Fréttablaðið - 31.12.2019, Page 11
endaði í tíunda sæti keppninnar en
lagið naut mun meiri hylli meðal
almennings en dómnefnda. Það
sem vakti þó mesta athygli var
þegar liðsmenn Hatara veifuðu Pal
estínufánum á meðan stigagjöfin
fór fram. Í kjölfarið var RÚV sektað
um fimm þúsund evrur þar sem
gjörningurinn taldist andstæður
reglum keppninnar. Frekari eftir
mál urðu hins vegar ekki af málinu
og mun Ísland taka þátt í keppninni
á næsta ári.
Harmleikur í Mehamn
Þann 27. apríl handtók norska lög
reglan tvo Íslendinga í smábænum
Mehamn en þeir voru grunaðir um
að hafa orðið þriðja Íslendingnum,
Gísla Þór Þórarinssyni, að bana.
Annar hinna handteknu, Gunnar
Jóhann Gunnarsson sem er hálf
bróðir Gísla Þórs, var síðar ákærður
fyrir að hafa skotið Gísla til bana
með haglabyssu.
Gunnar Jóhann hefur verið í
haldi lögreglu síðan en hann segir
að um hræðilegt slys hafi verið að
ræða. Tíu dögum fyrir morðið hafði
Gunnar Jóhann verið úrskurðaður
í nálgunarbann gagnvart Gísla
Þór vegna hótana. Réttarhöld yfir
Gunnari munu fara fram í mars
næstkomandi.
Ríkislögreglustjóri hættir
Haraldur Johannessen ríkislög
reglustjóri mun láta af störfum um
áramótin að eigin ósk. Mikil ólga
hefur verið innan lögreglunnar
tengd embætti ríkislögreglustjóra.
Í haust lýstu átta af níu lögreglu
stjórum landsins og Landssamband
lögreglumanna yfir vantrausti á
Harald.
Í yfirlýsingu lögreglumannanna
sagði að um langt skeið hefði ríkt
óánægja með störf yfirstjórnar
embættis ríkislögreglustjóra. Var
þar meðal annars vísaði í meint
eineltismál, fatamál og rekstur bíla
miðstöðvar.
Haraldur sagði í kjölfarið í viðtali
við Morgunblaðið að gagnrýnin á
störf hans væri hluti af rógsher
ferð og reynt væri að hrekja hann
úr embætti. Þá sagði Haraldur að
spilling ríkti innan lögreglunnar.
Rafmagnslaust varð á Dalvík í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið í desember og varði það í nokkra daga. Varðskipið Þór var nýtt sem rafstöð fyrir bæinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru undirritaðir hjá sáttasemjara í byrjun apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Liðsmenn Hatara með Palestínufánana í Tel Avív. Regnbogafánar tóku á móti Pence. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Regnbogafánar mættu Pence
Mike Pence, varaforseti Banda
ríkjanna, heimsótti Ísland í byrjun
september. Var heimsóknin talin
til marks um aukinn áhuga Banda
ríkjamanna á norðurslóðum og
viðbrögð við ásælni Kínverja til
aukinna áhrifa á svæðinu.
Pence fundaði meðal annars með
Guðna Th. Jóhannessyni forseta,
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð
herra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni
utanríkisráðherra. Varaforsetinn
lagði áherslu á mikilvægi banda
lags ríkjanna tveggja og varaði við
áhrifum Kínverja og Rússa á norð
urslóðum.
Fyrirtæki í grennd við Höfða, sem
var einn af fundarstöðunum, nýttu
tækifærið og f lögguðu regnboga
fánum til marks um stuðning við
baráttu hinsegin fólks. Pence hefur
lýst íhaldssömum viðhorfum þegar
kemur að réttindum hinsegin fólks.
Vonbrigði með PISA
Niðurstöður PISAkönnunarinnar
voru kynntar í byrjun desember.
Óhætt er að segja að þær hafi
valdið vonbrigðum. Lesskilningur
íslenskra nemenda minnkaði frá
síðustu könnun en 26 prósent þeirra
töldust ekki geta lesið sér til gagns.
