Fréttablaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 20
Ríkisreknir fjölmiðlar eru ekki á auglýsinga-markaði á Norður-löndunum, í Bretlandi og víðast hvar á megin-landi Evrópu. Það þarf
að leita aftur til ríkja gömlu Austur-
Evrópu til að finna fyrirkomulag
eins og viðgengst hér á Íslandi þar
sem ríkið rekur útvarp og sjónvarp
fyrir milljarða skattfé borgaranna
– og leyfir þessum ríkisrekna miðli
að hamast á auglýsingamarkaði í
samkeppni við smáa og stóra einka-
rekna fjölmiðla.
Eru einhver rök fyrir því að við
höfum annað fyrirkomulag varð-
andi þetta en nágrannalönd okkar
á Vesturlöndum? Það verður ekki
séð í f ljótu bragði. Annaðhvort
erum við að gera mistök með þess-
ari skipan eða þá allir hinir. Getum
við gert ráð fyrir því að nágrann-
ar okkar á Norðurlöndunum og í
öðrum löndum Vestur-Evrópu viti
ekki hvað þeir eru að gera þegar
kemur að fyrirkomulagi rekstrar
ríkisfjölmiðla? Eru þessar þjóðir
allar svona galnar og við á Íslandi
svona miklu klárari en nágrannar
okkar? Fátt bendir til þess.
Umræðan um rekstur RÚV er
mjög gömul og virðist engan enda
ætla að taka. Nýlega birti Ríkisend-
urskoðun skýrslu um það álitaefni
hvort RÚV þyrfti að fara að lögum
landsins eða ekki. Niðurstaðan
var sú að þessari ríkisstofnun bæri
að fara að lögum. Við það gladdist
stjórn stofnunarinnar mikið og
fagnaði því sérstaklega að hafa feng-
ið svör við þessu f lókna álitaefni!
Einfaldar sálir hafa haldið hingað
til að þarna væri ekki um neitt
álitaefni að ræða því okkur væri
öllum uppálagt að fara að lögum.
Alltaf. Einnig ríkisstofnunum. Því
er vægast sagt einkennilegt að það
hafi þurft sérstaka rannsókn Ríkis-
endurskoðunar til að komast að
þeirri niðurstöðu að RÚV bæri að
fara að lögum. En segir þó nokkuð
um hrokafullt viðhorf þeirra sem
ráða þar á bæ.
Lilja Alfreðsdóttir menntamála-
ráðherra hefur mælt fyrir f jöl-
miðlafrumvarpi á Alþingi þar sem
hún vill styrkja frjálsa fjölmiðla
um 400 milljónir króna. Um það
eru skiptar skoðanir. Í umræðum
á Alþingi fyrr í desember komu
fram margháttuð sjónarmið þing-
manna. Umræðan fór öll út og suður
og virtist á köflum sem ræðumenn
væru ekki að fjalla um sama málið.
Flestir vörðu stórum hluta tíma
síns í ræðustól Alþingis til að fjalla
um RÚV. Virtust f lestir vera þeirrar
skoðunar að RÚV ætti ekki að starfa
á samkeppnismarkaði auglýsinga.
Sumir þeirra sögðust hafa verið
þeirrar skoðunar um árabil án þess
að fá nokkru áorkað þrátt fyrir
langa þingsetu.
Fram hefur komið að ýmsir fjöl-
miðlar á Íslandi eiga við ramman
reip að draga. Þeir eru reknir með
tapi og það jafnvel miklu tapi.
Slíkt getur ekki gengið til lengdar.
Fyrir taprekstri sumra þeirra eru
ýmsar ástæður. Breyttar aðstæður
í umhverfinu, of margir að berjast
um sama markaðinn og ekki síst
ójöfn og ósanngjörn samkeppnis-
staða gagnvart ríkisreknum fjöl-
miðli. Þá er átt við RÚV sem sækir
styrk sinn í skattfé okkar borgar-
anna. Þeir tala um RÚV OKKAR
ALLRA. Það á vissulega við varð-
andi RÚV OKKAR ALLRA SKATT-
GREIÐENDA. Við sem eigum í sam-
keppni við ríkismiðilinn þurfum
einnig að styðja hann með skatt-
greiðslum frá okkur sjálfum. Það er
vægast sagt einkennilegt og reyndar
alls ekki boðlegt.
Sé það vilji löggjafans á Íslandi að
um líf lega og eðlilega samkeppni
sé að ræða á fjölmiðlamarkaði, þá
er brýnt að færa okkur Íslendinga
í átt að vinnubrögðum þjóðanna í
kringum okkur í Vestur-Evrópu. Ef
ekki þá verður okkur áfram skipað
á bekk með Rúmeníu, Búlgaríu og
öðrum jaðarþjóðum Evrópu að
þessu leyti. Er það eftirsóknarvert?
Væntanlega ekki.
Núverandi rekstur RÚV í harðri
samkeppni á auglýsingamarkaði er
tímaskekkja. Ef þingmenn og ráð-
herrar hafa ekki kjark til að taka á
þessu fyrirkomulagi strax, þá fer
maður að trúa því að þeir óttist RÚV
eins og einn þeirra þingmanna sem
tjáði sig um málið fyrr í desember
hélt fram. Hann sagði: Ráðamenn
óttast að þeir verði teknir fyrir á RÚV
ef þeir reyna að færa rekstur þessarar
ríkisstofnunar í boðlegt horf.
Ég er þeir rar skoðunar að
umræddur þingmaður hafi hitt
naglann á höfuðið. Sennilega mun
ekkert breytast vegna þess að
stjórnmálamenn skortir kjark. Þeir
eru alltaf tilbúnir að tala – en eru
minna fyrir að hrinda góðum hug-
myndum í framkvæmd.
Óháð því sem gerist – eða gerist
ekki – á Alþingi mun Torg ehf.,
sem gefur út Fréttablaðið, rekur
sjónvarpsstöðina Hringbraut og
vefmiðla, halda áfram að standa
„lýðræðisvaktina“ og veita lands-
mönnum góða þjónustu með mál-
efnalegum skoðanaskiptum og
vönduðum fréttaflutningi.
Gleðilegt nýtt ár!
Er þörf á frjálsri fjölmiðlun?
Núverandi rekstur RÚV í
harðri samkeppni á aug-
lýsingamarkaði er tíma-
skekkja.
Helgi
Magnússon
formaður
stjórnar
Torgs ehf.
Við sendum
landsmönnum
hlýjar kveðjur
569 6900 09:00–16:00www.ils.is
Með ósk um gleðileg jól
og farsæld á komandi árum
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19Þ R I Ð J U D A G U R 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9