Fréttablaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 49
SIGMUNDUR DAVÍÐ
BENDIR Á AÐ AL-
MENNA NOTKUN FLUGELDA
MEGI REKJA ALLT AFTUR TIL
LANDNÁMSBRÆÐRANNA
INGÓLFS OG HJÖRLEIFS.
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
Eftir nokkrar fortölur lét völvan þó til leiðast og dró fram sína bölvuðu spilastokka, eiturbolla, kristals- og postulíns-kúlur og samþykkti að
rýna aðeins í komandi ár. Þó með
þeim fyrirvara að framtíðin sé á
stöðugu iði og sveif list í takt við
hinn þunga njálg tímans.
Því sé ekki við hana að sak-
ast þótt síðasta spá hennar hafi í
veigamiklum atriðum reynst jafn
óáreiðanleg og skoðanakannanir
dauðlegra smásála í jafn mikilvæg-
um málum og Brexit og kosningum
forseta í nágrannaríkjunum Íslandi
og Bandaríkjunum.
Hún sá þó helling fyrir í fyrra og
spádómsgáfa hennar og yfirnátt-
úrulegt innsæi brugðust aðeins
þegar skán settist á andsetna krist-
alskúluna, verksmiðjugallar komu
fram í galdrastöfunum og stjórn-
málafræðingur á geðdeyfðarlyfja-
trippi stalst til þess að stokka Tarot-
spilin.
Nú þegar geggjaðar vættir og
ræstitæknaher handanheima hafa
kippt þessum annmörkum í liðinn
má treysta þessari völvuspá sem
nýjum netsokkabuxum og láta í
góðri trú eiga sig að máta aðrar teg-
undir úr ómerkilegum gerviefnum.
Jafnvel aumustu spámenn í eigin
föðurlandi vita að forsetakosningar
eru haldnar á fjögurra ára fresti á
Íslandi þannig að í sumar er komið
að því að einmitt of margir spá-
menn munu freistast til þess að
safna liði til þess að gera Guðna Th.
Jóhannesson brottrækan af Bessa-
stöðum með alla sína mislitu sokka
og virðulegu höfuðbuff.
Guðmu ndu r Frank lín
Jónsson, athafnaspá-
maður á Borgund-
a rhól m i, ger i r
aðra atrennu að
embættinu og
er þegar byrj-
aður að leggja
grunn að for-
setaframboði
sínu með sér-
stakri Face-
book-síðu og
skörpum fals-
fréttaskýringum
á sálarlífi forseta
B a nd a r í k ja n n a á
Útvarpi Sögu. Honum
gengur aðeins betur nú en síðast
þar sem eftir að hann les þennan
spádóm í Fréttablaðinu í dag man
hann eftir að skrá lögheimili sitt á
Íslandi. Það hrekkur þó skammt og
Gúndi situr uppi í þeirri vandræða-
legu stöðu að jafnvel sem skráðum
Íslendingi hafnar þjóðin honum
svo afgerandi að Davíð Oddsson
má vel við una í samanburðinum.
Einmenningskjördæmið Sturla
Jónsson býður sig einnig fram og
fær þremur f leiri atkvæði en hinn
króníski frambjóðandinn Ástþór
Magnússon.
Einn óvæntasti frambjóðandinn,
Birgir Örn Guðjónsson, miklu betur
þekktur sem Biggi lögga, virðist á
tímabili helst geta ógnað sitjandi
forseta en þegar talið er upp úr
pappakössunum og kærum Sturlu
og Guðmundar Franklíns hefur
verið vísað frá stendur Guðni uppi
sem óumdeildur sigurvegari og
bætir verulega við sig frá forseta-
kosningunum 2016.
Biggi lögga tekur tapinu eins og
hverju öðru hvítf libbakrimma-
biti og telur ljóst að þjóðin hafi
sameinast um að skerða ekki
tjáningarfrelsi hans með því að
troða silkimúl upp í hann á Bessa-
stöðum. Skoðanir hans á öllu milli
himins og jarðar þurfi greinilega
áfram að fá að heyrast. Útvarp Saga
kennir síðan Gallup, RÚV og EES
um að spádómur hennar konu um
að Guðni myndi ekki ná kjöri hafi
ekki orðið að veruleika.
