Fréttablaðið - 31.12.2019, Side 51
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
og frægt er orðið, fögnuðu þræla-
vígum með því að sprengja rosa-
terturnar Hallgerði langbrók og
Egil Skallagrímsson og vei sé þeim
Íslendingi sem þurfi að gúgla til
þess að átta sig á því hvaðan rak-
ettupakkarnir fá nöfn sín.
Hann mótmælir banninu auk
þess á þeim forsendum að flugeldar
séu „hornsteinn íslenskra áramóta“
og að fjölskyldupakkarnir Ingólfur
og Grettir hafi um ára-
bil „glætt áhuga ungs
fólks á Íslendinga-
sögunum“.
K at r í n Ja k-
obsdóttir for-
sætisráðherra
v i l l e k k e r t
um bannið og
gagnrýni Sig-
mundar Davíðs
segja annað en
að hún hafi ekki
verið og sé ekki
hlynnt þeirri afstöðu
að smætta kerfislægan
vanda í einstök siðferðileg
álitamál sem eru afleiðing aukinnar
einstaklingshyggju og einstaklings-
væðingar stjórnmálanna.
Dróni Freyr
Mannanafnanefnd verður ekki lögð
niður í ár frekar en fyrri ár og verður
áfram sía á þau nöfn sem þykja boð-
leg í íslensku samfélagi. Öryggis-
ventill á foreldra sem þrá ekkert
heitar en steypa ómálga börnum
sínum í svarthol eineltis til þess að
fá útrás fyrir eigin hallærislegheit.
Meðal nafna sem verður hafnað
á árinu er drengsnafnið Aaron og
stúlkunafnið Hvítá. Heit umræða
skapast þegar fyrstu nöfnunum í
hvorugkyni er hafnað en það eru
nöfnin Ljón og Fjall. Þá verða sam-
þykkt drengsnöfnin Dróni og Króli
og stúlkunöfnin Lárpera og Tesla.
Nýju fötin keisarans
Mathallir spretta áfram upp eins og
ofskynjunarsveppir víða um land og
verða fjórar nýjar opnaðar á árinu; í
Kórahverfi, á Selfossi, í Keflavík og
Viðey. Ung stúlka situr á nýopnaðri
mathöll og byrjar skammlífa bylt-
ingu þegar hún segir háum rómi
við foreldra sína að hana langi bara
í venjulegar franskar kartöflur.
Orðin ná til annarra gesta mat-
hallarinnar sem horfa furðu lostnir
á sætkartöflubátana, trufflumæjóið
og kimchiið og spyrja sig hvernig
þetta varð að norminu. Mathallar-
gestirnir fylkja liði á síðasta útibú
Snælandvídeós sem liggur í andar-
slitrunum. Þar minnist mannfjöld-
inn þess hversu ógeðslegur
gamaldags sjoppumat-
ur var og síðasti
naglinn er negldur
í k istu hinnar
íslensku vídeó-
leigu. Kemur þá
þar aðvífandi
á harðastökki
S i g m u n d u r
Davíð á Upp-
spuna frá Rótum
og heldu r eld-
ræðu sem magnar
upp kokteilsósuf lóð
sem drekkir ranghug-
myndum og erlendum spill-
ingaráhrifum. Iðnaðarsöltuð ýsa
var það heillin!
#kranabjór
Heitasta samfélagsmiðlaæði ársins
hefst þegar ungur áhrifavaldur
klifrar í leyfisleysi upp í krana á
byggingarsvæði með kippu af bjór
og tekur sjálfu í kranaklefanum
með myllumerkinu „#kranabjór“.
Eftir að tónlistarmaðurinn Flóni
tekur þátt í fjörinu verður mikið
fár – upp koma nokkur lögreglu-
mál og byggingarverktakar ítreka
hætturnar í fjölmiðlum sem fylgja
því að klífa slíkar hæðir undir
áhrifum áfengis. Æðið deyr svo eftir
að Eyþór Arnalds deilir myndum af
sjálfum sér með #kranabjór.
Fullar sættir nást einnig milli
skattrannsóknarstjóra, nei ekki
hans heldur þess nýja, og herskara
skattsvikulla áhrifavalda þegar þeir
síðarnefndu gangast við skattalaga-
brotum sínum á forsendum fávisku.
Allar kærur eru síðan felldar niður í
kjölfar herferðarinnar #éssskasko-
borgaskattinnminn og myndaflóði
á Instagram þar sem allir dáðustu
áhrifavaldarnir sýna edikbón-
aða bossa sína þegar þeir stinga
útprentuðu framtali í bréfalúguna
hjá Tollinum við Tryggvagötu.
Berlín norðursins
Veður og loftslag verða allsráðandi í
deiglunni á árinu. Miklar vendingar
verða í umræðunni um hamfara-
hlýnun en ný gögn frá loftslags-
vísindamönnum benda til þess að
ástandið sé alls ekki jafn slæmt og
áður var haldið, heldur sé það mun
verra.
