörðum króna. Fiskeldið er því þegar með um helming útflutn- ingsverðmæta þessara mikilvægu fisktegunda, svipað samanlögðu verðmæti makríls og kolmunna. Mestallt fiskeldi hér á landi er á Vestfjörðum og Austfjörðum og er þess farið að gæta með afger- andi hætti á báðum svæðunum. Einar segir að nær þrjú hundruð manns starfi við fiskeldi á Íslandi, í beinum störfum og síðan sé annað eins í afleiddum störfum. Reynsla manna frá Noregi bendir til þess að hvert starf í eldinu skapi þrjú til fjögur störf í nærumhverfinu. Samfara miklum vexti greinar- innar hefur fjárfesting í fiskeldi aukist. Fjárfestingin nam tæplega 5,4 milljörðum króna á árinu 2018. Fiskeldið er fjármagnsfrek atvinnu- grein. „Mörg ár líða frá því að leyfi fást frá opinberum eftirlitsstofn- unum, þar til fyrstu tekjur fara að fást. En á sama tíma þarf að byggja upp seiðaeldisstöðvar, kvíabúnað, fjárfesta í þjónustubátum, aðstöðu í vinnslu og þess háttar,“ segir Einar. Tugum milljarða hefur verið varið í fjárfestingar í íslensku fiskeldi og segir Einar að frekari fjárfest- ingar séu fram undan. „Fiskeldið er umtalsverð innspýting inn í íslenskt atvinnulíf, sem skiptir miklu máli þegar við horfum upp á samdrátt á mörgum sviðum útf lutnings og fækkun starfa.“ david@frettabladid.is Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Á næsta ári erum við að gera ráð fyrir áframhaldandi vexti og gætum farið yfir 30 millj- arða. Einar K. Guðfinnsson, hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is Útflutningsverðmæti fiskeldis 24 milljarðar króna á árinu Fiskeldi við Suðureyri á Vestfjörðum. Mestallt fiskeldið er á Vestfjörðum og Austfjörðum. NORDICPHOTOS/GETTY Útflutningsverðmæti eldisfisks á árinu svarar til helmings af útflutningsverðmæti uppsjávar fisks í fyrra. Nær 300 manns starfa við fiskeldið og álíka fjöldi við afleidd störf. SAMFÉLAG Um sextíu foreldrar á Seltjarnarnesi hafa mótmælt harð- lega þeirri ákvörðun bæjarstjórnar að leggja niður heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir daggæslu eða leikskólaplássi. Þá mótmælir hópurinn einnig þeirri ákvörðun að lækka sömuleiðis greiðslur til foreldra vegna dag- gæslu barna í heimahúsi. Hópurinn sendi undirritað bréf á bæjarstjóra og bæjarfulltrúa Sel- tjarnarnesbæjar fyrir jól þar sem mótmælunum var komið á fram- færi og þess krafist að ákvarðan- irnar yrðu tafarlaust dregnar til baka. Segjast foreldrarnir hafa fullan skilning á að fjárhagur bæjarins sé í járnum en að forgangsröðun bæj- arins veki furðu. Barnafjölskyldur geti seint talist til þeirra sem hafi breiðustu bökin í samfélaginu. Vekur hópurinn athygli á því að staða foreldra sé í raun sér- lega viðkvæm því margir búi við skerta innkomu uns börnin kom- ast á leikskóla eða til dagforeldra. Heimgreiðslur hafi verið settar á á sínum tíma til að jafna aðstöðu- mun þeirra sem fengið hafa dag- vistun fyrir börn sín og hinna sem ekki hafi fengið slíkt pláss. Þá telur hópurinn að það sé ekki vönduð stjórnsýsla að tilkynna um slíka niðurfellingu með rúmlega hálfs mánaðar fyrirvara en breyt- ingarnar taka gildi frá áramótum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur Ásgerður Halldórs- dóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnes- bæjar, svarað erindi hópsins og sagt að málið verði skoðað betur. Gert er ráð fyrir því að það verði rætt á næsta fundi bæjarstjórnar eftir áramót. – bþ Foreldrar mótmæla skerðingu á Nesinu Leikskólabörn á góðum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 Lög mæti hand tökunnar sé á gráu svæði: „Þessi fram­ ganga er í raun frá leit“ Lögmenn lýsa yfir efasemdum um lögmæti verklags lögreglunnar þegar hún handtók Kristján Gunnar Valdi- marsson að nýju. 2 Hafna kröfu lög reglu um á fram haldandi gæslu varð­ hald yfir Kristjáni Kröfu lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald Kristjáns var hafnað í Héraðs- dómi Reykjavíkur. 3 Íbúi á Aragötu óttast Krist­ján: „Þú veist ekkert hvað hann gerir næst“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við laga- deild HÍ, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu ÍRAK Adel Abdul Mahdi, forsætisráð- herra Íraks, fordæmdi í gær loftárás- ir Bandaríkjamanna á búðir írakskra vígasveita sem njóta stuðnings frá Íran. Bandaríkjaher gerði árásirnar á sunnudag í hefndarskyni fyrir morð á bandarískum verktaka. Reuters-fréttastofan hefur eftir írökskum heimildum að minnst 25 vígamenn hafi fallið í árásunum og 55 særst. Abdul Mahdi lýsti árás- unum sem grimmum og óásættan- legum. Þær myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Í yfirlýsingu frá Þjóðaröryggis- ráði Íraks segir að árásir Banda- r íkjamanna leiði til þess að endurskoða þurfi samstarfið við hersveitir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Árásirnar væru brot á fullveldi Íraks. Það væri eingöngu í verkahring írakskra öryggissveita að vernda landið og herbúðir þar. Sítaklerkurinn Moqtada al-Sadr lýsti því yfir í gær að hann væri reiðubúinn að vinna með vígasveit- um sem njóta stuðnings frá Íran, sem hafa verið pólitískir andstæð- ingar hans, að því að koma banda- rískum hersveitum úr landinu. Takist það ekki með pólitísk- um eða lagalegum leiðum sagðist al-Sadr ætla að grípa til annarra aðgerða í samvinnu við pólitíska andstæðinga sína. – sar Stjórnvöld í Írak gætu endurskoðað samstarf við Bandaríkin Írakskar hersveitir berjast við sveitir Íslamska ríkisins. NORDICPHOTOS/GETTY 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.