Uppspuni
frá Rótum
skellir á skeið á
gjörningaárinu 2020
Fréttaritara Fréttablaðsins í Sumarlandinu var tekið heldur
fálega þegar hann raskaði grafarró völvu blaðsins á næst-
síðasta degi ársins til þess að spyrja fregna úr náinni framtíð
og hvaða ósköp árið 2020 beri helst í skauti sér. „Hætt er ég að
hirða um að biðja hljóðs allar heilagar beljur, minni- sem og
meiriháttar, því viska mín drukknar í óráðshjali minni spá-
kerlinga og stallsystra á sveppatrippi og dugir nú til þess eins
að fóðra nettröllin sem betur væru gleymd, grafin og í
ginnungagapi huga síns í hel soltin.“
Stífluð lagnalína
Vesturbær Reykjavíkur nánast
lamast og verður einangrað borg-
ríki hugsjónavilltra Vinstri grænna
og lattélepjandi uppi á geðrænum
mörkum Viðreisnar og Sjálfstæðis-
flokksins þegar lagnir undir Hofs-
vallagötu springa með svo stór-
fenglegum látum að drjúgum hluta
götunnar verður lokað fyrir umferð.
Viðgerð dugir ekki til þess að
breyta hættumati sérfræðinga
borgarinnar í holufyllingum og
umferðarf lækjum þannig að hún
verður áfram lokuð fram eftir
sumri. Mikið umferðaröngþveiti
myndast í kringum hringtorgið
við Hótel Sögu og neyðist borgar-
stjóri til að stíga inn í umræðuna,
meira að segja á Útvarpi Sögu, og
minna fólk á að ekki sé um hring-
torg að ræða heldur götu sem liggur
í kringum torg.
Melabúðin og Hagavagn Emmsjé
Gauta taka við keflinu af Gráa kett-
inum sem píslarvottar götulokana
og efnt er til fámennrar kertafleyt-
ingar við Tjörnina þeim til stuðn-
ings. Götulokanir í Vesturbænum
eru sagðar útskýra lélega mætingu.
Eyþór Arnalds rekur öngþveitið
til borgarlínunnar og ítrekar að
hann er á móti henni um leið
og hann skorar á Dag B.
Eggertsson að greiða
fyrir hamborgara
á línuna. Vigdís
Hauksdóttir er
ekki með svör
á hrakhólum
e n h l æ r
a ð f y n d n i
E y þ ó r s o g
uppsker enn
eitt ábyrgðar-
bréfið frá borg-
arritara þar sem
hún er sökuð um
einelti á skemmti-
stað.
Stóra bomban
Árið hefst af miklu fjöri þegar elds-
voði í Grjótaþorpinu á þrettánd-
anum hleypir lífi í frumvarp um
blátt bann við notkun almennings á
flugeldum í einkaeigu. Guðmundur
Ingi Guðbrandsson umhverfisráð-
herra leggur frumvarpið þó fram
á umhverfisforsendum og eign-
ast bæði óvænta bandamenn og
óvænta andstæðinga.
Þar munar ekki síst um mála-
fylgjumanninn og júdókempuna
ógurlegu Guðjohnsen, skiltagerðar-
mann, skógræktarfrömuð og fyrr-
verandi oddvitaefni Sjálfstæðis-
f lokksins í borginni. Hann berst
gegn skoteldunum í nafni gælu-
dýraréttinda og rekur þá úrkynjun
skattborgarans að vilja kveikja
í peningum til sundrungar fjöl-
skyldunnar, ofáts og framafíknar
mæðra sem láti barnauppeldi í
hendur stofnana.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins, sér í frum-
varpinu enn eina aðförina íslenskri
menningu, stígur ákveðinn á bak
Miðflokksgæðingnum, Uppspuna
frá Rótum undan Þvælu frá Upp-
hafi, og ríður reiður um héruð.
Sigmundur Davíð bendir á að
almenna notkun f lugelda megi
rekja allt aftur til landsnámsbræðr-
anna Ingólfs og Hjörleifs sem, eins