Þó batnaði árangur í stærðfræði og
var svipaður í náttúruvísindum.
Ísland var neðst Norðurlandanna
í öllum þremur matsflokkum PISA.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta og
menningarmálaráðherra, boðaði
strax víðtækar aðgerðir til að bregð
ast við niðurstöðunum.
Alvarlegar ásakanir
á hendur Samherja
Þann 12. nóvember fjölluðu frétta
skýringaþátturinn Kveikur á RÚV
og Stundin um starfsemi útgerðar
félagsins Samherja í Namibíu. Þar
komu fram alvarlegar ásakanir á
hendur félaginu. Meðal annars hefði
félagið greitt stjórnmálamönnum í
Namibíu mútur gegn því að fá ódýr
an sjófrystikvóta á hrossamakríl.
Einnig komu þar fram ásakanir um
peningaþvætti og skattasniðgöngu.
Umfjöllunin sem var unnin í sam
starfi við Wikileaks og Al Jazeera
var byggð á gögnum sem Jóhannes
Stefánsson, fyrrverandi rekstrar
stjóri Samherja í Namibíu, lak til
fjölmiðlanna. Þorsteinn Már Bald
vinsson ákvað að stíga tímabundið
til hliðar sem forstjóri Samherja á
meðan málið er í rannsókn og tók
Björgólfur Jóhannsson við.
Samherjamenn hafa neitað ásök
unum um mútugreiðslur og segja
að Jóhannes hafi þar verið einn að
verki. Þá hefur félagið ráðið norsku
lögmannsstofuna Wikborg Rein til
að rannsaka ásakanirnar um brota
starfsemi í Namibíu.
Málið hefur einnig haft mikil
áhrif í Namibíu en bæði sjávar
útvegs og dómsmálaráðherra
landsins sögðu af sér eftir að málið
kom upp. Þeir eru nú í haldi lögreglu
ásamt fjórum öðrum mönnum
vegna ásakana um spillingu, fjár
svik og peningaþvætti.
Samkvæmt umfjöllun Kveiks og
Stundarinnar stóðu meintar mútu
greiðslur yfir allt fram á þetta ár en
Jóhannes lét af störfum hjá Sam
herja árið 2016. Er talið að heildar
fjárhæð mútugreiðslnanna nemi
um 1,4 milljörðum króna.
Íslensk stjórnvöld brugðust við
málinu með því að samþykkja
aðgerðir til að auka traust á íslensku
atvinnulífi. Er þar meðal annars
gert ráð fyrir því að Skattrann
sóknarstjóri og Ríkisskattstjóri geti
tímabundið bætt við sig mannafla
vegna umfangs þeirra mála sem
skoða þurfi í tengslum við Sam
herjamálið.
Óveður og rafmagnsleysi
Versta óveður síðari ára skall á
landinu 10. desember. Gefin var út
rauð viðvörun á öllu Norðurlandi
og Ströndum en það var í fyrsta sinn
sem það gerist frá því að nýtt kerfi
um viðvaranir tók gildi. Skólahald
féll víða niður og samgöngur fóru
úr skorðum.
Óveðrinu fylgdu miklar raf
magnstruflanir og varð rafmagns
laust víða á Norðurlandi. Nokkur
heimili á Norðurlandi voru enn
án rafmagns fimm dögum síðar og
annars staðar var keyrt á varaafli.
Í kjölfar óveðursins sköpuðust
umræður um ástand innviða víða
um land. Ríkisstjórnin skipaði
starfshóp til að meta leiðir til að efla
innviði raforku og fjarskiptakerfa.
Ljóst er að umtalsvert tjón varð af
óveðrinu en Landsnet áætlar að tjón
sitt nemi um 300 milljónum króna.
Sextán ára piltur, Leif Magnús
Grétarsson Thisland, féll í Núpá í
Sölvadal í Eyjafirði þar sem hann
var að aðstoða bónda við að koma
rafmagni aftur á. Hann fannst lát
inn í ánni tveimur dögum síðar.
INNLENDUR FRÉTTAANNÁLL
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð