Fréttablaðið - 31.12.2019, Qupperneq 29
Frá því ég fór fyrst að muna eftir mér hefur verið töfraljómi yfir afmælinu mínu
og landsmenn skotið upp flug
eldum og haldið fjörug partí þegar
afmælið gengur í garð,“ segir
Katrín Guðjónsdóttir, fyrsta barn
ársins 1980.
Þegar klukkan slær tólf á mið
nætti í kvöld, eða 77 mínútum
betur, verða liðin fjörutíu ár síðan
Katrín tók fyrsta andardráttinn
í jarðvistinni. Það var klukkan
01.17 þann 1. janúar 1980. Sléttum
37 árum seinna eignaðist Katrín
lítinn snáða sem var fyrsta barn
ársins 2017.
„Það er varla hægt að biðja um
yndislegri afmælisgjöf en lítið
barn og ógleymanleg sú tilfinning
að halda á nýfæddu barni sínu á
afmælisdaginn,“ segir Katrín sem
í tólf vikna sónar hafði verið sett
31. desember 2016 en færð fram til
1. janúar 2017 í 20 vikna sónar.
„Ég gat því ekki verið nákvæm
ari þegar kom að fæðingunni því
Aron fæddist þrjár mínútur yfir
miðnætti á nýársnótt og ég rétt
náði því að fæða fyrsta barn árs
ins,“ segir Katrín sem lét heimilis
fólkið ekki vita að hún væri komin
með sóttina fyrr en örstutt var í að
Aron litli bættist við fjölskylduna.
„Ég var harðákveðin í að halda
upp á áramótin með fjölskyldunni
og vildi ekki trufla kvöldið með
fæðingu. Ég sagði því fátt, stað
ráðin í að eyðileggja ekki áramóta
partíið og var komin hálfa leið inn
í skaup þegar drengurinn krafðist
þess koma í heiminn. Við náðum á
spítalann tuttugu mínútum fyrir
miðnætti og 23 mínútum síðar
var hann fæddur,“ segir Katrín og
brosir við minninguna.
Einn á móti milljörðum
Líkurnar á að fyrsta barn ársins
eignist sjálft fyrsta barn ársins eru
víst einn á móti milljörðum.
„Aron var planaður en við
þurftum að bíða hans í nokkra
mánuði. Hann átti því ekkert endi
lega að fæðast um áramót og við
erum alls ekki svona nákvæm, en
það er skemmtilegt að hann skyldi
velja að koma í heiminn á þessari
stundu,“ segir Katrín og hlær.
Sjálf fæddist hún hálfum mánuði
á undan áætluðum fæðingardegi
sínum, þann 1. janúar 1980.
„Maðurinn minn horfði til skipt
is á klukkuna og mig um áramótin
2017 því við vildum fremur eignast
drenginn á nýja árinu, kannski 3.
janúar, en strákurinn ætlaði sér að
fæðast öðrum hvorum megin við
miðnættið þessi áramót og enginn
mannlegur máttur sem gat haft
stjórn á því,“ segir Katrín.
Fréttirnar spurðust um heiminn
enda sérlega sjaldgæft að fyrsta
barn ársins eignist fyrsta barn
ársins.
„Já, þetta fór víða og ég fékk
meðal annars aðdáandabréf frá
Hollandi sem var sent á fæðingar
deildina í umslagi með úrklippu úr
hollensku dagblaði. Þar uppgötv
aðist f ljótt hver viðtakandinn væri
enda svo óvenjulegt. Mér fannst
það bæði fallegt og skondið að
einhver skyldi hafa fyrir þessu, en
hollenska konan vildi óska okkur
velfarnaðar í lífinu,“ segir Katrín
með hlýju.
Fann ástina fyrir réttaball
Maður Katrínar er Egidijus Jan
kauskas frá Litháen.
„Við kynntumst í partíi áður
en haldið var á réttarball haustið
2003. Það var án efa hrifning við
fyrstu sýn og hlutirnir gerðust
hratt eftir réttarballið,“ segir
Katrín og heldur áfram:
„Egidijus bjó þá á Flúðum en
hann kom upphaflega til Íslands
sem badmintonkennari. Hann
bjó í Sovétríkjunum fyrstu 23
árin en það var ekki fyrr en 1994
sem Litháen fékk sjálfstæði á ný.
Við förum eins oft og hægt er
til Litháen, á milli meðgangna
og fæðingarorlofa, og þangað er
gaman að koma en landið er mjög
ólíkt Íslandi og líka ólíkt því sem
það var þegar Egidijus fór þaðan.
Landið er orðið líkara vestrænum
ríkjum en hvarvetna má enn sjá
blokkirnar sem voru byggðar í
massavís um alla AusturEvrópu;
múrsteinskassa sem einkenna
allar borgir á þessu svæði,“ upp
lýsir Katrín.
Saman eiga þau fjögur börn. Elst
er Kristey, 13 ára, svo Tómas, 10
ára, Aron sem verður þriggja ára
á morgun, nýársdag, og Orri sem
fæddist þeim hjónum fyrir þremur
mánuðum og eru þau öll Egidijus
synir og dóttir.
„Ég hef búið nánast allt mitt líf
á Selfossi, fyrir utan árin 1990 til
1994 á Ólafsvík og háskólaárin í
Reykjavík,“ segir Katrín sem er
með háskólagráðu í lífefnafræði og
starfar hjá Matvælastofnun sem er
með höfuðstöðvar á Selfossi. „Þar
hef ég unnið í á ellefta ár og uni hag
mínum vel. Það er heppilegt að fá
vinnu við hæfi í sinni heimabyggð
því það eru ekki margir möguleik
ar á störfum á sviði lífefnafræði
á Selfossi,“ segir Katrín sem fer
aftur til vinnu eftir fæðingarorlof
í sumar.
Bíður með fertugspartíið
Á morgun, nýársdag, eiga þau
Katrín og Aron tvöfalt afmæli í
þriðja sinn.
„Sem nýbökuð móðir tek ég
lífinu með ró og verð með hefð
bundið afmæliskaffi með hóg
væru sniði eftir áramótafjörið
á morgun en hver veit nema ég
haldi almennilega upp á stóraf
mælið síðar á árinu. Nýársdagur
er merkisdagur í fjölskyldunni og
verður það æ meir. Frá því ég man
eftir mér hefur hann einkennst
af friðsæld, heitu súkkulaði og
tertum. Mér hefur alltaf þótt sér
staklega gaman að eiga afmæli um
áramót og fólkið mitt var tilbúið
með afmælispakka strax eftir mið
nætti á nýársnótt þegar flugelda
dýrðin var í algleymi og skálað
fyrir nýju ári. Þá var mér samtímis
óskað gleðilegs árs og til hamingju
með afmælið,“ segir Katrín sæl í
sinni.
Hún segir mörgum auðvelt að
muna eftir afmælinu hennar og
því að hún hafi verið fyrsta barn
ársins.
„Amma mín var dugleg að sýna
mér myndir sem hún hafði klippt
úr blaðaviðtali við foreldra mína í
Mogganum og úr bókaflokknum
Árið okkar því í Árinu okkar
1980 birtist mynd af mér í fangi
mömmu sem var aðeins sautján
ára þegar ég fæddist. Þetta var því
vel skjalfest og þegar ég fór á ára
mótaböll sem ungmenni virtust
margir muna eftir afmælinu mínu
þegar klukkan sló tólf og rigndi
yfir mig afmæliskveðjum,“ segir
Katrín broshýr.
Gamlársdagskökkur í hálsi
Í kvöld, gamlárskvöld, ætla Katrín
og fjölskylda að fagna áramótum í
faðmi vinahjóna og barna þeirra.
„Sú vinkona mín fæddist
7. janúar 1980. Við vorum óvænt
skírðar saman, þegar fólk mætti
í messur og lét skíra börn sín, og
vorum í sama vinahópi í grunn
skóla en vináttan efldist þegar
við eignuðumst dætur með stuttu
millibili. Svo á ég frænda sem
fæddist líka á nýársdag; við erum
þremenningar. Hann kom í ára
mótaveisluna í fyrra og þá vorum
við þrjú í veislunni sem urðum
árinu eldri þegar áramótin gengu
í garð. Hann er fæddur 1978 og
kvæntur einni af mínum bestu
vinkonum,“ segir Katrín um röð
skemmtilegra tilviljana.
Nýja árið, 2020, leggst vel í hana.
„Ég sigli áfram með tímanum og
strengi engin áramótaheit önnur
en þau að koma börnunum mínum
til manns. Ég tala stundum um
gamlársdagskökkinn sem ég fæ
alltaf í hálsinn um áramót og fylgir
bæði gleði og tregi. Maður veit
hvað maður átti og hafði á liðnu ári
en ekki hvað framtíðin ber í skauti
sér. Þess vegna fylgir því alltaf
einhver eftirsjá en líka tilhlökkun
þegar nýja árið tekur við með sinn
hreina skjöld og maður fer yfir
liðna tíð,“ segir Katrín.
Hún segir nóg að gera með
fjögur börn á heimilinu og lítill
tími til að láta sér leiðast.
„Ég er lítið farin að hugsa um
framtíðarafmæli okkar Arons
þegar hann eldist og stækkar en
það verður örugglega alltaf gaman
og engin læti í anda hins fagra
nýársfriðar. Ég vona bara að við
fáum að vera saman lengi og það
er sú afmælisósk sem ég á okkur til
handa.“
Katrín með börnin sín fjögur: Kristeyju (13), Tómas (10), Aron nýársdreng í fangi móðurömmu sinnar og Orra sem er þriggja mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Móðir Katrínar, Margrét Lilliendahl, var 17 ára þegar hún eignaðist fyrsta barn ársins 1980. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Afmælin verða í
anda hins fagra
nýársfriðar. Ég vona
bara að við fáum að vera
saman lengi og það er sú
afmælisósk sem ég á
okkur Aroni til handa.
Framhald af forsíðu ➛
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R