Fréttablaðið - 31.12.2019, Page 2
Veður
Gengur í sunnan 13-18 m/s,
gamlársdag, með rigningu um
sunnan- og vestanvert landið, en
þurrt norðaustan til. Dregur úr
vindi sunnan- og austanlands um
kvöldið. Hiti 2 til 7 stig. SJÁ SÍÐU 32
Feðraveldi í meintri paradís femínista
Þú færð Víg Tuma á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna
Ein með öllu. Gríðarlega fjölbreytt,
samsett kaka sem skýtur upp beint
og í blævæng. Eftir mikla litardýrð
með glitrandi ljósum þá endar hún á
silfurlituðum stjörnublómum
með grænum og rauðum
kúlum í sannkallaðri
stórskotahríð með
braki og brestum.
skot
195
SEK
5
5
24
240
kg
SAMFÉLAG Elsta þekkta frásögnin
af áramótabrennu hér á landi er frá
árinu 1791 í Ferðabók Sveins Páls-
sonar. Siðurinn breiddist hægt og
rólega út um landið og nú er svo
komið að hjá mörgum einstakling-
um er það ómissandi liður í hátíðar-
höldunum á gamlárskvöld að vera
viðstaddur slíka brennu.
En þessi siður vekur að sjálfsögðu
athygli ferðamanna sem sýna því
mikinn áhuga að upplifa áramótin
hérlendis. Stjórnendur Breiða-
bliks sáu sér því leik á borði og hafa
undanfarin ár boðið ferðaþjónustu-
fyrirtækjum upp á að heimsækja
brennusvæðið gegn þóknun.
„Þetta hefur gengið mjög vel
undanfarin ár. Við gerum ráð fyrir
um 1.000 manns sem er svipaður
fjöldi og í fyrra. Við útbúum sér-
stök stæði fyrir rúturnar og þannig
gengur þetta allt vel fyrir sig,“ segir
Eysteinn Pétur Lárusson, fram-
kvæmdastjóri Breiðabliks.
Íþróttafélagið fær styrk frá Kópa-
vogsbæ til þess að standa straum af
kostnaði við brennuna en það dugar
engan veginn til.
„Því brugðum við á þetta ráð
fyrir nokkrum árum og það hefur
gefist vel. Við stöndum fyrir þessari
brennu ánægjunnar vegna en vilj-
um helst sleppa við að bera mikinn
kostnað af henni,“ segir Eysteinn
Pétur.
Í fyrra hafi verið bryddað upp á
þeirri nýbreytni að bjóða erlendu
ferðamönnunum upp á heitt kakó
og kleinur eftir brennuna gegn
vægri þóknun og það hafi gefist vel.
„Við endurtökum leikinn í ár
og það er gert ráð fyrir því að 500
manns mæti á þann viðburð.“
Breiðabliksbrennan hefur verið
til umræðu á íbúasíðum Kópavogs-
búa. Þar hafa heyrst þær gagnrýnis-
raddir að brennan geti breyst í ein-
hvers konar túristauppákomu.
„Ég skil vel að sitt sýnist hverjum
í þessum efnum. Að okkar mati
hefur fjöldi ferðamanna alls ekki
farið úr böndunum og miklu frekar
setja þeir skemmtilegan svip á
viðburðinn. Við eru þó meðvituð
um þessar áhyggjur og reynum að
vanda okkur,“ segir Eysteinn Pétur.
bjornth@frettabladid.is
Þúsund ferðamönnum
er stefnt á Blikabrennu
Stærsta áramótabrenna höfuðborgarsvæðisins er líklega brenna Breiðabliks í
Fífunni. Það skýrist meðal annars af því að reiknað er með heimsókn um eitt
þúsund ferðamanna á vegum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja gegn þóknun.
Búið er að hlaða í stóran bálköst hjá Breiðabliki í Fífunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
VEÐUR Búast má við ágætis flugelda-
veðri á höfuðborgarsvæðinu þegar
nýtt ár gengur í garð á miðnætti í
kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson,
veður fræðingur á Veðurstofu
Íslands, segir að gott skyggni verði
á Suður- og Austurlandi.
„Eins og þetta lítur út núna ættu
flugeldarnir að sjást best á Suður- og
Austurlandi og svo erum við heppin
hér í Reykjavíkinni,“ segir Eiríkur.
Rauðar tölur verði um allt land í dag
en að búast megi við hvössum vindi
á norðvestanverðu landinu.
„Þar má búast við vindi alveg
fram á nýja árið, 8 til 13 metrum á
sekúndu. En hér í Reykjavík verður
frekar hvöss sunnanátt um morg-
uninn og yfir daginn með rigningu
en það styttir upp seinnipartinn og
snýst í suðvestan fimm til tíu metra
og skúrir.“
Hvað varðar mengun af f lug-
eldum segir Eiríkur að f lugeldar
séu alltaf mengandi en á höfuð-
borgarsvæðinu séu skilyrði betri
en verið hefur síðastliðin ár. „Þetta
gæti verið töluvert verra og það að
hér falli örlítil úrkoma hjálpar til við
að hreinsa loftið. Mengunin hverfur
ekki heldur fellur á jörðina svo önd-
unarmengunin er minni.“ – bdj
Sprengjurnar
munu sjást vel í
höfuðborginni
Að okkar mati
hefur fjöldi ferða-
manna alls ekki farið úr
böndunum og miklu frekar
setja þeir skemmtilegan svip
á viðburðinn.
Eysteinn Pétur
Lárusson, fram-
kvæmdastjóri
Breiðabliks
„Við viljum minna á að feðra veldið lifir góðu lífi í þessari meintu femínísku para dís hérna á Ís landi,“ segir Katrín Harðar dóttir,
einn skipu leggj enda mót mæla hóps kvenna við stjórnar ráðið í gær. „Úr skurðurinn yfir lektornum sannar þörfina á slíkum
mót mælum,“ segir Katrín og vísar þá til máls Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem nú er laus úr haldi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Það gæti viðrað ágætlega fyrir skot-
elda í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
+PLÚS
LÖGREGLUMÁL Fjórða konan hefur
til kynnt lög reglu um meint kyn-
ferðis brot K r istjáns Gunnars
Valdimars sonar, lektors við Há-
skóla Ís lands. Þetta kom fram á Vísi
á gærkvöldi. Vísir segir konuna er-
lendis og að hún óski eftir að gefa
skýrslu vegna kyn ferðis brots á
heimili Kristjáns.
Líkt og Frétta blaðið hefur greint
frá er Kristján sakaður um að hafa
frelsis svipt þrjár konur á heimili
sínu og beitt þær kyn ferðis legu of-
beldi. Konan er því sú fjórða sem
sem sakar Kristján um slíkt brot.
Hér að s dómu r Reyk ja v í k u r
hafnaði í gær kröfu lög reglunnar
um á fram haldandi gæslu varð hald
yfir Kristjáni. Úrskurðurinn hefur
verið kærður til Lands réttar.
Kristján var fyrst hand tekinn
að fara nótt að fanga dags og síðan
aftur á jóla nótt og þá úr skurðaður
í gæslu varð hald til 29. desember.
– kdi
Fjórða konan
kærir Kristján
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð