Fréttablaðið - 31.12.2019, Page 24

Fréttablaðið - 31.12.2019, Page 24
KENNARASAMBAND ÍSLANDS Kennarasamband Íslands var formlega stofnað þann 1. janúar árið 2000 og voru félagsmenn 6.040 talsins. Þá varð draumur margra að veruleika undir yrskriinni Sjálfstæði í samningamálum – samstaða í réttindamálum. Félagsmenn eru nú um 10.500 og sinnir Kennarasambandið hagsmuna- málum fyrir kennara, náms- og starfsráðgjafa og skólastjórnendur er varða réttinda-, kjara- og skólamál. Á þessum tímamótum er framtíðin björt. Mikilvægi menntunar er óumdeilt. Tækifæri framtíðarinnar byggja á öugri menntun þar sem nemendur öðlast ölþætta þekkingu og færni til að leysa margvísleg viðfangsefni. Við sendum félagsmönnum, nemendum og landsmönnum öllum hugheilar nýárskveðjur og hlökkum til afmælisársins. Nýárskveðja, Kennarasamband Íslands Félag framhaldsskólakennara, Félag grunnskólakennara, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Félag stjórnenda leikskóla, Skólastjórafélag Íslands, Félag kennara á eirlaunum Ekki verður sagt að alþjóðleg umræða í öryggis- og varnar-málum, sem varðar Ísland, sé fyrirferðarmikil á vettvangi íslenskra stjórnmála eða í almenn- ingsmiðlum. Frá því er þó brugðið, eins og við fund ríkisleiðtoga og ráðherra NATO í London 3.-4. þ.m. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra lét vel af fundinum en hún kom m.a. að umhverfismálum í ræðu sinni. Í sameiginlegri yfirlýs- ingu er því fyrst fagnað að liðin séu 70 ár af friði, sem NATO hafi tryggt og meginatriði sameiginlegrar varnarstefnu tekin fyrir. Framlög til varnarmála voru skilgreind að lágmarki og varað við fjandsam- legum aðgerðum Rússa, m.a. með nýjum meðaldrægum eldflaugum, sem kallar á þörf á nýjum samningi um upprætingu þeirra. Af öðru ber að nefna að sterkari aðgerða sé þörf gegn hryðjuverkastarfsemi og að fagnaðarefni er árangursrík sam- vinna NATO og ESB. Þá segir að vaxandi áhrif Kína í alþjóðamálum skapi í senn tækifæri og ögranir sem nauðsynlegt sé að mæta sameigin- lega í NATO. Þarfir og viðhorf NATO-ríkja í varnarmálum ráðast af landlegu, getu þeirra og öðrum þáttum, ekki síst sögulegum. Vegna nálægðar Íslands við Vesturálfu, skuldbundu Bandaríkin sig til að tryggja varnir og öryggi okkar með samningi þess efnis frá 1951 og skuldbindingum í NATO. En tímarnir breytast vegna tæknibyltinga, ekki hvað síst í gerð vopna, sem lamað geta tæknivæð- ingu framleiðslu og þjónustu, t.a.m. flugsamgangna, eða áróðri í tölvu- samskiptum. Eftir hersetu og skipsskaða stríðs- áranna, sem svo mjög raskaði þjóð- lífi og viðhorfum Íslendinga, var það mikið fagnaðarefni að varanlegan frið skyldi tryggja með stofnun Sam- einuðu þjóðanna 1945. En ekki tók þá við neitt friðsældarástand. Sovét- ríkin hlupust undan merkjum með innlimun Austur-Evrópuríkja og óvinveittum tilburðum og áróðri í vestrænum ríkjum og þróunarlönd- um. Úr því spennuástandi sprettur upp um tíma nokkur andstaða á Íslandi gegn þátttöku í þeirri vest- rænu samvinnu, sem leiddi til þátt- töku í stofnun NATO og stöðugrar uppbyggingar varnarstöðvarinnar í Keflavík. Sú andstaða hjaðnaði. En ef til kæmi, er staðsetning flug- vallarins með sínum ratsjárbúnaði, f lugskýlum og birgðageymslum, væntanlega ein öflugasta varnar- aðstaðan á Norðurslóðum. Eftir ákvörðun Bandaríkjanna um að hverfa frá Íslandi 2006, tóku NATO-ríkin, ásamt Svíþjóð og Finn- landi, upp reglubundið eftirlitsflug frá Keflavík með orustuþotum og síðar hinum öflugu bandarísku P-4 leitarflugvélum. Það kom sér einkar vel, hafi Rússar og öllu fremur Kín- verjar verið haldnir einhverjum misskilningi um að strategískt tómarúm hefði orðið á Íslandi við það að fastri veru bandaríska herliðs hér lauk eftir 75 ár. Mér er í minni frá æskuárum í heimsstyrjöldinni, að uppi var upplýsingaspjald í pósthúsi með mynd af Roosevelt Bandaríkja- forseta og þeim boðskap, að þeir myndu þakka fyrir sig og kveðja við stríðslok. En það tók lengri tíma en ætlað var í fyrstu og ekki var ætlun þeirra að efna til landtöku. Það er líka fjarstætt. Þrjú af fyrrverandi félagsríkjum Rússa hafa að gerst aðilar að NATO og ESB. Þeir stunda mikla hern- aðarlega enduruppbyggingu á Fyrr og síðar Síberíuströndum heimskautsins með nýjum f lotastöðvum, f lug- völlum, kafbátaflota og nýrri kyn- slóð vopna, þ.m.t. eldflaugum. Nú er því síður en svo haldið fram, að þessi vígbúnaður sé forleikur að hernaðaraðgerðum. En hann kann að hafa annað notagildi. Yfirtaka eins og sú sem framkvæmd var á Krím var án blóðsúthellinga. Slíkar yfirtökur í nútíma herfræði virðist mega framkvæma fyrst í dreifðum áföngum án beitingar sýnilegs her- styrks, þ.e. með sálrænum og efna- hagslegum aðgerðum. Var það ekki sagan á Krím? Haf i Kínverjar séð fyrir sér óplægðan akur á Íslandi og tæki- færi til að byggja hér að vild mann- virki og risahöfn við nýja íslausa siglingaleið um norðurskautið, var það mat kolrangt. Slíkt kemur aldrei til greina, eða að litið sé á þá sem nágranna vegna hugmynda um landakaup í Þingeyjarsýslu til upp- byggingar túrisma. En að lokum. Er Bretland, lykil- bandamaður, á prívatbraut fárán- legs efnahagslegs sjálfsskaða? Sú spurning vaknar hvort Brexit- umræðan hafi hrundið sjálfum frumkvöðli þingbundins lýðræðis, breska þinginu, í slíka sjálfheldu. Það varðar hins vegar ekki framtíð Evrópusambandsins, sem vænta má að fái aukið vægi fyrir félagsríki sín. Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra Í sameiginlegri yfirlýsingu er því fyrst fagnað að liðin séu 70 ára af friði, sem NATO hafi tryggt og meginatriði sameiginlegrar varnarstefnu tekin fyrir. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23Þ R I Ð J U D A G U R 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.