Fréttablaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 23
www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum GLEÐILEGS NÝS ÁRS OG ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA bendum við á að verslanir okkar eru lokaðar á gamlársdag og nýársdag. Gleðilegt nytt ár Við opnum aftur 2. janúar og þá heldur okkar árlega RISA-ÚTSALA áfram. Í nýlegri PISA-könnun kom fram að við lok grunnskóla geta 34% stráka á Íslandi ekki lesið sér til gagns og 19% stúlkna. Ýmislegt hefur verið nefnt til úrbóta, t.d. að fjölga kennslustundum í íslensku í skólum. Samtök atvinnulífsins telja að árangur batni ef grunn- skólinn er styttur um 1 ár. Flest íslensk börn eru komin á leikskóla fyrir 2 ára aldur og dvelja þar megnið af vökutíma sínum til 6 ára aldurs. Þetta aldursskeið er mikilvægt varðandi máltöku og allir starfsmenn leikskóla sem eru í samskiptum við börnin eru því móðurmálskennarar. Stjórnvöld og foreldrar virðast þó ekki átta sig á mikilvægi þessa starfs því að veru- legur hluti þessa fólks getur ekki talist hæfur til að kenna íslensku. Börnin eiga betra skilið en þeirra þarfir eru ekki í forgangi. Foreldrar geta margir gert miklu betur í að kenna börnum sínum íslensku. Sumir lesa fyrir börnin sín á hverjum degi en aðrir sjaldan eða aldrei. Lesturinn þroskar les- skilning, eykur orðaforða og auðg- ar ímyndunaraf l. Sumir halda að skólinn geti séð um þetta frá a til ö, en það er mikill misskilningur og mörg börn þurfa mun meiri hjálp foreldra. Slík hjálp skilar börnum mikilvægum verðmætum og börn sem njóta fá verulegt forskot á þá sem ekki njóta. Mörg ung börn verja alltof miklum tíma í snjalltækjum, sem ekki nota íslensku. Þau læra ekki íslensku á meðan. Í dag er skólakerfið þannig að enga hindrun þarf að yfirstíga til að komast inn í framhaldsskóla. Þriðjungur stráka og fimmtungur stelpna fer þangað illa læs, með lít- inn orðaforða og með lélega hæfni til að tjá sig í rituðu máli. Í sumum skólum er hlutfall torlæsra mun hærra. Það er undarlegt hlutverk sem framhaldsskólakennarar eru settir í þegar þetta er haft í huga. Það hlýtur að vera snúið að kenna slíkum nemendum t.d. efnafræði eða líffræði þar sem aðalverkfærið er íslensk tunga, töluð eða rituð. Yfirvöld menntamála virðast ekki skilja að forsendur framhalds- skólanáms eru ekki fyrir hendi fyrir ólæsa. Hlín Bolladóttir, þrautreyndur grunnskólakennari, telur lestrar- vanda barna stafa af vandamálum sem ekki verða til í skólunum held- ur m.a. vegna foreldra sem eru svo uppteknir að þeir sinna ekki börn- um sínum nægilega. Í framhalds- skólum birtist þetta sem agaleysi alltof margra. Í framhaldsskóla þar sem ég þekki til mæta margir nem- endur yfir 90%. Samt er meðalmæt- ing í bóklegar greinar aðeins 70%. Það þýðir að margir mæta miklu verr en 70%. Sumir teljast mættir í tíma en eru andlega fjarverandi. Yfirvöld menntamála virðast svo skyni skroppin að telja að búast megi við góðum námsárangri við þessar aðstæður. Þrátt fyrir vitneskju um slaka stöðu margra nema sem hefja nám í framhaldsskóla og ýmiss konar agaleysi eru skólastjórnendur og kennarar undir þrýstingi að útskrifa sem f lesta með stúdents- próf með sem minnstum tilkostn- aði. Ýmsar vafasamar aðferðir f innast til að ná slíku og er þá jafnvel eðlilegum námskröfum fórnað. Opnar námsbrautir gefa nemum tækifæri til að velja krefj- andi námsáfanga sem skila góðu stúdentsprófi. En sumar opnar brautir eru svo galopnar að þær gefa möguleika á innihaldsrýru stúdentspróf i. Sumir kennarar hafa búið við fyrirmæli um að allir nemendur eigi að ná öllum náms- áföngum! Annars staðar monta menn sig af góðum „námsárangri“ og litlu brottfalli þar sem námsmat er þannig að nemendur þurfa aldrei að standast próf heldur geta híft sig upp á verkefnum sem enginn veit hver vann. Hve langt er hægt að ganga í fáránleikanum og blekk- ingunum? Er ekki kominn tími til að yfirvöld menntamála fari að rumska? PISA og framhaldsskólinn Nú í nóvemberlok fréttist að 14 manns hefði verið sagt upp hjá Hafró en þó látið svo heita að fjórir hafi farið sjálf viljugir. Það síðastnefnda er yfirbreiðsla og „hagræðing á sannleikanum“. Enginn þessara 14 starfsmanna hafði ástæðu né áform um að yfirgefa stofnunina. Aðeins mannauðsstjóri (áður fjár- málastjóri um árabil) sagði upp að eigin frumkvæði vegna þess að hann gat ekki kyngt áformum um fjöldauppsagnir og hvernig að þeim var staðið. Stofnunin hlýtur að vera veru- lega löskuð eftir að svo hátt var reitt til höggs þar sem 300 starfsár- um í reynslu og þekkingu (nær 10% starfsmanna í landi) var varpað fyrir borð og við það bætist að and- rúmsloft og starfsandi eftirsitjandi starfsmanna eru nú sögð við frost- mark. Þessar fjöldauppsagnir eru og taldar af lagafróðum mönnum í nokkrum tilfellum algerlega ólög- legar og í öðrum tilfellum ósiðlegar í hæsta máta. En allt þetta gæti þó verið hjóm eitt miðað við það tjón á rannsóknarstarfsemi sem „ráða- menn“ gætu hafa valdið með þess- um forkastanlegu vinnubrögðum. En hvað er hér að gerast og hvernig stendur á slíkri „slátrun“ á starfsfólki sem hlýtur að vera dýr- mætasti hluti hverrar stofnunar eins og Hafró? Slíkar fjöldaupp- sagnir hafa aldrei fyrr sést hjá þessari stofnun sem ætlað er að varðveita f jöregg þjóðarinnar, hafið í kringum landið, og nýverið reyndar bæði haf og vötn. Jafnvel í Hruninu var ekki snert við starfs- mönnum. Því skýtur þetta skökku við þegar efnahagsástand er sagt nokkuð gott og fer þvert gegn öllum markmiðum ríkisstjórnar- innar um auknar rannsóknir, ekki síst á umhverfi, á tímum súrnunar sjávar og loftslagsbreytinga. Hvaða pólitík er hér í gangi og hvaða nafn skal gefa slíkri tík? En lítum á skýringar manns úr innsta hring, mannauðsstjórans. Hann segir að yfirmenn Hafró hafi um tíma í sumar og haust togast á við Sjávarútvegsráðuneytið um hvernig mæta skyldi fjárhagsvand- ræðunum. Yfirmenn Hafró vildu að venju helst ræða um niðurskurð verkefna, og /eða úthaldstíma rannsóknarskipa. Undir haust var mannauðsstjóranum kúplað út úr þessu „samningaþófi“ og undarleg boð komu frá ráðherra til yfir- stjórnar um að nefna aldrei fyrir- hugaðan niðurskurð í fjölmiðlum og alls ekki niðurskurð á verk- efnum. Eftir það segir mannauðs- stjóri að forstjóri og fjármálastjóri stofnunarinnar hafi ekki horft á neitt annað en niðurskurð á fólki. Þegar upp er staðið virðist sparnaðurinn hafa snúist um 90 milljónir. Velta stofnunarinnar á árinu 2019 mun vera um 4 millj- arðar þannig að verið er að tala um upphæð sem er ca. 2,3% af heildar- veltu. Nær árlega hefur stofnunin staðið frammi fyrir álíka eða stærri „meintum“ f járhagsvanda. Mál hafa þó ætíð leyst farsællega á ein- hvern hátt. Það furðulega í þessu máli er einnig sú staðreynd að nefndur mannauðsstjóri telur að á næsta ári spari stofnunin sér aðeins 20 millj- ónir með þessum fjöldauppsögn- um því hún er hvergi nærri laus við allt þetta fólk á augabragði hvað varðar launa- og orlofsgreiðslur. Að öllu þessu sögðu hlýtur að liggja rökstuddur grunur um það að forstjóri stofnunarinnar hafi fengið beinar fyrirskipanir frá sjávarútvegsráðherra um að skera niður mannauð og ekkert annað. Þessu verða þessir tveir herramenn að sjálfsögðu að svara á opinberum vettvangi og nægir ekki að þegja og/eða benda hvor á annan. Við lifum á tímum gagnsæis og hér er veri að sýsla með fé þjóðarinnar. Undirritaður er fiskifræðingur og vann allan sinn starfsaldur hjá Hafrannsóknastofnun. Hart vegið að Hafró! Björn Guðmundsson framhaldsskóla- kennari Einar Jónsson fiskifræðingur Foreldrar geta margir gert miklu betur í að kenna börnum sínum íslensku. Sumir lesa fyrir börnin sín á hverjum degi en aðrir sjaldan eða aldrei. Lesturinn þroskar lesskilning, eykur orðaforða og auðgar ímynd- unarafl. Þegar upp er staðið virðist sparnaðurinn hafa snúist um 90 milljónir. Velta stofnunarinnar á árinu 2019 mun vera um 4 milljarðar þannig að verið er að tala um upphæð sem er ca. 2,3% af heildarveltu. Nær árlega hefur stofnunin staðið frami fyrir álíka eða stærri „meint- um“ fjárhagsvanda. intellecta.is RÁÐNINGAR 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.