Í kjölfarið færa mótmælendur sig
frá Austurvelli yfir að Leifsstöð þar
sem þeir f leygja eggjum í nýkomna
ferðamenn. Flugviskubitið
ungt fólk dregur mjög
úr utanlandsferðum
og blása listamenn
í stað þess lífi í
Hveragerði sem
fær heitið „Berl-
ín Norðursins“.
Trampólínin
fljúga á ný
B erl í n Norð -
ursins tekur þó
skuggalega f ljótt
á sig mynd þeirrar
einu sönnu í apríl 1945
þegar fyrsta haustlægðin
gengur yfir landið í byrjun sept-
ember. Hún mun reynast jafnvel
hyldýpri en skilningur Brynjars
Níelssonar á eignarréttinum og
mannréttindum, ekki síst stjórnar-
skrárvörðum rétti fýlupúka til þess
að vera leiðinlegir við þá sem þeim
finnst leiðinlegir. Af því bara.
Og þrátt fyrir eldrauðar viðvar-
anir veðurfræðinga tekur fjöldinn
lítið mark á margboðuðu gjörn-
ingaveðrinu. Mögulega vegna þess
að veðurvitinn Haraldur Ólafsson
mismælir sig nokkrum sinnum í
viðtölum í útvarpi og sjónvarpi og
kallar fellibylinn ýmist Evrópu-
sambandið eða Schengen og verður
tíðrætt um einhvern dularfullan
fjórða veðurpakka frá Brussel.
Trampólínin sem ætla
mætti að bitur reynslan
væri búin að kenna
mörlandanum að
jarðbinda munu
því takast á loft
á ný í septem-
ber en sem fyrr
er u þau i l lu
heilli enn háð
sömu lögmálum
og FH og hluta-
bréf í Kauphöll-
inni og koma alltaf
aftur niður eftir að
hafa farið upp. Mann-
tjón verður sem betur fer ekki
í þeirri skæðadrífu. Eignatjónið
verður hins vegar umtalsvert og fær
á sig þungan virðisauka þegar lög-
menn grafa sér nýja matarholu með
því að gera smátjónakröfur að
hætti Bandaríkjamanna
að tískufyrirbæri.
Þarna mun enn
eina ferðina hið
f o r n k v e ð n a ,
a ð b l a n k i r
b l a ð a m e n n
og tæk nilega
gjaldþrota fjöl-
miðlar kenna
vel k læddu m
lögmönnum að
spinna, sannast
þegar Vilhjálmur
H. Vilhjálmsson, sem
hefur stráfellt fjölmiðla
fyrir dómi með lagatæknilegum
hælkrókum, gerist frekur til fjörsins
á trampólínunum og kyndir undir
nágrannaerjum frekar en hitt.
PAUSE eða STOP?
Nýstof naða f lug félag ið PL AY
verður lagt af í lok árs eftir hverja
furðufréttina á fætur annarri.
Mesta athygli fær heiðarleg en mis-
heppnuð tilraun eigenda félagsins
til að sannfæra Isavia um að endur-
nefna Leifsstöð tímabundið „PLAY
station“. Leiðinlegasti brandari
ársins lítur dagsins ljós þegar allt
of margir á samfélagsmiðlum skilja
eftir athugasemdina: „Ætti þetta
ekki frekar að heita STOP?“ Frétta-
blaðið fær skömm í hattinn fyrir
forsíðumynd um málið og Vilj-
inn. is birtir langar og inn-
blásnar varnarræður
um mikilvægi f lug-
elda og f lugferða
fyrir raunhag-
k e r f i ð , h a g -
vöxtinn og þar
með af komu
eldri borgara
og öryrkja.
Katr ín Jak-
obsdóttir v ill
s íð u r s m æ t t a
kerfislægan vanda
í einstök siðferðileg
álitamál og treystir fjár-
málaráðherra til þess að sigla
f lugmóðurskipinu Íslandi í örugga
Landeyjahöfn.
Tónlistarhátíðir
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves
verður haldin á árinu. Erlendur
rappari, sviðs nafn hvers byrjar á
‚Lil‘ og endar á „Erlendur“, verður
eina alvöru nafn hátíðarinnar en
hann af boðar skyndilega komu
sína eftir að hann er handtekinn
fyrir brask með hátíðararmbönd.
Miðasala bíður hnekki fyrir vikið
og virðist ekki skipta máli þótt
Hjaltalín og Úlfur Úlfur spili lög
hvor annars.
Aðstandendur hátíðarinnar
skrifa væmið bréf þar sem þeir
hvetja landsmenn til að kaupa
miða en skilaboðin virðast ekki ná
til landsmanna. Skömmu eftir að
hátíðinni lýkur lýsa aðstandendur
yfir að gamnið verði ekki endur-
tekið að ári og skrifa harðort bréf
þar sem þeir kenna landsmönnum
TRAMPÓLÍNIN SEM
ÆTLA MÆTTI AÐ
BITUR REYNSLA VÆRI BÚIN AÐ
KENNA MÖRLANDANUM AÐ
JARÐBINDA MUNU ÞVÍ TAKAST
Á LOFT Á NÝ Í SEPTEMBER.